blaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 40

blaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 40
'VM 40 ÞRIÐJUDAGUR 10. OKTÓBER 2006 Pólitíska hornið... ^ vinstri, HÆGRI snú! Brennivín í búðir, brennivín í blöðin og brennivín fyrir „börn“ og ( búöum, annaö gerir ráð fyrir aö leyfilegt veröi aö aug- ^ lýsa áfengi og það síðasta leggur það til að áfengiskaupaaldur verði lækkaður niður í 18 ár. Þessu fagna ég! Það væri ákaflega ánægju- legt ef ríkið léti af þessari þrálátu forræðishyggju sinni. Mér þykir það heldur óæskilegt að hið háa Alþingi stjórni okkur jafn mikið og það gerir og fagna því nánast öllu sem miðar að því að dregið sé úr ríkisafskiptum. Það er einfaldlega ekki ríkisins að gæta þess hvort við drekkum áfengi eða hvar við kaupum það. Ég vil sjá að einstaklingurinn hafi frelsi til þess að velja það sjálfur hvað hann gerir. Það á heldur ein- faldlega ekki að vera ríkisins að ákveða það hvort innflytjendur áfengis mega auglýsa vöru sína. Þeir eiga að sjálfsögðu að fá að vera á frjálsum markaði og geta auglýst eins og aðrir ef þeir kjósa það. í dag eru lögin þannig að aldurstakmark inn á vínveitinga- staði er miðað við 18 ára en hins vegar geta skemmtistaðaeig- endur sett reglur um að aldurs- takmarkið sé hærra. Þeir sem eru yngri en 20 ára hafa ekki leyfi til þess að kaupa áfengi hvort sem það er á skemmtistöðum eða í vínbúðum. Þessu er hins vegar erfitt að fylgja eftir og ég hef allavega aldrei vitað til þess að þeir sem selja áfengi inni á vínveitingastöðum neiti neinum um kaup á því sem á annað borð eru komnir inn á skemmti- staðinn. Það er líka þannig að þegar einstaklingur hefurnáð18 Tára aldri er hann orðinn sjálfráða og þá finnst mér það ekki vera ríkisins að banna honum að neyta eins eða neins ef það er á annað borð löglegt fyrir þá sem eldri eru. Þeir sem eru orðnir sjálf- ráða eru ekki lengur skilgreindir sem börn. Þeir eiga því að fá að stjórna sér sjálfir og taka ábyrgð á sínu lífi. Kristín Hrefna „Það er ekki verið að ráðast á nýbúa sem slíka. Málið er að Búi Bendtsen, annar stjórn- enda morgunþáttarins Capone á XFM 919, er horfinn af landi brott og kemur því ekkert við sögu í CAPONE í þessari viku. Hann þykist spila á tónleikum með Brain Police í Kaup- mannahöfn en það er náttúrlega bara kjaft- æði. Á meðan er ég að nota tækifærið til þess að tékka á því hvort það sé jafnvel einhver hæf- ari í starfið en Búi og er því að leita að ný-búa til þess að leysa hann af og ef til vill taka við af honum ef ég finn betri kandídat,“ segir Andri Freyr, aðalstjórnandi þáttarins. „í fyrradag var Geir Ólafsson hjá mér en hann stóð sig með stakri prýði og hann kem- ur vel til greina sem nýr aðstoðarmaður minn. Geir er svona gæi sem veit allt, hann er held ég bara svolítið misskilinn listamaður en hann er allavega frábær útvarpsmaður,“ segir Andri. Mundirðu vilja að Geir Ólafs vœri aðstoðar- maðurþinn frekar en Búi? „Ég kýs að tjá mig ekki um málið að svo stöddu. Það eru nefnilega hlustendur sem ákveða hvaða ný-búi stóð sig best og hvort upprunalegi Búinn eigi afturkvæmt í þáttinn. Þetta verður æsispennandi og ættu allir að fylgjast með þættinum," segir Andri. „Dagskrárstjórinn sjálfur, Snorri Sturluson, mætti á mánudaginn og afsannaði þær kenn- ingar Capone-manna að hann sé morgunsvæf- ur með afbrigðum. Hann heimtaði að fá að vera með og sagði að þátturinn fengi ekki að vera með þessu sniði ef hann fengi ekki að vera með. I morgun, miðvikudag, mætti hinn afar hressi Pétur Jóhann Sigfússon, en það eru margir sem spá honum sigri í þessari keppni þar sem maðurinn er með eindæmum vanur í útvarps-sprellinu. Á föstudaginn, 13. októb- er, mætir síðasti keppandinn í þáttinn, en það er hinn andlitsfríði og stælti Auðun Blöndal sem gerir tilraun til að fylla skarð Búa,“ seg- ir Andri. Það verður því gaman að fylgjast með þeim Capone-mönnum þessa vikuna og athuga hvort þeir geta í raun og veru stað- ist það að gera ekki grín að nýbúum þrátt fyrir þessa nýbreytni hjá þeim. Hvað eru allir að læra? sjúkraliðabraut, fjölmiðlabraut, íþróttabraut og starfsbraut fyrir fatlaða; allt þetta auk hefðbund- inna námsbrauta eins og félags- fræði-, líffræði- og viðskipta- hag- fræðibrauta. Stefán Andrésson, áfangastjóri við skólann, segir að vinsælasta brautin sé alltaf félagsfræðibraut- in. Hún veiti góðan og almennan undirbúning fyrir áframhaldandi nám. „Snyrtibrautin og rafvirkjun, húsasmíði og sjúkraliðabrautin og myndlistarbrautin eru líka alltaf mjög vinsælar þar sem það nám er ekki í boði á mörgum öðr- um stöðum.” Stefán segir að fólk virðist ekki velja hvað það eigi að læra eftir því sem er að gerast úti í þjóðfélaginu eða á vinnumarkaði. ,Hvað námsvalið varðar virðast nemendur láta hjartað ráða för sem er gott mál.” Að ganga menntaveginn er eitthvað sem unga fólkið tekur kannski sem sjálfsögðum hlut í dag og spurningin í hugum margra er ekki hvort heldur hvaða vegur skuli genginn. Menntaveg- urinn margumræddi er nefnilega heilt gatnakerfi sem liggur í allar áttir með hjáleiðir, mislæg gatna- mót og hraðbrautir. Það getur því verið nokkur kúnst að finna sinn veg og valkvíðaköst vegna náms- valskvíða eru daglegt brauð náms- ráðgjafa í skólum landsins. Fjölbrautaskólinn í Breiðholti er stærsti fjölbrautaskóli lands- ins og býður upp á fjölbreyttar námsbrautir sem gefa möguleika á framhaldsnámi eða starfi á ýmsum sviðum. Margir finna þar eitthvað við sitt hæfi enda er þar að finna brautir eins og list- námsbraut, handíðabraut, upplýs- inga- og tæknibraut, snyrtibraut, Menntavegurinn Beinn og breiöur. Eins manns kona Bl Scarlett Johansson segist vera trú sínum manni þegar hún er í alvarlegum samböndum. Hún sagði nýverið i viðtali við Allure-magasinið að þegar hún sé i sambandi þá sé hún i sambandi, og þetta þykja fréttir á þessum síðustu og verstu timum. væfur

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.