blaðið - 19.09.2006, Page 20

blaðið - 19.09.2006, Page 20
32 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006 blaðið fólk folk@bladid.net HVAÐ FINNST ÞER? Nennið þið ekkert að vinna þarna á RÚV? „Ég ætti nú aö reikna saman timana sem ég hef unnið undanfarið, en ég held að ég hafi ekki átt heilan frídag síðan íjúlí. liigólfnr Bjarni Sigfússon, fréttamaður "Róbert Marshall, forstöðumaður NFS, sagði í opnu bréfi til Jóns Ásgeirs Jóhannessonar að mun meira álag væri á starfsmönnum NFS en hjá kolleg- um þeirra á RÚV. Þar vinni menn aöeins 12 daga í mánuði. Fallegt handverk og ljúfir tónar HEYRST HEFUR... Merkurtúnið á Akranesi á sér merka sögu enda uppeldisvöllur margra helstu fót- boltakappa ÍA í gegnum tíðina, þeirra á meðal má nefna menn eins og Pétur Pétursson, Matt- hías Hallgrímsson og Ríkharð Jónsson. Nú á síðsumars- og haustdögum hefur hins vegar litið út fyrir að Merkurtúnið heyrði sögunni til og þar með merkurhluti knattspyrnusögunnar því bæj- aryfirvöld könnuðu möguleika á að kaupa upp hús í útjaðri túnsins með það fyrir augum að byggja stærri hús á túninu. Forráðamenn bæjarins eru nú hættir við þetta og væntanlega léttir mörgum Skagamanninum, ekki síst prestinum Eðvarð Ing- ólfssyni sem hefur haft fyrir sið í lok fermingarfræðslunnar að efna til kappleiks á Merkurtúni þar sem takast á lið fermingar- barna annars vegar og kirkju- starfsmanna hins vegar. Stjörnublaðamaðurinn Brynja Björk virðist ekki vera sérlega mannglögg stúlka. Á dögunum kom fram í Blaðinu að Brynja hefði orðað Björk Guðmundsdóttur við sumarbú- stað á Þingvöllum en á daginn kom að tengsl Bjarkar við húsið fagra voru engin. I nýjasta tölu- blaði Séðs og heyrðs fjallar Brynja um tón- leika hljómsveit arinnar Blood- Hound Gang. Brynju tókst að fara rangt með nöfn allra hljómsveitar- meðlima. Taldi hún meðal annars að söngv- arinn Jimmy Pop bæri nafn gítarleikarans Liipiis Thiinder. Mesta furðu vakti þó að undir stórri mynd af bassaleikarnum Evil Jared stóð að hér sæist gítar- leikarinn Jimmy Pop. „Allt sem varðar tónlist og hann- yrðir geri ég af mikilli ástríðu og gleði,“ segir Helga Soffía Konráðs- dóttir, prestur í Háteigskirkju, þegar hún er innt eftir því hvað blási henni ástríðu í brjóst. Helga Soffía hefur í nógu að snúast í erilsömu preststarfinu en hún gefur sér þó tíma til þess að sinna þessum áhuga- málum sínum af nokkrum krafti. Helga Soffía segist alla tíð hafa heillast mjög af tónlist af ýmsu tagi og skipi hún stóran þátt í lífi hennar. ,Ég hef sérstaklega mikinn áhuga á söng, enda er söngur stór hluti af mínu starfi sem prestur þó engin sérstök krafa sé um að prestar séu góðir söngvarar. Söngurinn er eins- konar ósjálfráð tjáning hjá mér og það má segja að ég syngi alveg eins mikið og ég tala, og þó tala ég ansi mikið,“ segir Helga Soffía hlæjandi. ,Ég hef alltaf verið svo heppin að geta notið samvista við fólk sem syngur mikið og þannig hefur söngurinn orðið mér eiginlegur og sjálfsagður. Um leið geri ég töluverðar kröfur til söngs og ég held ég sé nokkuð kröfuharður hlustandi," segir hún hugsandi. Helga Soffía hefur einnig haft áhuga á hannyrðum frá unga aldri eða allt frá því að hún lærði undir- stöðuatriði þessara lista í barna- skóla. „Ég hef mikla unun af því að sauma út, sauma bútasaum og prjóna flíkur á börnin mín og aðra. Þetta hef ég gert síðan ég man eftir mér og smám saman bætt við þessa þekkingu mína með tímanum. Ég hef verið dugleg að sækja ýmis námskeið á þessu sviði og afla mér þekkingar á tæknilegum hliðum handverksins. En þetta er eins og með allt annað, maður lærir mest á því að prófa sig áfram og verja tíma í þetta.“ Helga Soffía segist einnig hafa mikinn áhuga á því að kynna sér hvaða sigra aðrir vinni á sviði handa- vinnunnar. „Ég hef mjög gaman af þvi að skoða hannyrðir eftir aðra og ég reyni að láta sýningar á hand- verki ekki fram hjá mér fara. Ég nota hvert tækifæri til þess að skoða tækni, handverk og síðast en ekki síst hina listrænu sköpun.“ SU DOKU talnaþraut Lausn síðustu gátu: Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum frá 1-9 lárétt og lóðrétt (reitina, þannig að hvertala komi ekki nema einu sinni fyrir í hverri línu, hvort sem er lárétt eða lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur aðeins nota einu sinni innan hvers níu reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út frá þeim tölum, sem upp eru gefnar. 3 9 2 5 1 4 6 8 7 7 4 6 2 3 8 9 1 5 5 8 1 6 7 9 2 3 4 4 1 9 7 2 3 8 5 6 6 2 3 4 8 5 1 7 9 8 5 7 9 6 1 3 4 2 9 3 5 8 4 2 7 6 1 1 6 4 3 9 7 5 2 8 2 7 8 1 5 6 4 9 3 Gáta dagsins: 3 9 7 5 5 1 8 9 9 6 8 1 7 4 5 8 8 7 9 6 2 1 8 3 2 6 2 7 6 1 4 3 Má bjóða þér að kaupa tannbursta? Á förnum vegi Bloggar þú? Fannar Páll Aðalsteinsson nemi „Nei, ég blogga ekki, ég les bara önnur blogg.“ Hrönn Árnadóttir nemi „Já, ég held úti bloggi. Ég skrifa aðallega um lífið og tilveruna.“ Agnes Guðmundsdóttir nemi „Nei, ég hef engan tíma fyrir blogg. Enda hef ég ekkert merki- legt að segja.“ Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir nemi „Já, ég blogga um allt og ekkert. Annars er mikið af mynd- um inni á blogginu." Gunnar Helgason nemi „Nei, ég hef allt annað við tímann minn að gera.“

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.