blaðið - 06.10.2006, Side 2
blaAift
2 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006
KnviWMtmm
Bjart
Norðaustan fimm til þrettán, hvassast
á Vest- og Austfjörðum. Rigning norðan-
og austanlands en bjartviðri sunnan- og
vestanlands. Bætir í vind og úrkomu á
Austfjörðum í kvöld. Hiti 4 til 10 stig að
deginum.
Á MORGUN
Kalt
Norðaustan átta til fimmtán
metrar á sekúndu. Rigning með
köflum norðan- og austanlands,
en siydda til fjalla. Annars þurrt
að kalla. Hiti 1 tii 8 stig, hlýjast
suðvestantil.
vIða um heim
Algarve
Amsterdam
Barcelona
Berlin
Chicago
Dublin
Frankfurt
23 Glasgow
16 Hamborg
23 Helsinki
15 Kaupmannahöfn
6 London
14 Madrid
16 Montreal
13 New York
15 Orlando
13 Osló
15 Palma
16 Paris
23 Stokkhólmur
3 Þórshöfn
13
21
9
24
17
14
10
Hefur séð um áramótabrennur í rúm fimmtíu ár:
Bóndi sakaður um að
brenna bát í óleyfi
■ Brennubóndi í hálfa öld ■ Báturinn var handónýtur
Bandaríkin:
Óttast um
stöðu vísinda
Þrátt fyrir að þrenn Nóbels-
verðlaun í vísindum hafi fallið
Bandaríkjamönnum í skaut í
þessari viku telja bandarískir
vísindamenn að þeir haldi ekki
yfirburðastöðu sinni til lengdar.
Ríkið greiði ekki eins mikið fé
til vísinda og áður. Bandarískir
vísindamenn fengu Nóbelsverð-
laun í eðlisfræði, læknisfræði og
lyfjafræði í vikunni.
Kjararáð:
Topparnir fá
launahækkun
Kjararáð hefur ákveðið að
hækka laun manna í æðstu
embættum þjóðarinnar um þrjú
prósent. Hækkunin er afturvirk
tili.júlí.
Þetta er í fyrsta skipti sem
ráðið lætur til sín taka en kjara-
ráð var sett á laggirnar þegar
lög um Kjaradóm og kjaranefnd
voru felld úr gildi í kjölfar um-
deilds úrskurðar Kjaradóms í
desember síðastliðnum. Hækk-
unin kemur til viðbótar þeirri
2,5 prósenta hækkun sem sömu
aðilar fengu í byrjun ársins.
Eftir Val Grettisson
vaiur@bladid.net
,Ég tók bát og spurði mann hvort ég
mætti brenna hann og gaf hann mér
leyfi," segir Sigðurður Sveinsson,
bóndi á fsafirði. Hann var ákærður
fyrir eignaspjöll vegna þess að hann
tók trillu sem hafði legið óhreyfð og
skemmd í ísafjarðarhöfn í talsverðan
tíma og brenndi hana á áramóta-
brennu á Hauganesi árið 2003.
Málinu var vísað frá Héraðsdómi
Vestfjarða í lok september og var
því skotið til Hæstaréttar. Þar féll úr-
skurður á miðvikudag um að málið
yrði tekið aftur upp í héraðsdómi.
„Báturinn var orðinn alveg ónýtur
og það borgaði sig ekki að gera við
hann,“ segir Sigurður en maðurinn
sem hann fékk leyfi hjá hafði átt
helmingshlut í bátnum en afsalað sér
honum þegar Sigurður spurði leyfis.
Samkvæmt dómsorði var báturinn
ónothæfur með öllu og hálfsokkinn
í höfninni. Hafnarstjórn ísafjarðar
geymdi bátinn á eigin kostnað en
hann var gjörsamlega ónýtur og
mikið fúabrak samkvæmt dómsorði.
Að sögn Ólafs Hallgrímssonar, full-
trúa sýslumanns á Isafirði, áfrýjaði
hann dómnum þegar honum var
vísað frá héraðsdómi. Ástæðan var
sú að dómari taldi meint brot Sig-
urðar falla undir gripdeild en ekki
eignaspjöll.
Eftir Val Grettisson
valur@bladid.net
„Við tengjum saman kristið trúfélag
og önnur trúarbrögð," segir Hjörtur
Magni Jóhannsson, prestur í Fríkirkj-
unni í Reykjavík. Á föstudaginn
síðasta var jarðarför búddista í kirkj-
unni. Hjörtur Magni sá um athöfn-
ina en það mun vera afar sjaldgæft
á Islandi að prestur sjái um slíkar
athafnir þó svo að einstaklingar af
öðrum trúarbrögðum en kristni hafi
nýtt sér kirkjurnar.
„Trúarbrögðin eiga að brúa bil á
milli ólíkra menningarheima endar
Sigurður hefur séð íbúum á ísa-
firði fyrir áramótabrennum í rúm 50
ár. Hann hefur glatt margan mann-
inn á áramótum með þessari gömlu
hefð og hefur notið aðstoðar svokall-
aðra lærlinga. Sjálfur segir Sigurður
að lærlingarnir séu bændur í sveit-
inni sem rétti honum ómetanlega
hjálparhönd enda sé hann orðinn 84
ára gamall.
Spurður hvort Sigurður ætli að
halda brennu í lok árs segist hann bú-
ast við því. Hann er aftur á móti að
selja fé sitt og hætta sem bóndi.
„Ég veit nú ekki hvað ég fer að gera
þegar ég hætti en er það ekki einmitt
tilgangurinn," segir Sigurður hlæj-
andi að lokum.
er kjarninn ávallt kærleikur og rétt-
læti,“ segir Hjörtur en jarðarfarir
búddista eru um margt ólíkar þeim
sem tíðkast á meðal kristinna. Þá
eru færðar matarfórnir þar sem mat
er raðað í kringum kistu þess sem er
verið að jarðsetja. Það er gert til þess
að sá látni hafi eitthvert veganesti
á leið sinni í dauðanum. Einnig er
mikið um reykelsi og segir Hjörtur
að angan og reyk leggi um alla kirkj-
una á mjög skemmtilegan hátt þegar
reykelsin eru brennd.
Aðspurður hvort hann nýti sér
hefðir annarra trúarbragða við venju-
legar messur svarar hann neitandi.
Sjálfstæðu leikhúsin:
Harma lækkun
á fjárframlagi
Stjórn Bandalags sjálfstæðra
leikhúsa er ósátt við að fjárfram-
lög til atvinnuleikhópa skuli
lækkað í frumvarpi til fjárlaga
2007.
Stjórnin gagnrýnir að á sama
tíma og áhorfendum á sýningar
fjölgi um 31 prósent á milli ára
skuli yfirvöld skera niður fjár-
stuðning við leikhópana.
Kleip í kærustu annars:
Sleginn og
kjálkabrotinn
Tvítugur piltur var dæmdur í
átta mánaða skilorðsbundið fang-
elsi fyrir hrottalega líkamsárás
og ítrekuð umferðarlagabrot sem
áttu sér stað 2004. Fórnarlamb
piltsins kjálkabrotnaði í annarri
af tveimur árásum en það kærði
eingöngu þá síðari.
Forsaga málsins er sú að fórnar-
lambið á að hafa klipið í rassinn
á kærustu þess dæmda. Hún
tilkynnti kærastanum gripið
sem gerði sér ferð til að berja
manninn og slógust þeir.
Við átökin týnir hinn dæmdi
gullúri og vildi að fórnarlambið
borgaði sér það. Fórnarlambið
neitaði. Svo fór að hinn dæmdi
fann piltinn sló hann í götuna
ásamt tveimur mönnum sem létu
svo höggin dynja á honum með
fyrrnefndum afleiðingum.
Þingmenn:
Vilja flagga
í þingsal
Þingmenn úr Sjálfstæðisflokki,
Samfylkingu og Framsóknar-
flokki hafa lagt fram þingsálykt-
unartillögu þar sem mælst er
til þess að hægt verði að flagga
þjóðfána íslendinga í fundarsal
Álþingis. í tillögunni er spurt
hvernig það megi vera að innan
veggja Alþingis, „hvar rætt er
um eflingu, vegsemd og gildi
þingsins í íslensku þjóðlífi, skuli
þjóðfáni vor ekki hafinn til vegs
og virðingar?“
Búddisti jarðaður Trúarbrögöirt eiga að brúa bil á milli menningarbeima að
mati Hjartar Magna Jóhannssonar, prests í Fríkirkju Reykjavikur. BlaSiH/FMl
Vill aö kirkjan sé opin öllum trúfélögum:
Fríkirkjuprestur
jarðar búddista