blaðið - 06.10.2006, Page 28
4
öfi Benelli
5 ara óbyrgö á öllum nyjum byitum
Hólmaslöð 1 • 101 Röykjavlk S.mi 562-0095/898-4047 www.vaidihusld.is
Auglýsing um umhverfismat
Samgönguáætlunar 2007 - 2018
Samgönguráðuneytið og stofnanir þess auglýsa hér með kynningu á
umhverfismati á tillögu að samgönguáætlun 2007 - 2018 í samræmi við
lög nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana. Samgönguáætlun er unnin
í samræmi við lög nr. 71/2002 og er hún samræmd áætlun fyrir flug-,
siglinga- og vegamál. Umhverfismatið tekur til áhrifa helstu markmiða og
helstu framkvæmda samgönguáætlunar á umhverfið.
Umhverfismat samgönguáætlunar liggur frammi til kynningar hjá
Flugmálastjórn íslands, Reykjavíkurflugvelli, Siglingastofnun íslands,
Vesturvör 2, Kópavogi og Vegagerðinni, Borgartúni 7, Reykjavík.
Umhverfismatið er ennfremur kynnt á heimasíðu samgönguráðuneytisins,
www.samgonguraduneyti.is, og heimasíðum fyrrgreindra stofnana
ráðuneytisins, www.caa.is,www.sigling.is og www.vegagerdin.
is. Með umhverfisskýrslu fylgja til hliðsjónar drög Samgönguráðs
að samgönguáætlun 2007 - 2018, en ekki er óskað eftir sérstökum
athugasemdum við þau drög að þessu sinni.
Frestur til að gera athugasemdir við umhverfismat samgönguáætlunar er
til og með 20. nóvember 2006 og skulu þær vera skriflegar og undirritaðar.
Athugasemdir skulu berast samgönguráðuneytinu, Hafnarhúsinu við
Tryggvagötu, 150 Reykjavík.
Samgönguráðuneytið
Flugmálastjórn íslands
Siglingastofnun Islands
Vegagerðin
Samgönguráðuneytið
VEGAGERÐIN
V
SIGLINGASTOFNUN
Flugmálastjórn íslands
Veiðimálastofnun áætl-
ar að stangveiði á laxi í
sumar verði um 41.000
laxar. Veiði er ekki lokið
i öllum ám landsins og
endanlegar tölur liggja því ekki fyr-
ir. Meðalveiði áranna 1974-2005 var
35.724 laxar og er þetta því um 15
prósent yfir henni. Veiðin í ár verð-
ur þó um 35 prósentum minni en í
fyrra sem var metár en þá veiddust.
55.168 laxar á stöng.
Veiðimet voru slegin í að
minnsta kosti þremur ám í sumar,
Selá í Vopnafirði, Stóru-Laxá og
Ytri-Rangá. „Selá hækkaði sig ann-
að árið í röð. Hún var líka í meti í
fyrra þannig að uppsveiflan heldur
áfram,“ segir Guðni Guðbergsson,
deildarstjóri hjá Veiðimálastofnun.
Lokatalan í Selá var 2740 laxar en
metveiðin frá í fyrra var 2318 laxar.
í Stóru-Laxá veiddust 709 laxar
sem er tveimur löxum meira en
metárið 1984. Til samanburðar má
benda á að meðalveiði í ánni síð-
astliðin 30 ár hefur verið um 300
laxar.
(slandsmet í Ytri-Rangá
í Ytri-Rangá stefnir í Islandsmet
en þar hafa þegar veiðst rúmlega
4200 laxar og ljóst að núverandi Is-
landsmet verður slegið en það var
sett í fyrrasumar í Eystri-Rangá.
„Það er reyndar svolítið öðruvísi
þar vegna þess að megnið af veið-
inni er búið til með sleppingu á
gönguseiðum og heimturnar fara
þá eftir fjöldanum sem sleppt er
í ána og hvernig þeim reiðir af og
svo náttúrlega hversu mikið veiði-
menn ná að veiða af því sem upp
gengur,“ segir Guðni.
Að sögn Guðna hafa ýmsir þættir
áhrif á veiðitölur á milli ára. „Þetta
eru nokkrir samverkandi þættir svo
sem hvort fjöldi seiða sem út geng-
ur er mikill og hvort sjórinn skilar
miklu til baka aftur og síðar skil-
yrði til veiða í ánum þegar þangað
er komið. Þetta þarf allt að vega sam-
an til þess að menn fái þessi metár,“
segir Guðni en bætir við að þessir
þættir vegi ekki alltaf jafnþungt.
Niðursveifla framundan
„Þetta gengur svolítið í sveiflum.
Það líða nokkur ár áður en toppn-
um er náð. Síðan kemur toppur og
þá fer að dala aftur í nokkur ár,“ seg-
ir Guðni. í ljósi þess að síðasta ár
var metár í laxveiði á stöng mætti
þá ætla að það verði niðursveifla á
næstu árum?
„Ef við horfum á þetta aðeins út
frá þessum sögulegu þáttum meg-
um við alveg búast við að það fari
eitthvað niður næsta ár. Hins vegar
erum við enn þá fyrir ofan meðal-
tal þannig að það er ekki eins og
það sé einhver krísa á ferðinni," seg-
ir Guðni sem áréttar að fleiri þætti
verði að taka með í reikninginn.
„Við eigum eftir að fara í gegnum
þau gögn sem við höfum verið að
safna í sumar, bæði veiðitölurnar,
samsetningu göngunnar (smálax
og stórlax), teljaratölur, hversu stór-
ir hrygningarstofnarnir hafa verið
og svo mælingarnar sem við ger-
um á seiðastofnunum í ánum. Þá
eigum við eftir að skoða heimtur
á merkjum og sjá hvernig þróunin
hefur verið í dánartölu í sjó.“
Misjafnt eftir landshlutum
Að sögn Guðna geta sveiflur i
veiði einnig verið misjafnar eftir
landshlutum.
„Yfirleitt eru sveiflurnar minnst-
ar hér á Vesturlandi en mestar á
Norðurlandi. Munurinn milli góðu
og slæmu áranna hér er miklu
minni en þar,“ segir Guðni.
Árið 1996 byrjaði Veiðimálastofn-
un að halda utan um tölur yfir
þann fjölda fiska sem veiðimenn
sleppa. Hlutfall þeirra fiska hefur
verið um 16 prósent á undanförn-
um árum að meðaltali en hlutfallið
er mismunandi eftir ám.
„Við höfum verið með rannsókn
á því hvaða áhrif það hefur á veiði-
tölurnar. Okkur sýnist að heilt yfir
séu tölurnar að hækka um einhver
fjögur prósent á landinu í heild en
veiðitölur einstakra áa hækka nátt-
úrlega heldur meira.“
einar.jonson@bladid.net