blaðið


blaðið - 27.09.2006, Qupperneq 18

blaðið - 27.09.2006, Qupperneq 18
18 MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 blaAiö Meðlagskerfið fer illa með greiðendur og þiggjendur meðlagsgreiðslna: Hrikaleg staða en fáar lausnir ■ Gríðarleg vanskilaskrá ■ Leiðir til svartrar atvinnustarfsemi ■ Tillögur liggja ekki fyrir hjá félagsmálaráðherra BARNALOG 2003 ■ 53. gr. Skylt er foreldrum, báðum saman og hvoru um sig, að framfæra barn sitt. Framfærslu barns skal haga með hliðsjón af högum foreldra og þörfum barns. ■ 57.gr. Meðlag skal ákveða með hliðsjón af þörfum barns og fjárhagsstöðu og öörum högum beggja foreldra, þar á meðal aflahæfi þeirra. F057224?0 057^ ^ \ Helmingur allra meðlagsgreiðenda er á vanskilaskrá ög þriðjungur þeirra er í alvarlegum greiðsluerfiðleikum. Jöfnunarsjóður sveitarfélaga þarf að leggja út gífurlegar fjárhæðir fyrir þennan hóp en vanskil greiðenda eru ellefu og hálfur milljarður króna. Margir viðmælenda Blaðsins segj- ast hafa leiðst út í svarta atvinnustarf- semi til að komast hjá kerfinu og sumir þeirra skulda margar milljónir í meðlög. Allir eru þeir sammála um að erfitt sé að vinna sig út úr skuldum i meðlagskerfinu og að grunngjaldið sé á tíðum i engu samhengi við fjár- hagsstöðu greiðendanna. Iris Edda Jónsdóttir, þriggja barna móðir, hefur greitt meðlag með þremur börnum sínum og segist til margra ára hafa átt erfitt vegna meðlagsgreiðslnanna. „Ég lenti í veikindum á tímabili og gat ekki unnið í níu mánuði. Á því tímabili fékk ég greidda sjúkrapen- inga en þurfti sem fyrr að greiða sömu greiðslur,” segir Iris Edda. „Eftir að ég náði mér fór ég að vinna en ég þurfti að vera í þremur störfum til að ná endum saman, þar af einu starfi á svörtu.” „Ég átti stundum ekki mat fyrir börnin mín þegar þau voru hjá mér og þurfti að leita til móður minnar eftir mat. Þegar lítið var til borðaði ég lítið sem ekkert til þess að börnin mín fengju nóg.” Þörf á viðhorfsbreytingu Sigurður Kári Kristjánsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, þekkir málaflokkinn vel og er hissa yfir því hversu hátt hlutfall meðlagsgreiðenda er í vanskilum. „Þetta er hrikaleg staða. Min skoðun er sú að meðlagsgreiðslur eigi að ganga fyrir öðrum greiðslum og ekki við aðra að sakast en þá sem eru greiðsluskyldir,” sagði Sigurður Kári í samtali við Blaðið. „Ég á erfitt með að trúa að allir þessi einstaklingar sem ekki standa í skilum hafi ekki efni á því. Þessi gjöld eru ætluð til fram- færslu barna og því eitthvað sem ein- staklingar mega ekki hunsa.” Magnús Þór Hafsteinsson, þing- maður Frjálslynda flokksins og nefnd- armaður í félagsmálanefnd, tekur undir með Sigurði Kára og segir þörf á viðhorfsbreytingu. „Mér finnst meðlagsgreiðslur á Is- landi ekki vera háar. íslenskir feður eiga ekki að geta kvartað yfir þessu,” Trausti Hafsteinsson sagði Magnús Þór. „Lágar tekjur út- skýra ekki eingöngu þessi miklu van- skil og sumir hljóta að forgangsraða vitlaust. Hertar innheimtuaðgerðir gætu verið til þess fallnar að aga menn betur.” Engin tenging við raunveruleikann Agnar Helgi Arnarsson meðlags- greiðandi er ekki sammála þingmönn- unum og segir meðlagsgreiðslurnar í engu samræmi við tekjur greiðenda og umgengnisrétt þeirra. „Ég er skyldaður til að borga eitt og hálft meðlag því að eftir skilnaðinn þurfti ég að bæta við mig vinnu vegna meðlagsins sem skekkti myndina ennþá frekar,” segir Agnar. „Dóttir mín er mikið hjá mér þannig að ég legg mikið út í hennar uppeldi. Það er hvorki tekið tillit til þess né heildar- tekna beggja foreldra.” Úrelt kerfi Gísli Gíslason, formaður Félags ábyrgra feðra, tekur undir gagnrýni Agnars og segir undarlegt að ekki sé tekið tillit til fjárhagsstöðu og um- gengnisréttar greiðenda. Hann telur brýnt að endurskoða núverandi fyrir- komuleg því kerfið sé úrelt. „Víða skiptist framfærslukostnaður barna eftir tekjum foreldra. Ef með- lagsgreiðandi hefur lágar tekjur lækka mánaðarlegar meðlagsgreiðslur í samanburði en slíkt gerist ekki hér á landi,” segir Gísli. „Til viðbótar er með- lagsupphæðin alveg óháð umgengni þannig að ef greiðandi hefur mikinn umgengnisrétt þá lækkar meðlags- greiðslan ekki til móts við slíkt.” skrifarum meólagskerfió Fréttaljós trausti@bladid.net Ekki nóg til framfærslu Laufey Ólafsdóttir, formaður Félags einstæðra foreldra, segir hagsmuni félagsmanna vera ólíka því innan vé- banda þess séu bæði greiðendur og þiggjendur meðlagsgreiðslna. Fjöldi meðlagsgreiðenda: 12.178 Helmingur meðlagsgreiðenda er á vanskilaskrá* 96 prósent meðlagsgreiðenda eru feður Meðlagsgreiðendur í greiðsluerfiðleikum: 4.023 Heildarskuld greiðenda í erfiðleikum: 11,5 milljaröur •VANSKILAB lAGMARK1100.000KRÓNUR MEÐLAGSGREIÐENDUR í GREIÐSLUERFIÐLEIKUM Gjaldþrota skuldarar: Skuldarar með skiptalok: 121 Upphæö: 250 milliónir 848 Upphæð: 2,5 milljarður Skuldarar með arangurslaust fjarnam: 2.016 Upphæð: 5,6 milljarðar Skuldarar ostaðettir i husi/heimilislausir: 419 Upphæð: 526 milljónir Skuldarar sem eru/hafa verið í afplánun: 560 Upphæð: 1,5 milljarður Óuppgerð dánarbú: Upphæð: 158 milljonir SAMTALS: 11,5 MILLJARÐUR Meölagsgreiöendur í greiösluerfiðleikum Helmingur allra meðlagsgreið- enda eru á vanskilaskrá hjá Inn- heimtustofnun sveitarfélaga og þarf jöfnunarsjóður að leggja út gífurlegar fjárhæðir fyrir einstak linga i greiðsluerfiðleikum Islenskir feðureiga ekkl að geta kvartað yfirþessu Magnús Þór Hafsteinsson Þingmaður Eg get ekki sagt hvorteðahvað við gerum / þessu Nuverandi kerfi löngu úrelt Gisli Gislason, formaður Félags ábyrgra feðra Magnus Stefánsson Félagsmálaráðherra „Þessi staða er mjög slæm í okkar huga. Almennt þarf að efla fjárhags- aðstoð við einstaklinga sem eru í fjár- hagserfiðleikum og ekki síst við þá sem eiga fyrir börnum að sjá,” segir Laufey. „Meðlagið getur verið mikið fyrir greiðandann en á móti lítið fyrir þiggjandann því þetta er aðeins brot af kostnaði við að framfleyta barni.” Sigurður Kári tekur undir orð Lauf- eyjar um að meðlagsgreiðslurnar dugi ekid til framfærslu barns. „Almennt er viðurkennt að einfalt meðlag sé ekki of hátt. Strangt til tekið er kostnaður þeirra aðila sem framleyta börnunum mun meiri en meðlagið nær að dekka.” Varhugavert að hækka gjöldin Árni Haraldsson, lögfræðingur hjá Innheimtustofnun sveitarfélaga, telur erfitt að hækka meðlagsgjöldin því slíkt gæti einfaldlega aukið vanskilin og bendir á að einstaklingar í van- skilum séu oft í vanskilum víðar. „Fara þarf varlega í umræðu um hækkun meðlagsgjalda því spyrja verður hver mun í raun greiða þá hækkun á endanum. Eru hinir með- lagsskyldu aðilar færir um að standa undir slíkri hækkun?” segir Árni. Viðkvæmt mál Birkir Jón Jónsson, þingmaður Framsóknarflokksins og nefndar- maður í félagsmálanefnd, segir að- gerðir nauðsynlegar því hér sé á ferð- inni hreint jafnréttismál. „Staða meðlagsgreiðenda er graf- alvarleg og stöðu þeirra verst settu þarf að bæta. I ljósi bágrar skatta- legrar stöðu neyðast sumir þeirra til að stunda svarta atvinnustarfsemi,” segir Birkir Jón. „Það getur ekki verið þjóðfélagslega hagkvæmt að hluti þegnanna geti ekki tekið þátt í samfé- laginu með eðlilegum hætti.” I samtali við Blaðið lýsti faðir reynslu sinni af meðlagskerfinu en hann hefur stundað svarta atvinnu- starfsemi síðastliðin fimmtán ár eftir að hafa lent f vanskilum. „Allur minn peningur fór í að borga ferðalögin eftir að móðirin flutti með barnið út og því lenti ég í vanskilum með meðlögin. I dag skulda ég margar milljónir í meðlög og er orðinn tilfinn- ingalaus fyrir kerfinu,” segir faðirinn. „Ég er ekki skráður fyrir neinum eignum og hef ekki verið á skrá eftir þetta. I raun hef ég ekki verið til síð- ustu fimmtán ár.” Gamalt vandamál Magnús Stefánsson félagsmálaráð- herra segir þetta lengi búið að vera vandamál og að gerðar hafi verið til- raunir til að taka á þessu. „Lög um heimild Innheimtustofn- unar sveitarfélaga til að gera samn- inga við greiðendur i vanda hafa hjálpað mikið til. Hins vegar vitum við um hóp meðlagsgreiðenda sem er í vandræðum og einhverjir þeirra hafa neyðst út í svarta atvinnustarf- semi,” segir Magnús. „Mér finnst lítil sanngirni í því að greiðendur svindli á kerfinu með því að stunda svarta vinnu og heimta jafnframt fullan stuðning í meðlagskerfinu miðað við aðra sem greiða til samfélagsins.” „Að svo stöddu get ég ekki sagt hvort eða hvað við gerum í þessum málaflokki. Við erum að velta þessu fyrir okkur og ýmsar leiðir eru færar en það er óvarlegt að gefa neinum undir fótinn sem stendur.” Peningar meginþungi Formaður Félags ábyrgra feðra telur meðlagskerfið fyrir löngu úr- elt og að ýmsu leyti er hægt að taka undir þau orð. Ekki er tekið tillit til fjárhagsstöðu beggja foreldra og með- lagsgreiðslur ávallt þær sömu þrátt fyrir mögulega lágar tekjur greiðenda. Ekki er tekið tillit til þess hvort annar aðili hefji nýjan hjúskap sem breytt geti myndinni. Þrátt fyrir mikinn um- gengnisrétt greiðenda og ef leggja þarf út töluverðan ferðakostnað kemur slíkt ekki til lækkunar meðlags. Á móti verður að skoða málin frá hinni hliðinni, að mörgum þiggj- endum eru þessar greiðslur nauðsyn- legar til framfærslu barna sinna og ýmsir eru þeirrar skoðunar að upp- hæðin mætti vera hærri. Spyrja má hvort vænleg aðgerð til úrbóta væri sú að tryggja sameiginlega forsjá sem flestra foreldra og láta peninga- greiðslur ekki vera meginþungann heldur að foreldrar sameinist um uppeldi barna sinna. Heimurinn er ekki fullkominn en peningar eru oft á tíðum sífellt þrætuefni. Núverandi meðlagsgreiðslukerfi er síður en svo fullkomið og koma verður þeim ein- staklingum sem verst eru settir með greiðsluerfiðleika til hjálpar. Forvitni- legt verður að fylgjast með aðgerðum félagsmálanefndar og tillögum félags- málaráðherra til úrbóta.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.