blaðið - 27.09.2006, Page 16

blaðið - 27.09.2006, Page 16
16 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 bla6iö HVAÐ MANSTU? 1. Hver var fyrsti forseti Islands? 2. Á hvaða öld komst rókókó í tísku? 3. Hver íslenskaði bæði Fugladansinn og Macarena? 4. Hvar er höfuðborgin Ouagadougou? 5. Hvertókvið af Steingrími Hermannssyni sem dóms- og kirkjumálaráðherra hinn 15. október 1979? GENGIGJALDMIÐLA Svör: v.im KAUP V3 rf V) t E -o —' co CQ C 2 ° E . cn E c u- {= £ ~ in ro . ro . o cvj a: n- > cn Bandarikjadalur Sterlingspund Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Evra 70,05 132,74 11,917 10,71 9,579 88,9 SALA 70,39 133,38 11,987 10,774 9,635 89,4 Nýr forsætisráðherra: Lækkar laun sín verulega mbl.is Nýr forsætisráðherra Japans, Shinzo Abe, tilkynnti að hann ætlaði að lækka laun sín og ráðherra í ríkisstjórn- inni til að ganga á undan með góðu fordæmi um fjárhags- legt aðhald. „Ég mun lækka launin mín um 30 prósent og laun annarra ráðherra um 10 prósent til að sýna fordæmi um niðurskurð á óþarfa út- gjöldum," sagði Abe á fyrsta fréttamannafundi sínum sem forsætisráðherra. Á fundinum lýsti Abe því einnig yfir að hann ætlaði að fara sömu leið og fyrirrennari sinn, Junichiro Koizumi, í efnahagsumbótum. Líbanon: Allir ísraelar á leiðinni burt mbl.is Alain Pellegrini, yfir- maður friðargæsluliðs Sam- einuðu þjóðanna í Líbanon fundaði með yfirmönnum herja ísraela og Líbana og segist bjartsýnn á að ísraelskt lið verði með öllu farið frá Líbanon fyrir mánaðarlok. ísraelar hafa þegar skilað um 90 prósentum þess svæðis sem þeir hertóku í sumar. ísraelar hófu afturköllun hersins eftir að vopnahléi var lýst yfir þann 14. ágúst síðastliðinn. Lögregla handtekur mann Það er áhyggjue- fni fyrir lögreglumenn að vinna við hlið manna sem ekki hafa fengið menntun til starfsins. \ m m 1 3 j 9 pHp Wé * [1 \S II . Iijæm' r „S37 Í ° ■(! ^ J Eftir Atla ísleifsson atlii@bladld.net „Við erum afar ósáttir við það að ófag- lærðir menn starfi í lögreglu," segir Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna. „Þetta er langt og flókið nám og stöðug símenntun sem menn gang- ast undir. í dag er ástandið þannig að glæpir verða flóknari, sem þýðir að hver og ein deild sérhæfir sig meira en áður. Að ómenntaðir menn sinni þessum lögreglustörfum getur vissulega haft áhrif á þá þjónustu sem lögregla veitir." Blaðið sagði frá því í gær að aldrei hefðu fleiri ófaglærðir lögreglu- þjónar verið við störf í Reykjavík en nú. Ástæðan er sú að Lögregluskóli ríkisins hefur ekki útskrifað nógu marga vegna fjárskorts. Páll segir almenning bera mikið traust til lög- reglu og að Landssamband lögreglu- manna leggi sig fram um að ímynd lögreglusésembest.Hannsegirþetta ekki vera gott innlegg í þá umræðu. Maiglr ófagKerðú lúgreglupjónar í ReykjavOi: Of lítið fé til að þjálfa löggur ■ Bladid í gær. „Eins og staðan er í dag er þetta ekki beinlínis áhyggjuefni fyrir al- menning, þar sem ófaglærðir taka aldrei ákvarðanir í stórum málum. Þetta er hins vegar talsvert áhyggju- efni fyrir Landssamband lögreglu- manna og fagmenntaða lögreglu- menn vegna þess að þeir byggja á þekkingu félaganna þegar þeir eru til dæmis að taka á fólki í miðbæ Reykjavíkur um helgar. Þegar þeir sinna erfiðum verkefnum er afskap- lega bagalegt að menn sem ekki kunna til verka séu við hlið þeirra," segir Páll. Ráðherra hefurtekið velí umleitanir okkar Páll E. Winkel, framkvæmdastjóri Landssambands lögreglumanna Skorað á ráðherra Landssamband lögreglumanna sendi Birni Bjarnasyni dómsmála- ráðherra bréf í síðustu viku þar sem þess var farið á leit að nýnemum yrði fjölgað verulega í Lögregluskóla rík- isins. „Við höfum upplýsingar um mannaflaþörf lögreglu til næstu ára, og ráðherra hefur tekið vel í þessar umleitanir okkar," segir Páll. Aðspurður um skort á faglærðum lögreglumönnum segir Páll ástæð- urnar vera margar. „I ráðherratíð Björns Bjarnasonar sem dómsmála- ráðherra hefur stöðugildum al- mennt fjölgað og sérhæfing aukist, meðal annars til að uppfylla ákvæði alþjóðasáttmála sem við höfum gengist undir. Björn hefur einnig eflt fjarskiptamiðstöð ríkislögreglu- stjóra og fært almannavarnir til lögreglu. Allt hefur þetta kallað á að fjölga þurfi lögreglumönnum þar sem þeir lögreglumenn sem hafa horfið til þessara starfa hafa áður verið í öðrum störfum innan lög- reglu. Þetta hefur ef til vill þýtt að lögreglumönnum á götunni hefur fækkað." Þyrfti 60 nýnema Páll segir alveg ljóst að fjölga þurfi lögreglumönnum og að tölur Landssambands lögreglumanna sýni að taka þyrfti rúmlega sex- tíu nýnema inn í Lögregluskólann, sem er um tvisvar sinnum fleiri en upphaflega var áætlað. „Nú bíðum við spenntir eftir því að sjá hversu margir verða teknir inn í skólann. Talsvert miklar kröfur eru gerðar til hópsins og það grisjast hressi- lega úr þeim hópi sem upphaflega ætlar sér að fara í skólann. Það getur verið mikil vinna að ná mann- skap inn í skólann." Gúramívinnustofan SP dekk Öryggi bílsins byggist á góðum hjólbörðum HEILSÁRSDEKK VETRARDEKK JEPPLINGADEKK RAFGEYMAR A f'l fk GÚMMÍVINNUSTOFAN Skipholti 35 105 RVK Sími: 553 1055 www.gummivinnustofan.is Segja írana reiðubúna að láta af auðgun úrans: Kjarnorkudeila að Bandaríska dagblaðið Washing- ton Times heldur því fram að lausn deilunnar vegna kjarnorkuáætl- unar klerkastjórnarinnar í Teheran sé í sjónmáli og að íranar séu reiðu- búnir til þess að láta af auðgun úr- ans svo að viðræður geti hafist við helstu stórveldi heims um endan- lega lausn málsins. Hinsvegar gera stjórnvöld í Teheran samkvæmt blaðinu þá kröfu að samkomulag- inu verði haldið leyndu. Bandaríkja- menn og Evrópusambandið hafa sett það sem skilyrði fyrir frekari viðræðum að íranar láti af auðgun úrans ellegar verði gripið til þving- unaraðgerða gegn þeim. Blaðamenn Washington Times höfðu eftir háttsettum embættis- mönnum innan bandariska stjórn- Aðalsamningamaðurklerkastjórn- arinnar Bandaríska blaðið Wash- ington Times fullyrðir að íranar séu reiðubúnir að láta afauðgun úrans tlmabundið. leysast? kerfisins í gær að AIi Larijani, aðalsamningamaður klerkastjórn- arinnar i deilunni, muni hitta Javier Solana, utanríkismálastjóra ESB, á næstu dögum til þess að ganga frá samkomulaginu. Sam- kvæmt samkomulaginu munu Ir- anar láta af auðgun úrans í niutíu daga svo að frekari viðræður geti farið fram við fulltrúa helstu þjóða Evrópusambandsins. I kjöífar þess að íranar höfnuðu tilboði Banda- ríkjamanna, Frakka, Breta, Rússa, Kinverja og Þjóðverja um ívilnanir gegn því að þeir Iétu af auðgun úr- ans og framfylgdu ekki ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna um að auðguninni skyldi hætt 31. ágúst hefur lausn deilunnar verið í uppnámi.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.