blaðið - 27.09.2006, Síða 27

blaðið - 27.09.2006, Síða 27
blaöiö MIÐVIKUDAGUR 27. SEPTEMBER 2006 35 „Þórbergur Þórðarson er samkvæmt kirkjubókum fæddur 12. mars 1888, en sagan segir að foreldra hans hafi hins vegar minnt að fæðingarár hans væri 1889 og sjálfur hélt hann sig við það ártal. Það má kallast kaldhæðni örlaganna að fæðing- arárið skuli ekki vera á hreinu í tilviki Þórbergs þvi eins og menn vita var hann nákvæmnismaður um ýmislegt, ekki síst tölulegar staðreyndir og mælingar,” ritar Soffía Auður Birgisdóttir og birtist á vefnum thorbergur.is Þórbergsþing í Suðursveit ann 13. og 14. október verður haldið málþing um Þórberg Þórðarson að Þórbergssetri á Hala í Suðursveit. Málþingið er haldið í tilefni af opnun Þórbergs- seturs í sumar og auk fjölbreyti- legra fyrirlestra verður boðið upp á göngu- og landkynningarferðir um sögusvið Suðursveitarbóka Þór- bergs. Málþingið er öllum opið og skráning fer fram hjá Soffíu Auði Birgisdóttur, starfsmanni Háskóla- seturs á Höfn, í síma 4708042 og 8482003 eða í tölvupósti: soffiab@ hi.is. Þátttökugjald er 3.500 krón- ur og innifalið í verðinu er kaffi og kvöldverður á föstudag, hádeg- isverður á laugardag og aðgangur að sýningu á Þórbergssetri. Nauð- synlegt er að koma með hlý útiföt og regnföt, því „stundum” rignir í Suðursveit. Ef fólk vill lengja dvöl- ina og nota sunnudaginn til frekari útiveru og söguferða þá eru merktar gönguleiðir í nágrenni Hala og að Klukkugili í Papbýlisfjalli. Hægt er að panta gistingu á Hala í síma 8672900, á Gerði í síma 8460641, í Lækjarhúsum í síma 4781517, á Smyrlabjörgum í síma 4781074 og á Skálafelli í síma 8945454. Þórbergur Þórðarson Málþing um hann veröur haldið í október Föstudagur 13. október 14:00 Þorbjörg Arnórsdóttir setur þingið. 14:15 Erindi. Skáldið á Skriðuklaustri og otvitirm úr Suðursveit - einn óábyrgur sam- anburður. Halldór Guðmundsson bókmenntafræðingur. 15:00 Erindi. Kvöldlesturísveitasímann. Um Þórberg Þórðarson og Hall- dór Laxness í sveitasögum Jóns Kalmans Stefánssonar. Ingi Björn Guðnason bókmenntafræðingur. 15:30 Erindi. „Hvemig ferðu að þvíað muna þetta allt?“ Um Þórberg Þórðarson og minnistækni. Soffía Auður Birgis- dóttir bókmenntafræðingur. 16:00 Kaffihlé. 16:20 Erindi. „Að hlusta á nið aldanna." Náttúruskynjun Þórbergs. (Myndasýn- ing) Undirbúningur fyrir ferð að eyði- býlinu Felli í Suðursveit. Þorbjörg Arnórsdóttir. 16:40 Landkynningarferð að eyðibýlinu Felli, að lesa saman munnmæla- sögur, fornleifar, bókmenntir og umhverfi. Leiðsögn Fjölnir Torfason. 19:00 Kvöldverðun (silungur og rabar- baragrautur með rjóma). Dinner- tónlist, séra Einar G. Jónsson. 20:30 Upplestur: StrandSerenu 1906 á Steinafjöru. Frásaga eftir Steinþór Þórðarson. 21:00 Opnað inn á sýningu á Þórbergs- setri. Laugardagur 14. október 10:00 Erindi. „ÞórbergurÞórðarson hefurengan sfi7"?Kristján Eiríksson íslenskufræðingur. 10:30 Múllersæfíngar. Valdimar Örn- ólfsson íþróttakennari 11:00 Erindi. Bréfbátaöld íSuðursveit og Bréfbátarigning Gyrðis. Fríða Proppé. 11:30 Erindi. Bara stílisti og sér- vitringur? Um Þórberg í skugganum. Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir rithöfundur. 12:00 Hádegisverðun (Kjötsúpa og rúgbrauð með kæfu). 13:15 Erindi. Hverjir voru fyrstu ibúar Suðursveitar? F\ö\n\r Torfason fjallar um gamlar munnmælasögur um Papbýli (myndasýning). 13:45 Ferðalag íPapbýli hið foma undir leiðsögn heimamanna. 17:00 Talað við steina. Þingslit við Prestastól, stein undir austur- hlíðum Steinafjalls. ím WÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið fyrir alla! Leikárið 2006-2007 Sala áskriftarkorta er hafin - Tryggðu þér sæti! Stóra sviðið Sitjji guðs englar eftir Guðrúnu Helgadóttur Leikgerð: lllugi Jökulsson Stórfengleg! eftir Peter Quilter Bakkynjur eftir Evrípldes Leg - vísindasöngleikur eftir Hugleik Dagsson Hjónabandsglæpir eftir Eric-Emmanuel Schmitt Litlasviðið Pétur og úlfurinn eftir Bernd Ogrodník Sumardagur eftir Jon Fosse Amma djöfull eftir Ásdísi Thoroddsen Patrekur 1,5 eftir Michael Druker Miðasala og sala áskriftarkoita á netinu www.leikhusid.is eða í sírr a 551 1200 Frá fyrra leikári Eldhús eftir máli Fagnaður Pétur Gautur Umbreyting Leitin að jólunum Pleasure Islands eftir Jacob Hirdwall Hálsfesti Helenu eftir Carole Fréchette

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.