blaðið - 06.10.2006, Page 32

blaðið - 06.10.2006, Page 32
32 FÖSTUDAGUR 6. OKTÓBER 2006 blaöiö íþróttir ithrottir@bladid.net Frakkar sterkari án Zidane Miðvörður Hearts og skoska landsliðsins, Steven Pressley, segir franska landsliðið betra án Zinedines Zidane, en Skotar taka á móti Frökkum á morgun i undankeppni Evrópumóts landsliða 2008. Pressley sagði að svo mikið hafi verið gert ór Zidane að franska liðið hafi aldrei náð að blómstra að fullu. „Frakkar verða bara erfiðari við að eiga nóna þegar Zidane er hættur,” sagði Pressley. Brynjar Björn Gunnarsson er ánægöur með fyrstu leiki Reading: Við getum gert enn betur ■ Brynjar ver fenginn hiut ■ Sáttur viö sína frammistöðu ■ Ætluöum aö vinna stig snemma til aö forðast fallbaráttu Reading hefur farið frá- bærlega af stað í ensku úrvalsdeildinni í haust og situr í sjöunda sæti deildarinnar með þrettán stig, að- eins þremur stigum minna en toppliðin Manchester United og Chelsea. íslensku lands- liðsmennirnir Brynjar Björn Gunn- arsson og ívar Ingi- marsson leika sem kunnugt er með Read- ing þar sem fvar hefur spilað frábærlega og Brynjar hefur komið við sögu í flestum leikjum liðsins og þykir hafa skilað sínu vel. „Liðinu hefur gengið vel með þetta byrjunarlið og stjórinn, Steve Coppell, vill halda því þannig,” segir Brynjar Björn um það hlutskipti að þurfa að verma varamannabekkinn hjá Reading í fyrstu sjö leikjum leiktíðarinnar. „Ég hef svo yfirleitt komið inn í leik- ina snemma í seinni hálfleik, eða í öllum leikjum nema einum. Þá er ég í því hlutverki að verja fenginn hlut aftar- lega á miðjunni, sem hefur gengið eftir hingað til,” segir Brynjar Björn, sáttur við sína frammistöðu, en Brynjar berst um sæti í byrjunarliðinu við Banda- ríkjamanninn Bobby Convey og Eng- lendinginn James Harper. Aðspurður um hvernig honum þyki Convey og Harper hafa staðið sig á miðj- unni viðurkennir Brynjar að þeir hafi staðið sig ágætlega. „Það er ekkert út á frammistöðu þeirra að setja þótt ég væri alveg til í að spila meira.” Árangurinn framar vonum Inntur eftir markmiðum Reading fyrir tímabilið segir Brynjar að það hafi ekki verið háleitara en að reyna að halda sér í deildinni. Árangurinn nú sé því löngu farinn fram úr væntingum. „Það bjóst náttúrlega enginn við því að við myndum byrja mótið svona vel. Við settum okkur það að reyna að hala inn eins mörg stig og við gætum sem fyrst svo við lendum ekki í þeirri leiðinlegu Brynjar i baráttu Stjóri Reading leitar til Brynjars þegar þarf að verja stöðuna og stöðva andstæðingana.. og erfiðu aðstöðu í vor að berjast fyrir lífi okkar í deildinni,” segir Brynjar. Brynjar Björn hefur mikla trú á lið- inu og segir það fullfært um að setja sér hærri markmið en að bjarga sér frá falli. „Þrátt fyrir að vera spáð sæti neðar- lega í deildinni fyrir tímabilið finnst mér samt sem áður alls ekki að liðið sé að spila umfram getu,” segir Brynjar. ,Það er frekar á hinn veginn, að liðið eigi ennþá svolítið inni,” segir Brynjar, fullur trúar og bjartsýni á framhaldið. fslendinganýlenda Væntanlegur er fjórði íslendingur- inn til Reading en hinn sextán ára gamli Bliki, Viktor Unnar Illugason, skrifaði undir samning við Reading í lok síðasta mánaðar og fer til Reading um næstu mánaðamót til æfinga. Þar hittir Viktor fyrrum félaga sinn hjá þriðja flokki Breiðabliks, Gylfa Þór Sig- urðsson, sem gekk til liðs við félagið í hittifyrra. Aðspurður um hvernig Gylfa reiði af hjá félaginu segir Brynjar að hann standi sig vel með unglingalið- inu, í öllu falli hafi þeir áhuga á að fá til liðs við félagið fjórða íslendinginn. Brynjar Björn er eins og aðrir ís- lenskir landsliðsmenn í knattspyrnu staddur í Riga í Lettlandi, þar sem liðið undirbýr sig fyrir þriðja leikinn í undankeppni Evrópumótsins 2008 gegn liði Letta sem fram fer á morgun. Aðspurður um hvernig liðið undirbýr sig líkamlega og andlega fyrir leikinn segir Brynjar að þeir séu nýkomnir af æfingu, annars hvíli þeir sig, borði, spili eða horfi á myndbönd.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.