blaðið - 06.10.2006, Síða 6

blaðið - 06.10.2006, Síða 6
boxið. Með því að nota gott álegg og breyta oft til verður skólafólkið ekki leitt á nestiskostinum. SS áleggs- skinkurnar eru frábært álegg sem gott er að hafa í nesti. Prófaðu líka beikonskinku, brauðskinku eða svínaskinku. Þú þekkirSS álegg á gulu umbúðunum. Hunangsskinka frá SS gerir nestissomlokuno fullkomno 6 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 blaöió GISTINÆTUR Fjölgaði milli ára Gistinóttum á hótelum í ágúst fjölgaði um tæp sex prósent milli ára. f árvoru þær 162.900, en 154.100 í sama mánuði ífyrra. Gistinóttum fjölgaði í öllum landshlutum og var aukningin hlutfallslega mest á Norð- urlandi, 23 prósent. Fjölgunina má bæði rekja til (slendinga sem fjölgaði um 23 prósent, og útlendinga sem fjölgaði um fjögur af hundraði. rastæður mjög erfiðar til hjálparstarfs ra milljóíT manna hefur þegið neyðaraðstoð Líf eftir jarðskjálfta Stór hluti lótks er ekki komið í endantegt húsnæði ári eftir jarðskjálftana ÍPakistan. Áttatíu þúsund létu lifið. Eftir Atla ísleifsson atlii@bladid.net „Enn er stór hluti fólks ekki kominn í endanlegt húsnæði á skjálftasvæð- unum í Pakistan og enn má sjá afleiðingar skjálftans víða,“ segir Sólveig Ólafsdóttir, sviðsstjóri út- breiðslusviðs Rauða krossins. Á sunnudaginn er eitt ár liðið frá því að mikill jarðskjálfti skók Ka- smír-hérað í Pakistan snemma dags þann 8. október. Skjálftinn mældist 7,6 á Richter-kvarða, en talið er að um áttatíu þúsund manns hafi látið lífið af völdum skjálftans og 3,5 millj- ónir manna misst heimili sín. „Um sjötíu þúsund fjölskyldur, eða um 350 þúsund manns, eru enn ekki komnar í endanlegt húsnæði og nú er vetur að ganga í garð á ný. Það var lán í óláni í fyrra að veturinn var mjög mildur og voraði snemma. Menn höfðu óttast að holskefla yrði af fólki sem myndi látast úr vosbúð,“ segir Sólveig. Á skjálftasvæðunum eru einir af hrikalegustu fjallgörðum jarð- arinnar, sem gerðu flutning hjálp- argagna á svæðin mjög erfiðan. „Kostnaðarsamt er að flytja tjöld og aðrar nauðsynjar á skjálftasvæðin, en þau eru mjög fjöllótt og erfitt að koma gögnum á áfangastað. Víða Um 80 þúsund létust af völdum skjálftans Sólveig Ólafsdóttir sviösstjóri útbreiðslu- sviðs Rauða krossins reyndist eini möguleikinn að notast við burðardýr til að koma nauðsyn- legum varningi til heimilislausra fjölskyldna í fjarlægum byggðum." Áætlanir gera ráð fyrir að Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn hafi aðstoðað á aðra milljón manna á skjálftasvæðunum í Pakistan. „f upphafi var tjöldum dreift og reynt að koma fólki í skjól fyrir vetrartím- ann, gert að sárum fólks og fengist við hefðbundna hjálparstarfsemi. Nokkrum vikum eftir skjálftann var svo farið að dreifa verkfærakössum, bárujárni og öðru til að fólk gæti farið að lagfæra eigið húsnæði ef sá möguleiki væri fyrir hendi. Fjöldi fólks kaus það frekar en að vera í tjaldbúðum allan veturinn,“ segir Sólveig. Að undanförnu hefur Rauði kross- inn mest verið að aðstoða fólk á sviði heilbrigðismála og almennra hrein- lætismála. „Vatnshreinsitæki voru sett upp og leiðslur lagðar í tjald- búðirnar þar sem fólk leitaði skjóls. Við höfum staðið fyrir hreinlætis- kynningu til að fá fólk til að passa að menga ekki vatnsbólin og koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma. I lok sumars kom upp kólerufaraldur, en sem fer tókst að koma í veg fyrir útbreiðslu hans. Markmiðið hefur verið að efla fólk í þorpunum til að geta bætt lífsskilyrðin sjálft, frekar en að reiða sig á aðra hvað þetta varðar." Sólveig segir að Rauði krossinn hafi orðið áþreifanlega var við það stuttu eftir skjálftann, að konur á skjálftasvæðunum hafi haft afskap- lega lítil tækifæri til þess að koma þörfum sínum á framfæri. „Hjálpin var í fyrstu mjög karlmiðuð. Svæðið er mjög hefðbundið þar sem karl- menn eru algerlega í forsvari og konur fara ekki út án þess að vera í fylgd með karlmönnum," segir Sólveig. Fljótlega eftir skjálftann komu fyrir tilfelli þar sem konum var hreinlega neitað af karlmönnum að láta gera að sárum sínum, þar sem hjálparstarfsmennirnir voru lang- flestir karlkyns í upphafi. „Því varð fljótlega ljóst að kyngreina þyrfti að- stoðina og heilbrigðisstöðvar voru reistar að þörfum kvenna, þar sem einungis voru kvenkys læknar og hjúkrunarfræðingar." Og Vodafone fær fyrst fyrirtækja að nota vörumerki Vodafone: Breytist í Vodafone Eftir Atla isleifsson atlii@bladid.net „Við vorum að undirrita samning við Vodafone Group um nánara sam- starf og munum framvegis heita Vodafone," segir Árni Pétur Jóns- son, forstjóri Vodafone á íslandi, sem áður bar fornafnið Og á undan Vodafone. „Viðskiptavinir hafa nú aðgang að vöru og þjónustu stærsta farsímafyr- irtækis heims sem er með um 187 milljónir notenda." Vodafone á íslandi er fyrsta sjálf- stæða farsímafélagið í heiminum sem fær að nota vörumerkið Vod- afone. Vodafone kynnti í gær Vod- afone Passport, þjónustu sem gerir viðskiptavinum fyrirtækisins kleift að hringja innan mestallrar Evr- ópu á innanlandstaxta. „Samning- urinn er við átján lönd, en áttatíu prósent þeirra símtala sem berast til íslands erlendis frá koma frá þessum löndum. Ef þú ert staddur í einhverju þessara landa þá hringir þú heim á sama taxta eins og ef þú værir staddur hérlendis. Verð á fimm mínútna samtali frá Bretlandi lækkar til að mynda um 76 prósent svo þetta munar heilmiklu.“

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.