blaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 11.10.2006, Blaðsíða 22
22 I FJÁRMÁL HEIMILANNA MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 bladió Vinsældir árshátíðarferða að aukast Fyrirtækið GB ferðir sérhæfir sig í borgarferðum ásamtgolf- og skíðaferðum en áfangastaðir fyrir- tækisins eru meðal þeirra bestu í heiminum. GB ferðir bjóða fyrirtækjum upp á skipulagningu árshátíðarferða til helstu stórborga Evrópu en það er sífellt að færast í aukana að bæði stór og smá fyrirtæki bjóði starfs- mönnum sín út. „Við tökum að okkur að skipuleggja árshátíðir fyrir allt að 350 manna hópa erlendis segir Jóhann Pétur Guðjónsson hjá GB ferðum. „Fyrirtæki hafa í auknum mæli verið að hafa samband við okkur og biðja okkur um að skipuleggja svokallaðar árshátíðarferðir eða hópferðir til þessara áfangastaða sem við erum að bjóða upp á. Þá er um ferðir að ræða sem þarfnast mikillar skipulagningar. Fyrir utan flug og gistingu bætast við ferðir til og frá flugvelli, skoðunarferðir og þess háttar. Svo erum við í því að bóka veitingastaði fyrir suma hópa en yfirleitt er einn galakvöldverður á hótelinu.“ Að sögn Jóhanns eru hóparnir misstórir, allt frá 40-250 manns. „Stærsti hópur sem við höfum tekið telur um 270 manns. Þá þarf til dæmis að útvega stóran sal með dansgólfi og sviði og svo er bókuð hljómsveit þaniiig að þetta er gífurlega mikið ferli þegar um svona marga er að ræða. Það er því mun þægilegra fyrir fyrirtæki að geta leitað á einn stað til þess að fá alla þessa þjónustu þar sem það er gríðarleg vinna að skipuleggja svona ferð svo að vel sé.“ Þjónusta alla leið Eigendur GB ferða taka sjálfir út öll þau hótel sem viðskiptavinum er boðið upp á. „Við þekkjum alla okkar áfangastaði mjög vel og gerum miklar kröfur sjálfir þannig að fyrirtæki geta treyst því að ef þetta fer í gegnum síuna hjá okkur þá er þetta mjög gott en við erum yfirleitt að bjóða upp á fjögurra og fimm stjörnu hótel. Síðan er þetta líka bara spurning um fyrirtækin. Það er oftast skipulögð árshátíðarnefnd á vinnustöðunum sem á að sjá um árs- hátíðirnar og til þess að starfsmenn- irnir í nefndinni geti líka slappað eitthvað af úti þá er miklu betra að láta sjá um svona hluti fyrir sig. Við eigendurnir förum svo með í stóru ferðirnar þar sem okkur finnst nauð- synlegt að tryggja góða þjónustu alla leið og erum til staðar ef eitthvað kemur upp á. Þegar ferðin er farin að telja 150-200 manns þá viljum við ekki láta einhvern fararstjóra sjá um þetta vegna þess að maður veit aldrei hvaða ábyrgð fararstjórar hafa á end- anum,“ segir Jóhann. Spennandi áfangastaðir GB ferðir bjóða upp á ferðir til vin- sælla áfangastaða. „Þetta eru mjög skemmtilegar borgir sem við erum að bjóða upp á. Við erum með þessar hefðbundnu borgir eins og London, París, Amsterdam, Kaupmannahöfn og Frankfurt og komum til með að bæta nokkrum borgum við á næsta ári eins og til dæmis Berlin og hugs- anlega einni til tveimur borgum í Bandaríkjunum, þannig að við erum stöðugt að bæta við úrvalið okkar enda vill fólk sífellt fara til nýrra og spennandi áfangastaðá'. Að sögn Jóhanns hafa London og Kaupmannahöfn verið vinsælustu borgirnar hingað til. „Þessar borgir eru alltaf vinsælar hjá Islendingum en við höfum fundið fyrir auknum áhuga á Frankfurt til dæmis en sú borg hefur í raun upp á allt það sama að bjóða og London svo dæmi sé tekið. Þá á ég við verslun, veitingastaði og skoðunarferðir. Það eru gríðarlega mikil vínhéruð þar og við bjóðum til dæmis upp á vínsmökkunarferðir. Síðan eru borgir eins og Berlín sem við höfum mjög mikla trú á og okkar tilfinning er að hún verði New York- borg Evrópu innan fárra ára.“ Árshátíðarferðirnar eru yfirleitt frá fimmtudegi til sunnudags. „Það er svona dæmigerður ferðatími í þessum borgarferðum en þegar hóp- urinn er orðinn stærri en 100 manns þá er hópnum oft skipt í tvennt. Annar hópurinn fer þá á fimmtu- degi og kemur heim á sunnudegi en hinn kemur á föstudegi og fer heim á mánudegi. Síðan erum við alltaf með sameiginlegan kvöldverð á laug- ardagskvöldinu sem er árshátíðar- kvöldið. Þá eru til dæmis fordrykkir og kvöldverður, ræðuhöld, skemmti- atriði og tónlist. Þá er bara slegið upp flottu balli. 1 þessum ferðum vill fólk líka oftast versla eitthvað og svo er hægt að fara í skoðunarferðir, á fót- boltaleik eða í leikhús eftir því sem hópurinn óskar sér,“ segir Jóhann. Mikil fagmennska „Eftirspurnin er alltaf að aukast hjá okkur og er orðið gríðarlega mikið um það að fyrirtæki fari í svona ferðir, bæði lítil og stór. Svo höfum við líka heyrt af því að fyrirtæki eru að fara í skemmtisiglingar og taka þetta þá ennþá lengra og fara kannski í viku- siglingu. Það eru þá oft fyrirtæki sem eru kannski með árstíðabundnari rekstur. Það má eiginlega segja að möguleikarnir séu óþrjótandi þar sem ferðir til og frá íslandi eru auð- vitað orðnar svo tíðar og mikið (boði í venjulegu áætlunarflugi.“ Jóhann segir það algengast að fyrirtæki séu að fara annað hvert ár til útlanda með starfsmenn sína. „Ég veit ekki um neitt fyrirtæki sem gerir þetta árlega. Það tekur líka tíma að skipuleggja svona og til þess að þetta sé vel gert, sérstaklega ef um stærri fyrirtæki er að ræða, þá þarf alveg 12 mánaða und- irbúningstíma. Það er ekkert hlaupið að því að fá hundrað herbergi á hót- elum og við höfum það þannig að allir gisti á sama hóteli. Við vinnum líka bara með hótelum sem geta tekið alveg upp í 250 manna hópa.“ Starfsmenn GB ferða vinna náið með þeim hótelum sem viðskipta- vinum er boðið upp á. „Við þekkjum hvert hótel mjög vel og erum með samninga á hverjum áfangastað. Á þessum hótelum sem við bjóðum upp á í árshátíðarferðunum þá þekkjum við alla stjórnendur vel og eigum í góðum samskiptum við starfsfólkið þannig að við fáum mjög góða þjón- ustu. Við höfum árshátíðarkvöld- verðinn oftast á hótelinu þar sem við treystum hótelunum best fyrir þessu. Sum þeirra eru með Michelin-veitinga- staði þannig að gæði veitinganna eru mjög mikil. Það er mikil fagmennska í gangi enda eru þetta góð viðskipti fyrir hótelin.“ GB ferðir skipuleggja aðallega styttri ferðir en bjóða einnig upp á allt að tveggja vikna borgarferðir. „Borg- arferðirnar eru í eðli sínu styttri en síðan erum við að bjóða upp á lengri skíðaferðir og golfferðir sem eru allt frá tveimur dögum til tveggja vikna. Við erum bæði með tilbúnar pakka- ferðir og síðan sníðum við ferðirnar að þörfum hvers og eins. Annars gerum við bara það sem hentar kúnn- anum best hverju sinni,“ segir Jóhann að lokum. í>ROSENGRENS Stálslegið öryggi Einfaldlega betri | gg ; * - BEDCO & MATHIESEN EHF Bæjarhrauni 10 Sími 565 1000 Netfang: bedco@bedco.is 220 Hafnarfirði | Fax 565 1001 | www.bedco.is Oryggisskápar • Peningaskápar • Skjalaskápar • Skrifstofuskápar

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.