blaðið - 06.10.2006, Síða 22
22 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006
blaöiö
fólk
folk@bladid.net
HVAÐ FINNST ÞER?
Hvað klikkaði?
Eins og tölur gefa til kynna nú sem fyrr þá var
það varnarleikurinn, annars held ég að það hafi
verið brögð ítafli.
Logi Ólafsson, þjálfari kiiattspyrnufélagsiits Nörá
FH og FK Nörd áttust við á Laugardalsvellinum á miðvikudag og
endaði leikurinn með ósigri KF Nörd.
Stefán Pálsson kættist mjög
nú í vikunni þegar Hall-
dór Baldursson, hinn knái
skopmyndateiknari
Blaðsins, dró upp af
honum mynd ásamt
Birnu Þórðardóttur
og Sveini Rúnari
Haukssyni þar sem
þau örkuðu um eyðileg stræti í
yfirgefnu herstöðinni í Keflavík.
Stefáni þykir þetta mikil upp-
hefð. Á bloggið sitt www.kan-
inka.net/stefan skrifar hann: „1
dag var stór dagur í lífi mínu.
Ég rataði inn á pólitíska skop-
mynd. I ljós kemur að í augum
skopmyndateiknara lít ég út
eins og Jóhann Benediktsson
sýslumaður á Keflavíkurflug-
velli.“ 1 athugasemdakerfi sínu
bætir Stefán við, eilítið beygður,
að líklega liggi leiðin nú bara
niður á við það sem eftir er í
lífinu því nær ógerlegt sé að
toppa þann árangur að komast
á pólitíska skopmynd.
essa dagana loga blogg-
heimar í illdeilum. Að þessu
sinni er deiluefnið trúmál
og sitt sýnist hverjum í þeim
efnum. Síða Davíðs Þórs
Jónssonar http://de
etheejay.blogspot.
com hefur verið
vinsæll vettvangur
en Davíð skrifaði
í vikunni pistil
sem ber yfirskriftina „Ofstæk-
isvaktin“. Davið beinir þar
spjótum sínum að trúleysingj-
unum á www.vantru.is en þeir
hafa farið mikinn undanfarin
misseri og verið duglegir við
að sýna trúuðum fyrirlitningu
sína. Davíð varpar fram þeirri
hugmynd að stofna vefsíðu sem
verji rétt fólks til að trúa. Ekki
stóð á viðbrögðum lesenda og
bólgnaði athugasemdakerfi
Davíðs út á skömmum tíma og
voru sumar athugasemdirnar
svo dónalegar og meinfýsnar að
Davíð sá sig tilneyddan til að
eyða hluta þeirra. Það er augljós-
lega ekki tekið út með sældinni
að vera krossmaður Krists.
Ása Björk Ólafsdóttir Nýtur helganna
í faðmi fjölskyldunnar.
Gegnheil eik og blómlegt borgarlíf
Ása Björk Ólafsdóttir prestur
hefur í nógu að snúast þessa dagana
en ásamt því að sinna hálfu starfi í
Fríkirkjunni kennir hún börnum
í Valhúsaskóla. „Ég er menntaður
kennari en hafði lengi haft köllun
til að fara í guðfræði og lét loksins
verða af því haustið 2000. Svo vigð-
ist ég til prests íyrir rúmu ári og hef
verið hér í Fríkirkjunni síðan og líkar
ákaflega vel.“
Fjölgað hefur jafnt og þétt í söfn-
uði Fríkirkjunnar undanfarin ár og
segir Ása að fólk taki í auknum mæli
afstöðu til trúmála. „Það er gott að
fólk taki ábyrga afstöðu til sinnar
trúar og margir hafa komið i okkar
söfnuð eftir að hafa kynnt sér fyrir
hvað við stöndum," segir Ása en hún
tekur þátt í öllu starfi sem fram fer í
kirkjunni. „Um þessar mundir er ég
að byggja upp öflugt barnastarf sem
er mjög spennandi og krefjandi verk-
efni. Auk þess hef ég mikið verið í því
að sjá um fermingarfræðslu sem er
alltaf mjög gefandi og skemmtilegt.
Samstarfsfólk mitt er alveg yndislegt
og það eru mikil forréttindi að fá að
vinna með slíkum mannskap.“
Ása Björk starfar í hjarta borg-
arinnar og býr í Vesturbænum.
„Reykjavík er yndisleg borg og mér
finnst alveg ómetanlegt að starfa
hér við Tjörnina og njóta alls þess
sem borgin hefur upp á að bjóða. Ég
er mjög skotin í Reykjavík þessa dag-
ana enda er haustið svo yndislegur
árstími.“ Ása Björk á þrjú börn, 9,14
og 19 ára, og reynir hún að nýta helg-
arnar til að eiga góðar stundir með
þeim þó oft sé hún upptekin við störf
sín í kirkjunni. „Ég á stundum frí-
helgar og þá reynum við að nýta tím-
ann vel saman. Við spilum gjarnan,
föndrum og eldum saman því krakk-
arnir hafa öll óvenjumikinn áhuga
á mat og matseld. Við reynum líka
að fara sem oftast í stuttar ferðir út
fyrir bæinn. Til dæmis hefur staðið
til hjá okkur að skreppa til Þing-
valla og njóta haustlitanna. Annars
eru krakkarnir mínir duglegir að
taka þátt í því starfi sem fer fram í
kirkjunni, yngsta stelpan mín er sér-
staklega áhugasöm og vill helst ekki
missa af einni einustu athöfn." Þessi
helgi verður nokkuð óvenjuleg hjá
Ásu Björk þar sem hún á frí alla helg-
ina frá störfum sínum í kirkjunni.
„Ég er að gera upp íbúðina mína og
ég ætla að verja einhverjum tíma um
helgina í að pússa upp stórar eikar-
plötur í nýtt borðstofuborð sem ég
hlakka mikið til að koma mér upp.
Mér finnst mjög gaman að gera hlut-
ina sjálf og reyni að sinna flestum
verkum á heimilinu með eigin
höndum. Svo kíki ég ábyggilega á
bæjarlífið og það er jafnvel á dagskrá
að líta við á Eyrarbakka í góðum fé-
lagsskap vinkvenna minna,“ segir
Ása Björk að lokum og hlakkar til að
sigla inn í helgina.
hilma@bladid.net
SU DOKU talnaþraut
Lausn síðustu gátu:
Su Doku þrautin snýst um að raða tölunum
frá 1-9 lárétt og lóðrétt í reitina, þannig
að hver tala komi ekki nema einu sinni
fýrir I hverri línu, hvort sem er lárétt eða
lóðrétt. Sömu tölu má aukin heldur
aðeins nota einu sinni innan hvers níu
reita fylkis. Unnt er að leysa þrautina út
frá þeim tölum, sem upp eru gefnar.
Gáta dagsins:
8 5 3 1 7 4
2 3
2 9
7 1 5
5 6 8 4 1 2
1 8 9
2 5 6
4 1 5
9 8
6 4 2 8 9 5 7 1 3
8 5 1 2 7 3 4 9 6
9 7 3 4 6 1 2 8 5
1 8 5 7 2 6 9 3 4
7 3 9 5 4 8 6 2 1
2 6 4 1 3 9 5 7 8
3 9 7 6 1 4 8 5 2
4 2 8 3 5 7 1 6 9
5 1 6 9 8 2 3 4 7
eftir Jim Unger
11-28
C> Jim Unger/dist. by United Media, 2001
Ekkert múður. Ég hitti þó alla vega eitthvað!
Spurning dagsins
Hefurðu farið á
kvikmyndahátíðina?
Guðjón ívar Jónsson, nemi
Nei,ég er ekki búinn aðfara.
Kristfn Clausen, nemi Nei. Það
stendur ekki til.
Kristófer Rodriguez, nemi
Þrátt fyrir mikla löngun til að
njóta kvikmyndahátíðarinnar þá
hefur ekki gefist tími til þess.
Birkir Pálmason, nemi Nei,en
ég ætla mér að sjá myndina The
Road to Guantanamo.
íris Ragnarsdóttir, nemi Nei,
ég er ekki búin að fara á hátíð-
ina.