blaðið - 27.09.2006, Síða 15

blaðið - 27.09.2006, Síða 15
blaðið MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 15 Utanríkisráðherra Bandaríkjanna: Hernaðaráætlanir Clintons ekki nákvæmar Condoleezza Rice, utanríkis- ráðherra Bandaríkjanna, vísar ummælum Bills Clintons, fyrrum Bandaríkjaforseta, um að hann hafi skilið eftir sig ítarlegar áætl- anir um hvernig ætti að berjast gegn Al-Kaeda-hryðjuverkanetinu algjörlega á bug. I viðtali við Fox-sjónvarpsfrétta- stöðina á sunnudag sagði Clinton að George Bush, núverandi forseti, hafi gert mun minna en hann sjálfur til þess að berjast gegn Al- Kaeda og Osama bin Laden. Clin- ton sagði ennfremur að núverandi stjórnvöld hafi erft greinargóðar hernaðaráætlanir frá valdatíð sinni um hvernig ætti að steypa talibönum frá völdum í Afganistan með innrás. Rice, sem var þjóðaröryggisráð- gjafi George Bush þegar hryðju- verkaárásirnar n. september 2001 áttu sér stað, segir fullyrðingar Clintons rangar og að ítarlegar áætl- anir um innrás í Afganistan hafi ekki legið fyrir á sínum tíma. Rice bendir á að Clinton-stjórnin hafi ekkert hugað að því hvernig ætti að tryggja stuðning pakistanskra stjórnvalda en innrás í Afganistan hefði verið óhugsandi án hans. Aðspurð hvort hún teldi Clinton skrökva sagði Rice ekki svo vera en benti á að honum hafi verið heitt í hamsi í viðtalinu. Condoleezza Rice Utanríkisráðherrann vísar ummælum Bills Clintons til föðurhúsanna Bandaríkin: Arnold þrýstir á Súdana Arnold Schwarzenegger, ríkis- stjóri í Kaliforníu, hefur staðfest lög sem banna lífeyrissjóðum að fjárfesta í fyrirtækjum sem hafa hagsmuna að gæta í Súdan. Lögin eru sett til þess að auka alþjóðlegan þrýsting á súdönsk stjórnvöld vegna ástandsins í Darfúr-héraði. Ýmsar þekktar stjörnur sem hafa beitt sér í málefnum Dar- fúr, eins og George Clooney og Don Cheadle, voru viðstaddar þegar Schwarzenegger staðfesti lögin og sagði ríkisstjórinn þau senda skýr skilaboð um að íbúar Kaliforníuríkis líði ekki þjóðar- morð og stríðsglæpi. Kaþólskur prestur: Átti konu og missti hempu mbl.is Rómversk-kaþólska kirkjan hefur sett sambíska erkibiskupinn Emmanuel Mi- lingo út af sakramentinu fyrir að skipa fjóra kvænta menn í embætti biskupa í Washington í Bandaríkjunum síðastliðinn sunnudag en Milingo braut sjálfur gegn lögum kirkjunnar er hann gekk í hjónaband fyrir sex árum. Samkvæmt yfirlýsingu Páfagarðs segir að Milingo hafi verið tekinn út af sakramentinu vegna þeirrar sívaxandi gjár sem myndast hafi á milli hans og Páfagarðs og fyrir að stuðla að sundrungu innan kirkjunnar. Þá hafa vígslur biskupanna fjög- urra verið ógiltar. viðmið 1 hönnun, útliti og aksturseiginleikum fólksbíla Suzuki Swift er bill sem hefur sett ný viðmið i honnun, útliti og aksturseiginleikum fólksbíla og hefur fengið fádæma góðar viðtökur um allan heim. Suzuki Swift var valinn bíll ársins á íslandi 2006 af BIBB samtökum íslenskra bílablaðamanna. Suzuki Swift var einnig valinn „Car of the Year“ 2005 af virtasta bílablaði Bretlands „Car magazine". Hann var valinn bíll ársins á írlandi, Nýja-Sjálandi, Astralíu, Kina, Malasíu og Japan. í Japan fékk Suzuki Swift líka „most fun special special achievement award" og „Design award of the year“. $ SUZUKI ...er lífsstíll! SUZUKI BÍLAR HF. SKEIFUNNI 17. SÍMI 568 51 00. www.suzikibilar.is -BILL- ÁRSINS

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.