blaðið - 27.09.2006, Side 10

blaðið - 27.09.2006, Side 10
TjTKfðTiSr 10 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 blaöiö UTAN UR HEIMI Abe forsætisráðherra Shinzo Abe hefur verið kosinn forsætisráðherra Japans en hann tryggði sér stuðning meirihluta þing- manna í báðum deildum þingsins. Abe tekur við af flokksbróður sínum Junichiro Koizumi. EGYPTALAND Reisa kjarnorkuver Egyþtar hyggjast endurreisa kjarnorkuáætlun sina og ætla að reisa nýtt kjarnorkuver sem á að hefja raforkuframleiðslu innan tíu ára. Egyptar iétu af kjarnorkuáætlun sinni á sínum tíma í kjölfar kjarn- orkuslyssins í Tsjernóbíl fyrir tuttugu árum. Skilyrt aðild Evrópusambandið tilkynnti í gær að Rúmenar og Búlgarar fái aðild að sambandinu en aðildin verður í fyrstu háð ströngum skilyrðum um frekari umbætur í löndunum. Ríkin geta fengið aðild á næsta ári. Skilyrðin ná meðal annars til hertari aðgerða gegn skipulagðri glæpastarfsemi í lönd- unum og umbóta á ríkisstyrkjum til landbúnaðargeirans. Sjúkraliðar: Styðja kröfur starfssystkina Sjúkraliðar á Akranesi og á Heilbrigðisstofnun Austurlands hafa lýst yfir stuðningi við kröfu sjúkraliða á Landspítalanum - há- skólasjúkrahúsi um að gengið verði frá nýjum stofnanasamn- ingi tafarlaust. Var yfirlýsingin samþykkt á fjölmennum fundum fyrir norðan og austan síðastliðið mánudagskvöld. Eins og fram hefur komið segja sjúkraliðar á Landspítalanum - háskólasjúkrahúsi að viðvarandi álag og ofbeldi í vinnu valdi því að margir þeirra hafi hætt eða íhugi að hætta störfum. Krefjast þeir Standa saman Sjúkraliðará landsbyggðinni hafa lýst stuðningi við kröfur starfssystkina sinna á Landspítalanum. þess að kjör þeirra verði metin með tilliti til menntunar og að heilbrigðisráðherra beiti sér fyrir lausn á vandanum. }' KRAFTVtlAR Komatsu WH609 með göfflum.skóflu og hliðarfærslu. Komatsu WH714 með göfflum, skðflu og hliðarfærslu. Komatsu WH716 meðgöfflum, skóflu og mannkörfu. Frekaríupp- lýslngarhjá sölumönnum Kraftuéla ehf 535-3500 ryggisvika sjomanna Tæknlleg samvlnna úígjiBirð®, áteáta @g siðBSst í Bandl SJÓMENN! TÖKUM HÖNDUM SAMAN í TILEFNI ÖRYGGISVIKU SJÓMANNA OG HÖLDUM BJÖRGUNARÆFINGAR UM BORÐ í SKIPUM OKKAR fimmtudaginn 28. september nk. kl. 13:00. Minnum á ráðstefnu um öryggi sjómanna í hátíðarsal Fjöitækniskóla íslands í Reykjavík 1 miðvikudaginn 27. september nk. kl. 9:30 til 17:30. ALLIR VELKOMNIR Aðgangur ókeypis Að undirbúningi stonda: Samgönguráðuneytiö, Siglingastofnun íslands, Slysavarnafólagið Landsbjörg, Landhelgisgœsla (slands, Samband íslenskra kaupskipaútgerða, Landssamband íslenskra útvegsmanna, Landssamband smábátaelgenda, Farmanna- og fiskimannasamband (slands, Vól. nnasamband (slands. Strandsiglingar: Hafnirnar tilbúnar ef kallið kemur ■ Tekjur af hafnar- og vörugjöldum á ísafirði minnkuðu um 75 prósent ■ Hafnirnar ekki fullnýttar ■ Vonast eftir verkefnum Eftir Atla isleifsson atlii@bladid.net „Ef menn vilja sigla þá eru aðstæður hér á Akureyri góðar,“ segir Hörður Blöndal, hafnarstjóri Akureyrar- hafnar. „Við erum alveg í stakk búnir að taka við skipum og öll að- staða er fyrir hendi. Ef menn telja að skynsamlegt sé að sigla aftur þá stendur ekki á höfnunum að taka við skipum og þetta yrði að sjálf- sögðu mikil tekjubót fyrir höfnina." Starfsmenn samgönguráðuneytis- ins kanna nú hvort hugsanlegt sé að taka upp strandsiglingar við landið að nýju að einhverju leyti. Sam- gönguráðherra hefur óskað eftir að málið verið kannað í tengslum við endurskoðun á samgönguáætlun og eftir umræðu um álag á vegakerfið. Hörður segir Akureyrarhöfn fagna því ef einhverjir taki upp á því að sigla aftur til Akureyrar. „Við tökum vel á móti þeim og teljum það hið besta mál. Ákvörðunin liggur hins vegar ekki hjá höfn- unum. Allar slíkar breytingar á að gera á rekstrarlegum forsendum og ef einhverjir vilja tala við okkur á þeim forsendum þá erum við fúsir til samstarfs." Tekjuraf gámaflutningum hafa minnkað Hörður Blöndal, hafnarstjóri á Akureyri Að sögn Harðar er erfitt að segja hve tekjuskerðingin hafi verið mikil þegar strandsiglingar lögðust af á sínum tíma. „Þetta voru áætlunar- siglingar, en nú er meira um að leigu- skip séu að koma með staka farma. Að sjálfsögðu misstum við talsverðar tekjur af vöruflutningum þegar strandsiglingar lögðust af. Ekki er þar með sagt að vöruflutningar í höfninni hafi verið úr sögunni. Þvert á móti breyttist þetta þannig i tilfall- andi og fleiri heilfarma þar sem skip koma sem hlaðin eru einhverri einni ákveðinni vöru. Tekjur af gámaflutn- ingum hafa hins vegar minnkað." Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri Isafjarðarhafnar, tekur undir með Herði og segir að ekki þurfi að breyta neinu í hafnarað- stöðu ef strandsiglingar yrðu teknar upp að nýju. „Höfnin er ekki full- nýtt eins og staðan er nú. Menn sáu skýran mun á verði, en mun dýrara Umferð flutningabila alltofmikil Guðmundur M. Kristjánsson, hafnarstjóri á Isafirði var að flytja vörur með bílum en með skipum.“ Tekjuskerðingin varð mikil fyrir ísafjarðarhöfn þegar strandsigling- arnar lögðust af. „Eg hugsa að tekjur af vörugjöldum og hafnargjöldum hafi minnkað um 75 prósent hjá okkur. Fyrir litla hafnarsjóði eins og hjá ísafjarðarbæ er þetta að sjálf- sögðu mikil tekjuskerðing," segir Guðmundur. Guðmundur vonast til að strand- siglingar verði teknar upp að nýju. „Maður hefur oft heyrt samgöngu- ráðherra lýsa því yfir síðustu vikur að hann vilji sjá þessa flutninga fara í auknum mæli á sjóinn. Ég vona svo sannarlega að við berum gæfu til þess að gera það. Þessi umferð flutningabíla á vegunum er alltof mikil. Við þekkjum það best sem búum við lélegt vegakerfi. Vegirnir eru ónýtir vor og haust og þetta er ekki mönnum bjóðandi." Bílasöluumboð í Ohio: Heilögu stríði í bílasölu aflýst Eigandi Mitsubishi-bifreiðaum- boðs í Columbus í Ohio-ríki í Banda- ríkjunum hefur beðist afsökunar á auglýsingaherferð í útvarpi sem vakti athygli á að umboðið hefði lýst yfir „heilögu stríði” gegn verðlagi á bíla- markaði og væri með sérstök tilboð fyrir viðskiptavini á svokölluðum „fatwa-föstudögum”. Umboðið auglýsti einnig að börn viðskiptavina sem litu við fengju gef- ins arabískplastsverð og að sölumenn- irnir yrðu klæddir að sið strangtrú- Bílar til sölu Á Islandi þurfti ekki að auglýsa heilagt stríð til að tvöfalda sölu Mitsubishi-bíla árið 2004. aðra og væru með bifreiðar sem gætu auðveldlega rúmað tólf íslamska vígamenn aftur í. Samtök múslíma í Bandaríkjunum mótmæltu auglýsing- unni og sögðu hana móðgandi. Eig- andi umboðsins brást við umkvörtun múslímanna og hætti að birta hana og baðst afsökunar á henni. í tilkynn- ingu frá umboðinu kom fram að þrátt fyrir að mörgum hafi þótt þema aug- lýsingarinnar sniðug hefðu mun fleiri móðgast og þar af leiðandi yrði hún ekki birt á öldum ljósvakans framar.

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.