blaðið - 27.09.2006, Side 1

blaðið - 27.09.2006, Side 1
 ■ HEIMILI Samvinna prjónaverkstæðisins við fimm hönnuði gengur undir nafninu Vík Prjónsdóttir I SlÐA 36 ■ FOLK Heiðdís Lilja ritstjóri Nýs Lífs fer nokkrum sinnum í viku í ræktina sé hún í rétta grírnum | S(ÐA 32 213. tölublað 2. árgangur miðvikudagur 27. september 2006 FRJALST, OHA m, t YPIS! \'v¥ Jón Sigurðsson og Geir H. Haarde Þeir kynntu samkomulag milli Bandaríkjanna og Islands um brotthvarf Varnarliðsins en vildu ekkert segja um hverjar varnir Islands verða eftir að herinn er farinn. Stjórnarandstaðan segir ráðherrana tvo eina vita hverjar varnirnar eru. Samkomulag um viðskilnaðinn er hins vegar ekkert leyndarmál og sitt sýnist hverjum um það. Samkomulag náöist um áframhaldandi varnarsamstarf íslands og Bandaríkjanna: Þögn um varnir Islands ■ Ekkert sagt öryggisins vegna ■ Segja varninar tryggar ■ Aðeins tveir vita um varnirnar Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Varnir íslands verða innan seilingar ef á þarf að halda og Bandaríkjaher hefur fullvissað okkur um að hann muni beita öllum sínum hernað- arstyrk ef til þess kemur. Margur myndi þiggja slíka skuldbindingu af þeirra hálfu,” .segir Geir H. Haarde forsætisráðherra um samkomulag íslands og Bandaríkjanna um varnarsamstarf. Hann telur íslensk stjórnvöld hafa náð megin- markmiðum sínum í viðræðunum og að árangur- inn sé mjög svo viðunandi. Forsætisráðherra segir að varnaráætlun og samskiptaleiðir á hættutímum liggi fyrir en af ör- yggisástæðum verði það ekki kynnt almenningi. Ossur Skarphéðinsson, fulltrúi Samfylkingar í utanríkismálanefnd, er ósáttur við þetta ráðslag. ,Mér finnst öldungis fráleitt að þungamiðjan í þessu pólitíska samkomulagi við Bandaríkja- menn skuli vera varnaráætlun sem er öllum íslendingum leynileg nema tveimur ráðherrum.” „Varnaráætlun Bandaríkjahers gerir ráð fyrir loftvörnum og varnaræfingar hersins hér á landi munu efla þær,” segir Geir. „Jafnframt munu Bandaríkjamenn sýna sig með öðrum hætti, til dæmis með komu herskipa. Hver kemur hvaðan og klukkan hvað verður ekki gefið upp” Hann telur hins vegar ekki útilokað að aðrar Evrópuþjóðir muni sýna áhuga á varnarskuld- bindingum af einhverju tagi og vilji koma hingað til heræfinga í því sambandi. Jón Sigurðsson, starfandi utanríkisráðherra, ítrekar að ekki muni skapast tómarúm í öryggismálum landsins eftir brottför varnarliðsins. „Framundan er breytingatími og kaflaskil í sögu íslands á mikilvægu sviði varnarmála. Hér verður ekki tómarúm í öryggismálum landsins þó svo að varnirnar séu ekki staðbundnar á Keflavíkurflugvelli. Áfram verða virkar varnir tryggðar,” segir Jón. Sjá einnig síður 4 og 6 JAÐARSPORT »síða41 B VEÐUR » síða 2 BORN » síður 21 -28 Vöxtur í kayakklúbbi Ásta Þorleifsdóttir hefur stundað kajaksiglingar um langt skeið. Hún sér það á umferðinni í Reykjavík hve mjög íþróttin hefur vaxið því margir eru komnir með kajakfest- ingar á topp bílanna. Þurrt í Reykjavík Dálítil súld eða rigning norðan- og austanlands, en annars þurrt að kalla. Hiti 4 til 13 stig að deginum, hlýjast á Suðvesturlandi. Sérblaö um börn og uppeldi fylgir blaöinu ídag MENNING » síða 34 Myndar úr launsátri „Ég hef verið að taka myndir í um tutt- ugu ár,” segir Ari Sigvaldason frétta- maður sem heldur Ijósmyndasýningu í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi. „Með hverri mynd segi ég litla sögu. Flestar mynd- irnar eru spaugilegar en sumar Ijúfsárar.” Slíðra sveröin Tony Blair hrósaði Gordon Brown í hás- tert á flokksþingi Verkamannaflokksins breska í gær. Mikið hefur verið rætt um ósætti forsætisráðherrans og fjármálaráðherra hans að undanförnu. Sjálfir hafa þeir lofsungið hvor annan en forsætisráðherrafrúin er sögö hafa kallað ráðherrann lygara.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.