blaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 32

blaðið - 23.09.2006, Blaðsíða 32
32 LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 blaðið ■ Blaðamaðurinn Ori- ana Fallaci var til grafar borin í Flór- ens síðastliðinn sunnudag, en hún hafði látist í fæðing- arborg sinni tveim- ur dögum áður. Þangað hafði hún snúið aftur með leynd úr áratugalangri sjálfskipaðri útlegð í New York-borg til þess að deyja á sinni heittelskuðu Ítalíu, en hitt er svo annað mál hversu mikils hún mat ftali eða þeir hana. Dauðinn kom Fallaci ekki á óvart, hún hafði átt í hetjulegri baráttu við brjóstakrabba um fimmtán ára skeið og hún talaði opinskátt um það við vini sína þegar hún fann feigðina nálgast. Ofmælt er að segja að hún hafi fagnað dauðanum - hún taldi sig eiga margt óunnið - en hún hafði frá barnæsku vanist nábýli við dauðann og þó hún fylltist á stund- um heilagri reiði gagnvart illsku mannanna og afleiðingum hennar, var hún merkisberi mennsku og mannúðar. I þeirri afstöðu var hún beinlínis herská, enda taldi hún að mönnurrt bæri skylda til þess að verja siðmenninguna gegn óvinum hennar. Oriana Fallaci fæddist árið 1929 og var því 77 ára gömul er hún gaf upp öndina. Falacci-fjölskyldan var vinstri- sinnuð, en fasistar höfðu verið við völd í sjö ár þegar Oriana fæddist og þrengdu sífellt meira að andstæðing- um sínum. Henni var því andstaðan við hvers konar yfirvald í blóð borin og þegar í æsku kynntist hún því hvernig fasistar þjörmuðu að föður hennar með barsmíðum og pynting- um. Þetta setti vitaskuld sitt mark á heimasætuna og hún var ekki fullra þrettán ára þegar hún tók þátt í and- spyrnuhreyfingunni. En það var ekki fyrr en eftir stríð- ið, sem Oriana Fallaci fann köllun sína og það var í blaðamennsku. Fyrst og fremst vegna þess að hún vildi skrifa. Síðar lýsti hún uppgötv- un sinni svo: „Ég settist við ritvélina í fyrsta sinn og féll í stafi yfir orðunum sem drupu á síðuna líkt og dropar, eitt og eitt, og sátu eftir á hvítri pappírsörk- inni ... sérhvert orð varð eitthvað, sem upphátt hefði flögrað burtu, en sem orð á blaði tóku þau á sig fasta mynd, hvort sem þau voru vel eða illa valin.“ Það var þó ekki fyrr en á sjöunda áratugnum, sem hún vakti verulega athygli á alþjóðavettvangi. Þá hóf hún feril sinn sem stríðsfréttaritari og vakti heimsathygli sem slík í Ví- Spámaður án röðurlands ítalska blaðakonan Oriana Fallaci lést um liðna helgi eftir áralanga baráttu við krabbamein, 74 ára að aldri. Hún átti œvintýralega œvi, en þegar um fermingu barðist hún með andspyrnuhreyfingunni gegn fasistum. Síðar gat hún sér mikla frœgð fyrir stríðsfréttamennsku og beinskeytt viðtöl, en síðari hluta cevinnar helgaði hún vörninni fyrir vestrœnni menningu, sem hún taldi sorfið að úr öllum áttum, að innan sem utan. etnam. Óvenjulegt þótti að ítölsk ing hún reyndist hafa á hermennsk- Viðtalasnillingurinn heimskona og fegurðardís stormaði unni. Þar bjó hún vafalaust að 1 kjölfar þeirrar athygli sigldi nýr inn á vígvöllinn í fylgd hermanna, reynslu sinni með andspyrnuhreyf- kafli á blaðamannsferlinum. Fallaci en ekki síður hversu næman skiln- ingunni í stríðinu heima. notaði frægð sína til þess að ná at- BrAGÐGÓÐ KEX n Tilvalin sem nesti í skólann og vinnuna Pakkað í umbúðir sem gerir það sérlega hentugt SEM NESTI í SKÓLANN OG VINNUNA □ • Enginn hvítur sykur • Engar hertar fitur • Lífrænt ræktað hráefni Fæst í heilsubúðum og helstu matvöruverslunum Dreifing: Yggdr asill EHF SUÐURHRAUN 12b Garðabæ J hygli heimsleiðtoga og listamanna og á daginn kom að hún var jafnvel snjallari í að taka viðtöl en að lýsa stríðshörmungum. Sagt var að eng- inn dirfðist að neita henni um við- tal, en þegar á hólminn var komið átti hún einstaklega auðvelt með að mæla viðmælandann út á auga- bragði og draga fram svör við erf- iðustu spurningum. Þrátt fyrir að Fallaci hefði óbeit á opinberum orða- skiptum var hún mikill samræðu- snillingur og flestir viðmælendurn- ir hrifust af henni. Og stundum var hrifningin gagnkvæm. En stundum fylltist hún líka andstyggð á þeim og þá gat það skinið í gegn. Samt sem áður gerði hún skýran greinarmun á því sem sagt var til birtingar og hins sem þeim fór á milli í persónulegum samræðum og það kunnu margir að meta. En hún tók engum silkihönskum á þeim samt. Hinn annálaði bragð- arefur Henry Kissinger, sem jafn- an skákaði véfréttinni í Delfí hvað óljós svör áhrærði, játaði síðar að viðtal Fallaci við sig hefði verið hið langerfiðasta á löngum ferli. Sagði hann að hann hefði aldrei séð jafn- mikið eftir neinu viðtali eins og því og gaf til kynna að það hefði verið ójafn leikur. Hefur Kissinger þó jafnan haft mikið álit á eigin gáfum. Áður en viðtalið var á enda hafði Kissinger játað að Víetnamstríðið væri tilgangslaust og líkt sjálfum sér við vanmáttugan lögreglustjóra í kúrekamynd. Gegn íslamistum Á vegferð sinni þroskaðist hug- myndaheimur Fallaci og hún neit- aði að láta skilgreina sig til hægri eða vinstri, kvaðst standa með manninum og siðmenningunni. í hinum langvinnu og djúpstæðu pólitísku átökum á Ítalíu féll sú af- staða ekki í góðan jarðveg. Þar voru menn nánast skikkaðir í skotgrafirn- ar sitt hvorum megin víglínunnar milli hægrisinnaðra kaþólikka og guðlausra kommúnista. Fyrir vikið sætti hún dæmafáum árásum heima fyrir, bæði frá hægri og vinstri. Að lokum tók hún föggur sínar saman og fluttist til Bandaríkjanna. Um leið dró hún sig í hlé sem blaðamað- ur þó hún ynni að ritun bókar. En heimurinn breyttist hinn 11. september 2001, ekki síst í New York-borg, þar sem hún hafði sest að. Nokkrum dögum síðar talaði rit- stjóri Corriere della sera, virtasta dagblaðs Ítalíu, við Fallaci og bað hana að skrifa grein um þessa voða- atburði. Sagan segir að hún hafi ekki sofið í nokkra sólarhringa og varla nærst á öðru en sígarettum og espresso. Og svo sendi hún grein- ina. Ritstjórinn hringdi aftur og sagði henni að hann gæti ekki birt grein, sem væri á þriðja tug síðna í dagblaði. Honum að óvörum sam- þykkti Fallaci að stytta hana. Alveg niður í 17 síður. En þannig var hún birt og það sem meira er: þetta var mest selda tölublað í ítalskri blaða- sögu. Grunnurinn í greininni (sem seinna kom út á bók, er nefnist The Rage and the Pride á ensku) var að hinn íslamski heimur hefði fyrir löngu lýst y fir stríði gegn Vesturlönd- um, innrásin væri löngu hafin með gífurlegum straumi innflytjenda og að óvist væri að Evrópa eða vestræn siðmenning ætti sér viðreisnar von. 1 nafni umburðarlyndis vildu marg- ir ekki verjast ásókn þess umburðar- leysis, sem hún sagði felast í íslam. Eins og nærri má geta varð greinin ekki til þess að auka friðinn um La Fallaci eins og tekið var að nefna hana í ítölsku blöðunum. Hún sætti stöðugum líflátshótunum, máls- sóknum og öðru áreiti, en þrátt fyr- ir að henni elnaði sóttin lét hún sig ekki og hélt áfram að skrifa fram á þetta haust. Hún dó eins og hún lifði: stolt, viss í sinni sök og varð að lokum hluti sögunnar sem hún vildi ekki að nokkur gleymdi. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.