blaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 6

blaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 blaöið Tölvunám i? Almennt tölvunám Sérstaklega hagnýtt og markvisst námskeið ætlað þeim sem hafa einhvern tölvugrunn að byggja á eða eru að vinna við tölvu og vilja auka við þekkingu sína hraða og færni. Mikið lagt uppúr vinnusparandi aðgerðum í tölvu. • Windows skjalavarsla • Word • Excel • Internet • Outlook tölvupóstur og dagbók Kennsla hefst 17. október í Reykjavík og 24. október á Akureyri. Kennt er þriðjudaga og fimmtudaga, morgun- og kvöldnámskeið. Lengd 63 std. Verð kr. 39.900,- Allt kennsluefni innifalið. Vilja friða Jökulsá á Fjöllum Þingmenn úr öllum þeim flokkum sem eiga fulltrúa á Alþingi hafa lagt fram þingsályktunartillögu þar sem ríkisstjórninni er falið að undirbúa friðlýsingu Jökulsár á Fjöllum. Þeir vilja að friðlýsingin taki til alls vatnasviðs Jökulsár á Fjöllum að Kreppu og að hvers kyns röskun og mannvirkjagerð verði bönnuð. Tillagan hefur verið lögð fram fimm sinnum áður en aldrei fengist rædd. VAKTA VINNUFOLK Flest námskeið skólans geta hentað ykkur sérstaklega vel þar sem möguleiki er að skipta milli morgun- og kvöldtima eftir vöktum án þess að missa úr á stærri námskeiðum. TÖLVUSKÓLINN ÞEKKING SlMI: 544 2210 FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERÁRGATA 36 600 AKUREYRI WWW.TSK.IS SKOLIWTSK.IS Tölvuskólinn þinn Evrópusambandið: Fáfróðir Evrópubúar mbl.is Aðeins einn af hverjum fimm Evrópubúum og færri en einn af hverjum 10 Bretum veit að aðildarríki Evrópusam- bandsins eru 25, en þetta kemur fram í nýrri könnun sem fram- kvæmdastjórn ESB birti í gær. Fram kemur í könnuninni að 23 prósent Evrópumanna, að með- altali, vita að ESB samanstendur af 25 aðildarríkjum frá því að 10 ný Evrópulönd, sem flest eru fyrrum kommúnistaríki, gengu í sambandið í maí árið 2004. Þau lönd sem komu best út úr könnuninni voru Kýpur, Slóvenía og Lúxemborg. Um 58 Kýpverjar vissu svarið við spurn- ingunni á meðan 51% Slóvena vissi hver fjöldinn er. Nákvæm- lega einn af hverjum tveimur í Lúxemborg vissi að ríki ESB væru 25. Bretar eru sú þjóð sem kom verst út úr könnuninni. OLYMPUS Nýju OLYMPUS vélarnar mju740 og mju750 eru mættar! OLYMPUS m/'u740 7.1 milljón pixlar 5 x aðdráttarlinsa (36-180mm) Ljósop f/3,3-5,0 2.5" LCD skjár 215,000 pixlarískjá IS0 80-1600 23 tökustillingar Allt að 3,5 rammar á sekúndu Macro niður á allt að 2 sentimetra Videoupptaka 640x480, með hljóði (QuickTime) BrightCapture tækni gefur frábæra myndgæði í lítilli birtu Hleðslutæki og Lithium-ion rafhlaða fylgir Veðurvarin 3 ára ábyrgð Kr. 33.900,- OLYMPUS OLYMPUS mju750 7.1 milljón pixlar 5 x aðdráttarlinsa (36-180mm) Ljósop f/3,3-5,0 Dual hristivörn 2.5" LCD skjár 215,000 pixlarískjá ISO 80-1600 23 tökustillingar Allt að 3,5 rammar á sekúndu Macro niður á allt að 2 sentimetra Videoupptaka 640x480, með hljóði (QuickTime) BrightCapture tækni gefur frábæra myndgæði í lítilli birtu Hleðslutæki og Lithium-ion rafhlaða fylgir Veðurvarin 3 ára ábyrgð Kr. 36.900,- ORMSSON Hlerað hjá réðherra Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi utanrikisráðherra, hefur lýst þvíyfir að simi ráðu- neytisins hafi verið hleraður. Ráðuneytið var þá i sama húsi og lögreglan i Reykjavik. Jón Baldvin Hannibalsson: Sími ráðherra hleraður ■ Óvíst hver hleraði ■ Grunar Bandaríkjamenn „Ég lét framkvæma athugun og í ljós kom að sími ráðuneytisins var hleraður. Það er hins vegar ekki vitað hver var á hinum endanum,” segir Jón Baldvin Hannibalsson, fyrrverandi sendiherra. Á árunum 1988-1995 gegndi Jón Baldvin embætti utanríkisráðherra og 1993 fékk hann tæknimann til þess að kanna hvort síminn væri hleraður. Niðurstaðan var sú að sím- inn var hleraður. Jón Baldvin er ekki viss um að niðurstaða fáist um það hver stóð fyrir hlerununum en telur íslenska leyniþjónustu eða banda- rísk yfirvöld líklegustu kostina. „Innvígður maður stakk að mér þeim möguleika að þarna hafi ís- lensk leyniþjónusta verið að verki. Á vegum íslenskra stjórnvalda var hljóðeinangrað herbergi tveimur Ekkl er vitað hvervará hinum endanum Jón Baldvln Hannibalsson fyrrverandi sendiherra hæðum fyrir neðan mig,” segir Jón Baldvin. „Njósnir eru gríðarlegur atvinnuvegur og risaveldin hafa lagt mikla áherslu á hnattrænar njósnir. Á því ári sem athugunin var framkvæmd voru Sovétríkin fallin og því aðeins eitt risaveldi sem stóð eftir sem stundaði njósnir í stórum stíl.“ Upplýsingaskrifstofa bandaríska sendiráðsins vildi lítið tjá sig um málið og fulltrúi hennar sagði að hér væru aðeins á ferðinni getgátur. Afnám lífeyrisgreiöslna: Ráðuneytisstjóri og ráðherra vanhæfir SÍÐUMÚLA 9 I SMÁRALIND I AKUREYRI I KEFLAVÍK I 3 í SlMI 530 2800 1 SlMI 630 2900 í SÍMI 461 5000 I SiMI 421 1635 I Fjármálaráðherra og ráðuneytis- stjóri fjármálaráðuneytisins voru vanhæfir þegar þeir samþykktu breytingar á samþykktum 14 lífeyr- issjóða í tengslum við skerðingar og afnám örorkulífeyris. Þetta er mat Ragnars Aðalsteinssonar hæstaréttarlögmanns. Ragnar fer nú með mál Öryrkja- bandalags íslands gegn sjóðunum 14 og í bréfi sem hann sendi fjár- málaráðherra i gær krefst hann þess að ráðherra, ráðuneytisstjóri og undirmenn hans víki sæti við með- ferð málsins. Að sögn Ragnars gerði Baldur Guðlaugsson ráðuneytisstjóri sig vanhæfan með því að koma að málinu bæði sem ráðuneytisstjóri og sem stjórnarformaður eins af Ráðuneytisstjóri sat báðum megin borðs Ragnar Aöalsteinsson hæstaréttarlögmaöur lífeyrissjóðunum 14. Hann hafi því í raun setið báðum megin borðs í málinu. „Hann er skipaður af ráð- herra í stjórn sjóðsins og getur því ekki litið á þetta sem óháður maður. Lögin gera síðan ráð fyrir að und- irmenn hans séu líka vanhæfir og þurfi að víkja." Ragnar krefst þess einnig að allar breytingar á samþykktum sjóðanna verði felldar úr gildi vegna vanhæfis ráðherra og ráðuneytisstjóra.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.