blaðið

Ulloq

blaðið - 11.10.2006, Qupperneq 27

blaðið - 11.10.2006, Qupperneq 27
blaöið MIÐVIKUDAGUR 11. OKTÓBER 2006 FJÁRMÁL HEIMILANNA I 27 Lög um uppfinn- ingar starfsmanna Vinnuveitandi á hagnýtingarrétt á uppfinningum starfsmanna Uppfinningar starfsmanna geta verið gullnáma fyrirtækja. Ágúst H. Ingþórsson, forstöðu- maður rannsóknarþjónustu Há- skóla Islands, segir ný lög um upp- finningar starfsmanna vera einföld. Ekki séu lengur tvenn lög, ein sem gilda um starfsmenn einkafyrir- tækja og ein um starfsmenn opin- berra fyrirtækja heldur ein löggjöf sem gangi yfir alla starfsmenn. „Starfsmanni er skylt að tilkynna vinnuveitanda sínum ef vinna hans leiðir af sér einkaleyfatæka uppfinningu,” segir Ágúst. „Vinnu- veitandinn á síðan hagnýtingarrétt á uppfinningunni og má sækja um einkaleyfi og ráðstafa einkaleyfinu að vild. Það er hins vegar skýrt í lögunum að umbun verður að vera sanngjörn til starfsmanns. Ein- hvers konar verklag þarf að vera til fyrirmyndar um hvernig umbun- inni skal háttað. Til dæmis fer Land- spítali - háskólasjúkrahús þá leið að þriðjungur fari til starfsmanns, þriðjungur til deildar og þriðjungur „Áöur var það þannig aö starfsmenn í opin- bera geiranum sáu sjálfir um hagnýtingu hugverka sinna eða uppfinninga." til fyrirtækisins.” Ágúst segir skyldu starfsmanna vera einfalda á pappírum en ekki í framkvæmd. „Það hlýtur alltaf að vera matsatriði hvað sé einkaleyfa- tæk uppfinning,“ bendir hann á. „Auk þess verður uppfinningin að tengjast starfssviði starfsmannsins. Ef þú færð bráðsnjalla hugmynd í kaffitímanum sem tengist ekki fyrir- tækinu þá á vinnuveitandinn ekkert tilkall til hagnýtingarréttar og þú færð allan ágóða af hugmyndinni.” „Áður var það þannig að starfs- menn í opinbera geiranum sáu sjálfir um hagnýtingu hugverka sinna eða uppfinninga. En nú, með einni lög- gjöf, standa opinberar stofnanir jafnfætis einkafyrirtækjum sem lengi hafa haft ákvæði um uppfinn- ingar starfsmanna í starfsmanna- samningum sínum.” Ágúst telur lagasetninguna eðli- lega þróun og að þetta fyrirkomulag stuðli frekar að því að þekking sé hagnýtt. „Meginhagsmunir vísinda- manna eru að uppgötva nýja þekk- ingu og miðla henni en ekki að verja þekkinguna og gera úr henni mark- aðsleg verðmæti. Það er ekki þeirra styrkur,” segir Ágúst og vill meina að starfskröftum þeirra sem vinna að vísindum sé betur varið við rann- sóknir en markaðsstörf. Lögin breyta verulega lagalegu umhverfi um hugverkaréttindi frá SM AAUGLY SIN XÆKI FÆRI blaðiðsi SMAAUGt.YSINGAR@BUDID.NET því sem áður var, sérstaklega hvað varðar einkaleyfi. Allar opinberar stofnanir og fyrirtæki eiga nú laga- legt tilkall til uppfinninga starfs- manna eða nemenda við skóla. Um leið eru skyldur háskólans við hina síðastnefndu auknar. dista@bladid.net Allt til alls! Á góðu verði fyrir alla - alltaf rm SERPO 261 Múrkerfi Steyptur veggur - Plasteinangrun eóa PAROC harópressuð steinull SERPO 261 trefjamúr Glertrefjanet - SERPO 261 trefjamúr Steining/ málning / filtmúr DEKA Sílan MAXITIP22 gifshúð Dekaflex flísalím DEKATOPP inndælingarefni maxil COMBI 4040 viðgerðarefni CHEMFIX boltalím DEKA SEALER DALAPRO Spartl DEKA TOPP rakagrunnur HEYTií þéttiefni Málning, múr- og þéttiefni fyrir húsið Við bjóðum þig velkominn nýja verslun Múrbúðarinnar á nýjum stað að Kletthálsi 7. Þar bjóðum við glæsilegt úrval afhvers kyns byggingavörum, verkfærum og tækjum á góðu verði fyrir alla - alltaf. MURBUÐIN Byggingavöruverslunin íÁrbænum Kletthálsi 7 ■ Sfmi: 544-5470 ■ sala@murbudin.is ■ www.murbudin.is Akureyri - Húsavík

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.