blaðið - 23.09.2006, Síða 41
blaðið
LAUGARDAGUR 23. SEPTEMBER 2006 41
FORMA í WASA
( kvöld klukkan 21 veröa styrktartónleikar
FORMA haldnir á Nasa við Austurvöll. Fram
koma meðal annars Helgi Ualur og Lay Low.
Laugardagur 23.09.06
>ing um Mill
09.15 Malþing um J.S. Mill í
Háskóla (slands, Öskju N-132.
Tilefnið er 200 ára fæðingaraf-
mæli heimspekingsins og munu
tíu heimspekingar stíga á stokk
og halda erindi um þýðingu hug-
mynda hans.
Opnuní
Gerðubergi
16:00 Opnun í GerSubergi á
Ijósmyndasýningu Ara Sig-
valdasonar. Ari hefur um langa
hríð verið duglegur að mynda
mannlif í Reykjavík og hér má
sjá árangurinn.
Gjörningur
í Listasafni
Reykjavíkur
16:00 Magnús Árnason fremur
gjörning á sýningunni Pakkhús
postulanna í Listasafni Reykja-
víkur. Magnús hefur á liðnum
árum getið sér gott orð fyrir
innsetningar sínar og gjörninga
og munu gestir ekki verða fyrir
vonbrigðum
Tónleikar í
Hellinum
19:30 Carpe Noctem, Stálregn,
Diabolus og Kuraka spila í
Hellinum, Hólmaslóð 2. Hljóm-
sveitirnar eru ungar og ferskar
og munu án efa hrista upp í
gestum
Björgvin og
Sinfónían
20:00 Björgvin
Halldórsson
heldurtónleika
með Sinfón-
íuhljómsveit
(slands. Goðið
sjálft mun
stíga á svið
með Mela-
bandinu og
flytja gamla
og nýja slag-
araaf sinni al-
kunnu snilld.
Köngulær á
Hressó
22:00 Köngulóarbandið á
Hressingarskálanum. Þeir sem
vilja taka sporið ættu að kíkja á
Hressó og dilla sér við undirleik
Köngulóarbandsins.
Sunnudagur 24.09.06.
10.00 Kyrrðardagur í Viðéy.
Gesta bíður dagskrá í Viðey
sem standa mun til klukkan
18:30. Séra Jakob Ágúst Hjálm-
arsson mun stjórna dagskránni.
Atómstöðin á
Gljúfrasteini
16:00 Spjallað um Atómstöðina
á Gljúfrasteini. Jón Karl Helga-
son bókmenntafræðingur mun
ræða Atómstöðina við gesti í
stofunni undir yfirskriftinni „At-
ómstöðin: her og bein".
Unglingamót á Gufuskálum
Nú um helgina verður unglinga-
mótið SAMAN haldið á Gufuskál-
um á Snæfellsnesi. Von er á um 90
ungmennum á aldrinum 15-18 ára og
munu þau kynnast starfi björgunar-
sveitanna undir dyggri handleiðslu
30 reyndra björgunarsveitarmanna.
ón Ingvar Bragason er fræðslustjóri
BlS og segir hann að krakkar sem
sæki námskeiðið skili sér vel inn í
björgunarsveitirnar sem sé ómetan-
legt því hin síðari ár hafi ekki geng-
ið nógu vel að manna björgunarsveit-
ir landsins.
„Það hefur líka sýnt sig að þeir sem
sótt hafa þessi mót eru mun betur í
stakk búnir til þess að takast á við
krefjandi starf björgunarsveitar-
mannsins en þeir sem ekki hafa tek-
ið þátt í mótinu. Krakkarnir fá að
reyna sig í rústabjörgun, björgun á
sjó og fleiri verkefnum sem björgun-
arsveitir þurfa að kljást við. Á mót-
inu reynum við að sameina gaman
og alvöru, leik og lærdóm,“ segir Jón
Ingvar og hlakkar til mótsins um
helgina.
VIKA SIMENNTUNAR
24.-30. september 2006
skra sk,
ÍVIKU V
símenntunar
Endurgjaldslaus námskeið í boði fyrir fyrirtæki
Fyrirtækjum er boðið að velja á milli neðangreindra námskeiða
fyrir starfsmenn sína. Námskeiðin eru öllum starfsmönnum
viðkomandi fyrirtækis opin, þau eru haidin í fyrirtækinu. Hvert
námskeið stendur í 45-60 mínútur.
o Stafsetning - ekki hindrun!
Ingibjörg Stefánsdóttir, verkefnisstjóri hjá Mími
Margir telja sig ekki kunna nóg í stafsetningu til þess að geta
sent frá sér texta. Hér verður fjallað um hvað það er sem gerir
texta góðan og hvernig beita má ýmsum hjálpartækjum til þess
að leiðrétta texta. Námskeiðið er í boði allan daginn mánudaga,
miðvikudaga og föstudaga og fyrir hádegi á þriöjudögum og
fimmtudögum.
0 Árangursrík samskipti á vinnustað og starfsánægja
Björn Hafberg, náms- og starfsráðgjafi
Ánægt starfsólk er meginforsenda þess að fyrirtæki eða stofnun
nái árangri. Samskipti þurfa meðal annars að byggja á virðingu
og skilningi. Við þurfum að geta brugöist við bæði með hrósi
og gagnrýni, geta tekið á ágreiningsmálum o.fl. Stutt kynning
á hagnýtum leiðum til að takast á við þessi viðfangsefni og
önnur sambærileg kemur öllum að góðum notum. Námskeiðið
er í boði alla daga vikunnar.
o Þú átt orðið!
Margrét Péturdóttir, leikari
Á þessu örnámskeiði verður farið í undirstöðuatriði góðrar
framsagnar og miðlunar á munnlegum texta. Einnig verða skoðuð
streituviðbrögð og hvernig hægt er að sigrast á þeim. Mottó
námskeiðsins er: Stessið er Vinur minn! Námskeiðið er í boði
á mánudögum kl 8-10, þriðjudögum kl. 10-11.30, miöviudögum
og föstudögum eftir kl 15.00 og fimmtudögum eftir kl 12.00.
o Áhugi, lífsgildi og starfsánægja
Sigríður Dísa Gunnardóttir og Sigrún Þórarinsdóttir
náms- og starfsráðgjafar
Áhugi og lífsgildi endurspegla hvaða athafnir og viðfangsefni
skipta þig máli og eru líkleg til að veita ánægju í lífi og starfi.
Á námskeiðinu verða kynntar leiðir til að læra að þekkja betur
áhugasvið og lífsgildi og hvaða áhrif þessir þættir hafa á starfsánægju
og lífsstíl. Námsskeiðið er í boði á þriðjudögum og föstudögum.
© Létt axla- og höfuðnudd í sætinu þínu
Ragnar Sigurðsson, nuddari
Hvernig getur þú losað um vöðvastreitu hjá vinnufélaga þínum
með léttu nuddi I vinnunni? Létt axla- og höfuðnudd kennt þannig
að tveir og tveir vinna saman. Tímasetningar námskeiðs eru
samkomulag.
0 Tölum saman á íslensku
Sólborg Jónsdóttir, Vala S. Valdimarsdóttir og
Þorbjörg Halldórsdóttir verkefnissstjórar íslensku fyrir
útlendinga hjá Mími
Boðið er upp á þessi fjögur örnámskeið fyrir erlenda starfsmenn.
Námskeiðin eru í boði alla daga kl 9-15.
Halló! Að tala í símann á íslensku
- Að svara og hringja
- Að taka skilaboð
- Að panta tíma og fá upplýsingar
Að versla á Islensku
- Að panta og tjá sig á veitingastöðum
- Að skoða og versla í búðum
Taktur og tjáning
- íslenskur framburður æfður með taktaðferð
- Leikir og dans
Heilsutengd íslenska
- Hvað á að segja við lækninn?
- Líðan og tilfinningar
C Tölum saman á tælensku
Gyða Björk Hilmarsdóttir, kennari
Kynning á tælenska stafrófinu. Kveðjur og kurteisisorð kynnt og
æfð. Innsýn í tælenska siði og venjur. Námskeiðið er í boði alla
daga vikunnar kl. 9-15.
0 Tölum saman á pólsku
Peter Vosicky, kennari
Kynning á pólska stafrófinu. Kveðjur, kurteisisorð og orð um
tímann kynnt og æfð. Innsýn í pólska siði og venjur. Tímasetningar
námskeiðs eru samkomulag.
Opin dagskrá
íhúsnæði Mímis
Haldin verða haldin námskeið í hádeginu alla daga vikunnar
kl. 12.10-13.10, nema kl. 9.00-10.00 á miðvikudaginn.
Þessi námskeið eru án endurgjalds og opin fyrir alla.
Nánari upplýsingar á mimir.is og vikasimenntunar@mimir.is
M MÍMIR
8 * símenntun
Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími 580 1800 • www.mimir.is