blaðið - 11.10.2006, Side 18

blaðið - 11.10.2006, Side 18
blaði Útgáfufélag: Stjórnarformaður: Ritstjóri: Fréttastjórar: Ritstjórnarfulltrúi: Ár og dagur ehf. Sigurður G. Guðjónsson Sigurjón M. Egilsson Brynjólfur Þór Guðmundsson og Gunnhildur Arna Gunnarsdóttir Janus Sigurjónsson Hvar er skattalækkunin? Ríkisstjórn Geirs H. Haardes var með réttu hrósað á þessum stað i gær fyrir fyrirætlanir um að lækka matvöruverð með margvíslegum aðgerðum í vetrar- lok. Þær breytingar munu koma allri alþýðu manna til góða og veita vonandi fyrirheit um að hið opinbera kunni að slaka á krumlu sinni frekar í framtíð- inni, þó vissulega eimi enn eftir af neyslustýringaráráttu stjórnmálamanna í áformum þessum. Sumum bituryrtum stjórnarandstæðingum hefur þótt lítið til koma og sagt um ódýrt kosningabragð að ræða, enda tekur breytingin ekki gildi fyrr en 1. mars, liðlega tveimur mánuðum fyrir alþingiskosningarnar næsta vor. En það er sama af hvaða hvötum er, lækkun matvöruverðs er fagnaðarefni og vei þeim stjórnmálamönnum, sem dettur í hug að vinda ofan henni eftir kosningar. En þessar tillögur ríkisstjórnarinnar gefa einnig vísbendingar um aukið sjálfstraust landstjórnarinnar eftir talsverðar blikur í efnahagsmálum undan- farið misseri. Ljóst er að forsætisráðherra telur vera borð fyrir báru, sem enn frekar var staðfest með því að fallið hefur verið frá aðgerðum frá þvi í sumar um frestun stórframkvæmda á vegum hins opinbera. f ljósi rénandi hagvaxtar, sem talið er að muni nema 1% á næsta ári eftir 4% vöxt á þessu og 7% næstu tvö á undan, er ekki talið jafnbrýnt og fyrr að slá á þenslu og ofhitnun hagkerfisins. En hvað með þá aðgerð ríkisstjórnarinnar frá í sumar, að hækka tekjuskatt á almenning? Af hverju er henni ekki aflétt líka? Væri það ekki bæði skynsam- legt og sanngjarnt? Ríkisstjórnin kynnti þessa skattahækkun með þeim skýringum, að aðeins væri verið að draga hluta áður boðaðrar skattalækkunar til baka, en því má ekki gleyma að sú breyting hafði verið lögfest og húsmæður og heimilisfeður landsins höfðu miðað fjárhagsáætlanir heimilanna við að fá að halda meiru eftir af aflafé sínu, sem því næmi. Skattahækkunin setti allar þeirra áætlanir úr skorðum og vist er að á tímum snarhækkandi húsnæðisverðs og verðbólgu var boginn hátt spenntur á mörgu íslensku heimili. Að óbreyttu verður tekjuskattur almennings við næstu áramót 35,72% en ekki 34,58% eins og fólk hafði gert ráð fyrir í trausti þess að marka mætti lög- gjöf frá Alþingi og stefnu ríkisstjórnarinnar. Það tjóir ekki fyrir ríkisstjórnina að koma sem jólasveinar með gjafir til þegna sinna í annarri hendi um leið og hún hlunnfer borgarana með hinni. Nú þarf að standa við stóru orðin og lækka skattinn eins og lofað hafði. Andrés Magnússon. Auglýsingastjóri: Steinn Kári Ragnarsson Ritstjórn & auglýsingar: Hádegismóum 2,110 Reykjavík Aðalsími: 510 3700 Símbréf á fréttadeild: 510 3701 Símbréf á auglýsingadeild: 510 3711 Netföng: bladid@bladid.net, frettir@bladid.net, auglysingar@bladid.net Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins I Toppvara' á frábæru verði^ Vörumerki sem framleidd eru afMichelin - þekktasta og virtasta dekkjaframleiöanda i heimi mAINÍHWl BFGoodrich Kfteber Mikið úrval af heilsárs- og vetrardekkjum undir allar tegundir bifreiða ... þjónusta í fyrirrúmi Gæðakaffi, nettengd tölva, ^ tímarit og blöö ... ... fyrir þig á mcöan þú bíöur Dugguvogi 10 n 568 2020 Hjallahrauni 4 Hfj. S565 2121 18 MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 blaöiö PEÍR FRL' A-ÐFiiJS OF KÓTTÆKíR ATViNMU- ? MítT/VIÆLE'fÍPUl? HIRINN BuRT, K'EMá fóWNSKl EiWSTAKA 5* A Afhjúpum njósnarana Kona sem ég þekki sagði gjarnan í símann að nú ætlaði hún að segja eitthvað verulega krassandi um melt- ingartruflanir sem hún átti við að striða ef ske kynni að síminn væri hleraður. Alltaf hefur mér þótt þetta jafn fyndið þar til núna nýlega að upp hefur komist að þetta er hreint ekki fráleitt. Fyrir unga manneskju í stjórn- málum er magnað að fylgjast með umræðum um þær njósnir sem virðast hafa viðgengist hér á landi i kalda stríðinu. Og nú er ætlunin að lögleiða slíka njósnastarfsemi með því að setja hér á laggirnar leyni- þjónustu þar sem verða skilgreindar heimildir til hlerana. í gildandi lögum eru lagaheimildir til hlerana út af sakamálum. Hinar nýju heim- ildir geta ekki haft annan tilgang en að auðvelda hleranir af öðru tagi. Það er hreint ótrúlegt að stjórn- völd hafi komist upp með að meina fórnarlömbum þeirra hlerana sem hér viðgengust á sjötta og sjöunda áratug 20. aldar að fá aðgang að gögnum um málið. Hvað óttast stjórnvöld nákvæmlega? Eru hleran- irnar umfangsmeiri en áður hefur verið talið? Munu gögnin staðfesta að það var engin lögmæt orsök fyrir hlerununum? Það er ekki ólíklegt að gögnin muni leiða í ljós að stjórnvöld hafi ekki aðeins hlerað símann hjá þeim Ragnari Arnalds og Kjartani Olafs- syni heldur fjölda annarra manna sem ekkert höfðu gert af sér nema að vera ósammála stefnu þáverandi stjórnvalda. Gögnin sem enginn má sjá munu líklega einmitt sýna að Ragnar og Kjartan voru hreint Katrín Jakobsdóttir ekki grunaðir um neitt saknæmt. Þeir höfðu einungis leyft sér að hafa aðra skoðun en ríkisstjórnin og þess vegna vildu stjórnvöld vita hvað þeir aðhöfðust með því að njósna um þá og þeirra persónulegu hagi, líklega í von um að geta grafið upp eitthvað sem nota mætti gegn þeim. Lögleidd leyniþjónusta Auðvitað eiga stjórnvöld að sjá sóma sinn í því að svipta hulunni af þessum gögnum og veita aðgang að þeim, bæði þeim sem urðu fyrir njósnunum og líka fræðimönnum á þessu sviði. Það vekur furðu að stjórnvöld opni ekki aðgang að gögn- unum en sendi þess í stað taglhnýt- inga sína á Morgunblaðinu og ann- ars staðar í leiðangur sem gengur út á að segja okkur að hér hafi í raun verið stórhættulegur her kommún- ista árum saman, vopnaður leyniher, þar sem þeir Kjartan og Ragnar eiga væntanlega að hafa verið lykilmenn þó að menn þori nú ekki að segja það beint út. Það virðist vera auka- atriði í málinu að þennan meinta leyniher er ekki hægt að tengja við neinar af þeim hlerunum sem áttu sér stað milli 1949 og 1968 og gögn liggja fyrir um. Þegar þetta er svo sett í samhengi við hugmyndir dómsmálaráðherra um svokallaða greiningardeild eða leyniþjónustu er ekki íaust við að hárin rísi. Á leyniþjónustan að fara að hlera pólitíska andstæðinga rík- isstjórnarinnar? Á að brenna gögn þessarar leyniþjónustu í tunnu? Dóms- ogkirkjumálaráðuneytið á að tryggja réttindi borgaranna ekki síður en öryggi þeirra. Það er orðið tímabært að rifja það hlutverk upp og taka það alvarlega. Að njósna um pólitíska andstæðinga sína er grafal- varlegt mál. Það er hins vegar hroll- vekjandi staðreynd að núverandi dómsmálaráðherra neitar að skilja það eða taka málið föstum tökum. Áf því er einungis hægt að draga eina ályktun. Frumvarp hans um nýja leyniþjónustu með víðtækt um- boð til hlerana lofar ekki góðu um framhaldið. Höfundur er varaformaður Vinstri-grænna Klippt & skorið Ekki er hægt að segja að Baugsmiðillinn Nyhedsavisen fái neinn óskabyr í Dana- veldi. Tortryggni í garð nýríkra íslend- inga hefur breyst í fjandskap, því forsíðufregn um dár ungliða Þjóðarflokksins að Múhameð spámanni hefur rifið ofan af sári skopmyndamálsins og í íslömskum ríkjum eru krafist viðskiptabanns á Dani. En vandi Gunnars Smára Egils- sonar og félaga er ærinn fyrir, því auglýsinga- sala í Nyhedsavisen er sáralítil. Verðlagningin er varla há heldur, því af 21 auglýsingu í blað- inu, er sú sjötta um 50% afslátt á vaxmeðferð hjá snyrtistofunni Ellipse Klinikken (s. 0045 7010 6565). Sérfræðingar telja að útgefandinn tapi ekki minna en 400 milljónum íslenskra króna á blaðinu á mánuði eins og sakir standa. Staksteinar í Morgunblaöinu í gær vekja máls á því að fagna beri því þegar fólk gefur sig fram til starfa á pólitískum vettvangi og harmar tilraun til þess að .þyrlaupp moldviðri íkringum framboð Guðfinnu S. Bjarna- dóttur". Nú er auðvitað spurning hvort telja megi eina bloggfærslu á vef Sigurjóns Þórðarsonar, þingmanns frjálslyndra, heilt moldviðri, en auðvitað á að fagna framboðum frambærilegs fólks. En það þýðir ekki að það sé stikkfrí frá umræðu um erindi sitt og trú- verðugleika. Guðfinna ætlaði þannig að stýra prófkjörsbaráttu sinni úr rektorsstóli í HR, en framkvæmdastjórn skólans var kölluð saman næsta virkan dag eftir framboðstilkynningu hennar og ákvað að hún færi í launalaust leyfi. En það er víðar kosningaskjálfti en með íhaldinu. (Samfylkingunni í Suðurkjör- dæmi keppa fjórir frambjóðendur um 1. sætið. Titringur er í herbúðum Lúðvíks Berg- vinssonar, enda morgunljóst að hið óvænta framboð Róberts Marshalls mun raska fylgi hans í Vestmannaeyjum. Þær væringartreysta sjálfsagt stöðu Björgvins G. Sigurðssonar, sem byggir á tryggu fylgi (Árborg. Sá, sem þó uppsker sjálfsagt ríkulegast af þessum átökum um efsta sætið, er séra Onundur Björnsson, varaþingmaður. Hann æskir eftir 2.-3. sæti og gæti hæg- lega uppskorið slíkan friðar- stól meðan stuðningsmenn hinna berast á banaspjót. andres.magnusson@bladid.net

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.