blaðið - 19.09.2006, Qupperneq 22
34 ÞRIÐJUDAGUR 19. SEPTEMBER 2006
blaðið
ímarit Máls og menning-
ar, 3. hefti, er nýkomið
út. Forsíðuna prýðir
mynd af Grímseyjar-
björgum, krökkum af
lunda. „Grímsey er eins og leyni-
gestur í þessu hefti,“ segir Silja
Aðalsteinsdóttir, ritstjóri tímarits-
ins. „f fyrravetur fékk ég tilboð um
birtingu bréfs frá ástríðufullum
íslandsvini frá 19. öld, Daniel Will-
ard Fiske, sem fékk íslandsdellu 17
ára gamall og læknaðist aldrei af
henni. Hann kom hingað til lands,
keypti íslenskar bækur og kom upp
frábæru bókasafni í Cornell-há-
skólanum í Bandaríkjunum, Fiske-
safninu. Þórunn Sigurðardóttir
íslenskufræðingur komst í þetta
bréf sem hann skrifaði Gísla Brynj-
úlfssyni, þá 23 ára gamall, þar sem
hann lýsir ást sinni á íslandi. Þegar
ég fékk bréfið í hendur og ákvað
að birta það þá vissi ég ekki hvað
Grímsey myndi skipta miklu máli
fyrir mig sjálfa á árinu.
Fiske er fyrst og fremst minnst
núna vegna tengsla hans við Gríms-
eyinga. Hann kom þangað aldrei
en frétti af skákáhuga eyjarbúa og
gaf skákborð inn á hvert heimili
og tvo glæsilega bókaskápa fulla
af bókum sem enn eru í bókasafn-
inu í Grímsey. Einnig ánafnaði
hann Grímseyingum fjárupphæð
í erfðaskrá sinni. Ég fór til Gríms-
eyjar í sumar, sá bókaskápana og
upplifði hvað Grímseyingar halda
mikið upp á Fiske enn þann dag í
dag. Þeir halda upp á afmæli hans
árlega með stórveislu og þangað
koma börn og gamalmenni og allir
aldursflokkar þar á milli.
Mér fannst gaman að lesa þetta
skemmtilega bréf frá þessum unga
manni frá því fyrir 150 árum og
upplifa hvað hann er lifandi mann-
eskja enn þann dag í dag á þessari
fjarlægu eyju við heimskautsbaug.
Þetta er kannski það efni sem er
mér kærast í heftinu."
Ljóðagerð, pólitík og tungan
Af öðru efni nefnir Silja yfirlits-
rein um ljóðagerð síðasta árs eftir
stráð Eysteinsson: „Ástráður ger-
ir manni stóran greiða með þessari
grein því hann las allar ljóðabæk-
urnar frá því í fyrra, 40 bækur, og
veltir vöngum yfir því hvernig Is-
lendingar yrkja nú til dags og hvort
eitthvað nýtt sé á seyði eða hvort
ljóðskáldin séu öll meira og minna
Silja Aðalsteinsdóttir
„Ég vil þvíhvetja ungt fólk sem
hefur áhuga á íslenskri tungu,
bókmenntum og listum til að
athuga hvort tfmaritið sé ekki
eitthvað fyrirþað."
, v J I
komin í sama farið.
í heftinu er svo pólitísk grein um
miðjuna hörðu og hina mjúku henti-
stefnu eftir Stefán Snævarr. Þetta er
góð greining á almennum stjórn-
málum nú til dags og gífurlega lærð
grein með mörgum tilvitnunum en
líka mörgum skemmtilegum athug-
unum hjá Stefáni.
Gísli Sigurðsson, íslenskufræð-
ingur og rannsóknaprófessor við
Árnastofnun, íhugar þá umræðu
sem geisaði síðastliðið vor um
íslenska tungu, hvers konar mál-
pólitík við höldum uppi og hvert
hún muni leiða okkur. Þetta er
fyrri hluti greinar hans en seinni
hlutinn birtist í næsta hefti í nóv-
ember.“
Nauðsynlegt að yngja upp
í tímaritinu eru ljóð eftir ýmsa,
saga eftir Steinar Braga og óvenju
margir ritdómar. „Ég finn það
á viðtökunum við þessu hefti að
gagnrýni mörgum mánuðum eft-
ir að bók kemur út er afskaplega
þakklátt efni, bæði hjá lesendum
og höfundum sem fá þarna iðu-
lega svolítið hugsaðri umsagnir en
í hasarnum fyrir jólin," segir Silja.
„Þarna er skrifað um nokkrar skáld-
menningarmolinn
Afmælisborn dagsms
WILUAM GOLDING RITHÖFUNDUR, 1911
JEREMY IRONS LEIKARI, 1948
EMILZÁTOPEK LANGHLAUPARI, 1922
y -[HlRAPy \ Til vonar og vara
Vaseline -
V\V
Vaseline
; Vaselirie
) iMtcrslv^Care
Leynigestur TMM
Vasa
línan
Nú líka með
ALOE VERA
kolbrun@bladid.net
Spenna og
skemmtun
Hjá Máli og menningu er komin
út í kilju Berlínaraspirnar eftir
Anne B. Ragde. Pétur Ástvalds-
son þýddi.
[ dimmum
desemb-
ermánuði
liggur
gömul
kona fyrir
dauðanum í
Þrándheimi.
Á meðan
hún bíður
örlaga
sinna þurfa
eiginmaður
hennar,
þrír synir og sonardóttir að
takast á við atburði fortíðar til
þess að geta hafið nýtt líf. En
hvernig eiga gamall maður sem
þvær sér ekki, hundaþjálfari,
smámunasamur útfararstjóri,
svínabóndi og samkynhneigður
gluggaútstillingarmeistari að
finna sameiginlegan takt í tilver-
unni?
Anne B. Ragde er nú vinsæl-
asti höfundur Noregs. Berlínara-
sþirnar varð margföld metsölu-
bók í Noregi, skaut Da Vinci
lyklinum aftur fyrir sig, enda
er hún skrifuð af miklu næmi
fyrir ólíkum hliðum tilverunnar
og snýst um grundvallarspurn-
ingar; hvernig hægt er að sætt-
ast við tilveruna í stað þess að
flýja hana
y/t-
Margföld
verðlauna- og
metsölubók
Hjá Máli og menningu er komin
út í kilju Stutt ágrip
af sögu
traktorsins
á úkraínsku
eftir Marinu
Lewycka.
Guðmundur
Andri Thors-
son þýddi.
Þegar
faðir
systranna
Veru og
Nadezhu,
nýlega orð-
inn ekkill, tilkynnir þeim að hann
hyggist giftast aftur, verður
þeim Ijóst að þær verða að
leggja til hliðar ævilangt hatur
sitt hvor á annarri til þess að
bjarga honum. Nýja ástin hans
er nautnasjúk Ijóska með stór
brjóst sem svífst einskis í þrá
sinni eftir vestrænum lúxuslifn-
aði sem hún sér í hillingum. En
gamli maðurinn á sér líka sína
drauma, auk þess sem hann
þarf að halda áfram að skrifa
sögu traktorsins í Úkraínu.
Stutt ágrip af sögu traktors-
irrs á úkraínsku sló rækilega í
gegn í Bretlandi og fer nú mikla
sigurför um Évrópu. Hún var
tilnefnd til bæði Booker- og Or-
ange-bókmenntaverðlauna og
er ein mest selda bók síðustu
ára í Bretlandi.
Khrústsjov kemst ekki í Disneyland
Á þessum degi árið 1959 reiddist
sovéski leiðtoginn Nikita Khrúst-
sjov þegar honum var tilkynnt að
hann gæti ekki heimsótt Disney-
land. Khrústsjov var i heimsókn
í Bandaríkjum þar sem hann átti
fund með Eisenhower forseta.
Hann fór í skoðunarferð til Los
HOU
PET«
°CKfT
Angeles og heimsótti kvikmynda-
ver í Hollywood. Hann vildi fara
í Disneyland en var sagt að vegna
öryggisráðstafana væri það ekki
mögulegt. Khrústsjov reiddist illa
og þrumaði: „Ég segi að mig langi
mikið til að fara í Disneyland. Þá er
mér sagt að ekki sé hægt að tryggja
öryggi mitt. Hvað á ég þá að gera?
Fremja sjálfsmorð? Hvað er að ger-
ast? Ér kólerufaraldur í gangi þar
eða hvað? Eða hafa bófaflokkar
lagt undir sig staðinn og vilja skaða
mig?“ Hann yfirgaf Los Angeles
morguninn eftir.
sögur og ævisögur sem komu út fyr-
ir síðustu jól.“
Þegar Silja er spurð hvernig gangi
að halda tímaritinu úti segir hún:
„Það mætti alveg ganga betur. Það
gengur ekki illa en fyrir svona rit
er nauðsynlegt að yngja upp áskrif-
endahópinn hjá sér. I þessu nýjasta
hefti er fjallað um leikhúsbylting-
una þar sem Þórhildur Ólafsdóttir
tekur viðtal við leikara, leikstjóra
og leikhússtjóra. Eitt af því sem þeir
tala um er að það þurfi að yngja
upp áhorfendur í leikhúsunum því
annars muni leikhúsið deyja út.
Það er alveg eins með svona tíma-
rit. Áskrifendahópurinn má ekki
eldast úr hófi. Ég vil því hvetja ungt
fólk sem hefur áhuga á íslenskri
tungu, bókmenntum og listum til
að athuga hvort tímaritið sé ekki
eitthvað fyrir það.“
Þeir sem vilja gerast áskrifend-
ur að Tímariti Máls og menningar
geta haft samband við Silju og póst-
fangið er silja.adal@simnet.is