blaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 2
blaöið MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 VEÐRIÐ I DAG Rok og rigning Hvöss austanátt og búast má við stormi suðaustanlands. Rigning víðast hvar en mest á Suðausturlandi. Hiti 5 til 12 stig, hlýjast suðaustantil. Á MORGUN Milt veður Suðaustlæg átt og rigning með köflum, minnst þó norðan- lands. Hiti 5 til 10 stig, hlýjast sunnantil. VÍÐA UM HEIM Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 24 19 23 18 09 14 19 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 16 17 11 15 18 20 08 New York Orlando Osló Palma París Stokkhólmur Þórshöfn 16 17 11 24 . 19 11 13 Srí Lanka: Innflutt leik- föng bönnuð Stjórnvöld á Srí Lanka hafa bannað innflutning á fjar- stýrðum leikfangabílum, bátum og flugvélum af ótta við að tamílsku tígrariir muni útbúa leikföngin meö sprengjum. Haft er eftir háttsettum manni í stjórnarhernum ao auðvelt sé að útbúa fjarstýrðan leikfangabíl með sprengju og koma honum á áfangastað þannig að hann valdi miklum skaða. Stjórnvöld segja að tamílsku tígrarnir heyi örvæntingarfulla baráttu og ómögulegt sé að spá fyrir um hverju þeir taki upp á í baráttu sinni. Lögreglumenn: í sífellt meiri hættu Landssamband lögreglu- manna telur starfsumhverfi lögreglumanna verða sífellt hættulegra. í yfirlýsingu frá sambandinu segir að á síðustu vikum hafi komið upp tvö tilvik þar sem lögregla hafi þurft að hafa afskipti af hættulegum brotamönnum með hlaðin skotvopn. Landssamband lögreglu- manna hefur lengi barist fyrir bættu starfsumhverfi lögreglu- manna. Sambandið fagnar því að dómsmálaráðherra leggi til að refsingar vegna ofbeldis í garð lögreglumanna og samsvar- andi stétta verði hertar verulega. Við Elliðaárnar Ásta segir um 50 rúmmetra af vatni á sekúndu, eða sem samsvarar 10 Elliðaám, ónýtta af þvi vatni sem rennurinn í Hálslón. Ásta Þorleifsdóttir jarðfræðingur: Mynd/Frikki Næg orka þótt lónið verði lækkað ■ Hálslón gæti minnkað um 35 prósent ■ Öryggið eykst Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Lækkun lónhæðar í Hálslóni getur aukið öryggi til muna án þess að hafa áhrif á orkugetu. Hreindýrin geta gengið áfram um Kringilsárr- ana og gæsir verpt þar, að því er Ásta Þorleifsdóttir, jarðfræðingur og jarðverkfræðingur, telur. Hún segir tímabært að koma með tillögu sem gefur mönnum færi á að koma með nokkrum sóma upp úr skotgröf- unum, eins og hún orðar það. Vegna vaxandi gróðurhúsaáhrifa hefur bráðnun Vatnajökuls orðið hraðari en áður og rennslið í Jökulsá þess vegna vaxið gífurlega. Þetta vatn vill Ásta nota. „Hagsýn húsmóðir myndi aldrei láta renna 140 lítra af vatni í baðker sem 90 lítrar rynnu út úr. Síðustu fimm árin hafa um 140 rúmmetrar á sekúndu runnið inn í Hálslón. Það renna hins vegar að meðaltali 90 rúmmetrar á sekúndu út um inntakið niður til virkjunarinnar,” bendir Ásta á. „Þetta þýðir einfaldlega að þriðj- ungurinn af vatninu rennur yfir stífluna, um yfirfallið og niður í gljúfrið án þess að nýtast. Það verða 50 rúmmetrar á sekúndu í afgang sem samsvarar 10 Elliðaám. Af þessu aukavatni er engu að síður álag á mannvirkin og jafnframt hætta á að sprungur gliðni. Með því að lækka vatnsborðið má tryggja mun betur öryggi stíflnanna.” Ásta segir hugsanlega hægt að lækka lónhæðina um allt að 20 metra án þess að skerða orkuframleiðslu og minnka þá lónið samtímis um 35 pró- sent að flatarmáli. Þar með eyðilegg- ist ekki stór gróðursvæði sem menn hafa áhyggjur af. Einnig dragi veru- lega úr hættunni á uppblæstri. Ásta hefur löngum haft áhuga á Kárahnjúkasvæðinu en faðir hennar, Þorleifur Einarsson jarð- fræðingur, fór fyrstur íslenskra jarðvísindamanna í Kringilsárrana til að vinna, árið 1963. Hún var ein fárra einstaklinga sem sendu inn athugasemdir f matsferlinu. Hún velti því fyrir sér hvort til væru ein- hverjar mótvægisaðgerðir gagnvart þeim gríðarlega uppblæstri og áfoki sem menn eiga von á þar sem Jökla er aurugasta á íslands. „I júlímánuði einum getur framburður Jöklu verið upp undir 3 milljónir tonna eða 100 þúsund tonn af aur á einum degi. Það þyrfti 10 þúsund vörubíla á dag til að flytja magnið. Eðlilega hefur maður sem jarðvísindamaður hrein- ræktaðan áhuga á þessu. Það hefur ekkert með skoðanir manns á virkj- unum að gera. Það er einfaldlega heillandi að velta því fyrir sér hvort eitthvað sé hægt að gera.” Fylla á Hálslón hægt svo sjá megi hvort misgengin í sprungnu berg- inu hreyfist. Tvær botnrásir eru í gegnum Kárahnjúkastíflu. Uppá- stunga Ástu gengur út á að halda lón- hæðinni niðri með því að nota efri botnrásina. Þessa rás á að nota næsta sumar til að tempra hraðann á vatns- söfnun. „Það verður nóg vatn til að fullnægja allri orkuþörfinni. Ef þetta virkar ekki og ekki fæst nóg vatn, má alltaf loka rásinni. Við höfum allt að vinna með því að prófa þetta.” Frakkar og Tyrkir: Deila hart um þjóðarmorð Tyrknesk stjórnvöld íhuga að setja viðskiptaþvinganir á frönsk fyrirtæki ef franska þingið samþykkir lög sem heimila yfirvöldum að fangelsa og sekta þá sem neita að viður- kenna að Tyrkir hafi framið þjóðarmorð á Armenum í fyrri heimsstyrjöldinni. Tyrkneskir stjórnmálamenn eru æfir vegna málsins. Fjölda- morð Tyrkja á Armenum f fyrri heimsstyrjöldinni eru einn umdeildasti atbjurðurinn í sögu þjóðarinnar. Táið er að hálf önnur milljón Ármena hafi látið lífið í skipnlögðum fjölda- morðum Tyrkjl. Argentina: Refsað fyrir að fagna Argentínskur lögreglumaður hefur verið leystur frá störfum í tíu daga í refsingarskyni fyrir að fagna marki á knattspyrnu- leik sem hann var að vakta. Lögreglumaðurinn fagnaði gríð- arlega þegar liðið Estudiantes de La Plata skoraði þriðja mark sitt gegn Lanus og innsiglaði þar með góðan útisigur. Áhangendur Lanus voru ekki ánægðir með hlutdrægni lög- reglumannsins og grýttu hann með ýmsu lauslegu. Hann var síðar fjarlægður af vellinum af starfsbræðrum sínum til þess að koma í veg fyrir frekari óeirðir. 11W* ÍSLANDS NAUT ÁS°/o alvl.ilI ur al Ivlandvniiiilvuiiriini í iiervlununi llóniiv |i('.vvíi uiloi Verjendur í Baugsmálinu boða kæru til Mannréttindadómstóls Kæra íslenska ríkið Óréttlát málsmeðferð Varnaraðilar íBaugsmálinu hafa boðað ákæru til Mannréttindadómstóls Evrópu og segja málsmeðferð óréttláta. „Við erum búin að senda frá okkur tilkynningu um kæru til Mannrétt- indadómstóls Evrópu. Með kærunni erum við f raun að kvarta yfir máls- meðferðinni og teljum hana ekki standast ákvæði mannréttindasátt- mála Evrópu,” segir Gestur Jónsson, hæstaréttarlögmaður og verjandi Jóns Ásgeirs Jóhannessonar. Meginatriði kærunnar snúa að óréttlátri málsmeðferð fyrir vil- höllum dómstóli og óeðlilegum ummælum opinberra aðila. í þeim ummælum hafi settur ríkissaksókn- ari, Sigurður Tómas Magnússon, og dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, brotið gegn varnaraðilum á þeim for- sendum að allir teljist saklausir uns sekt sé sönnuð. Sigurður Tómas telur kæru til Mannréttindadómstóls Evrópu ekki hafa nein áhrif á málsframvindu fyrir íslenskum dómstólum. „Að mfnu mati snertir þessi kæra ekki það mál sem er fyrir íslenskum dómstólum og þetta hefur ekki nein áhrif á gang þess máls,“ segir Sigurður Tómas. .Innlend úrræði fyrir dómstólum hafa ekki verið tæmd og þvf tel ég fljótt á litið þessa kæru ótímabæra." Gestur segir ljóst að vankantar séu í íslenskri löggjöf þegar kemur að end- urútgáfu kæruatriða eftir að þeim hefur verið vísað frá dómi.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.