blaðið


blaðið - 19.10.2006, Qupperneq 2

blaðið - 19.10.2006, Qupperneq 2
2 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 blaftið Á MORGUN VÍÐA UM HEIM VEÐRIÐ í DAG Kalt Norðaustan 8 til 15 metrar á sekúndu og dálítil él norðaustan- og austan- lands, en annars bjartviðri. Hiti 0 til 6 stig að deginum, mildast við suðurströndina. Áfram kalt Ákveðin norðaustanátt með dálitlum éljum norðan- og aust- anlands, en annars úrkomulítið. Hiti 0 til 7 stig, mildast við suðurströndina. Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 20 w 21 1S 04 14 15 Glasgow Hamborg Helsinki kaupmannahöfn London Madrid Montreal 12 16 07 14 15 13 10 New York Orlando Osló Palma Parls Stokkhólmur Þórshöfn 14 20 06 24 16 12 08 Fíkniefnamisferli: Ellefu teknir í fimm málum Ellefu voru teknir í tengslum við fimm aðskilin fíkniefnamál á þriðjudag og aðfaranótt þriðju- dags í Reykjavík. Maður á fimmtugsaldri var færður niður á lögreglustöð eftir að ætluð fíkniefni fundust á heimili hans á þriðjudags- morgni. Eftir hádegi fundust fíkniefni í fórum tveggja einstak- linga sem sátu að drykkju ásamt þremur félögum sínum. Fólkið var allt á miðjum aldri. Eftir miðnætti voru svo tveir fertugir menn teknir með fíkni- efni en báðir voru stöðvaðir við akstur. Allir voru með smáræði af fíkniefnum á sér. Esso á Blönduósi Tengivagn inn á lager sjoppu Tengivagn rann af bílaplani Vörumiðlunar og inn í lager Esso-skálans á Blönduósi um tíuleytið í gærmorgun. Engin slys urðu á fólki. Anna Kristín Davíðsdóttir sagði í samtali við Blaðið að vissulega hafi starfsfólki verið brugðið þegar áreksturinn varð en bætir því við að þetta hafi bara vakið það starfsfólk sem var ekki almennilega vaknað. Að svo stöddu er ekki búið að meta hversu mikið tjón varð á húsinu en ljóst er að það er verulegt. Veit ekki af hverju hann fær ekki að hitta móðurbróður sinn Maður frá Vatnsleysuströnd fær ekki að hitta háaldraðan móðurbróður vegna þess að Garðvangur hótar að kalla á lögreglu komi hann þangað. Elliheimili bannar manni að hitta móðurbróður sinn: Meinað að hitta dauðvona frænda ■ Engar skýringar gefnar ■ Lögregla kvödd til ef hann kemur Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Ég hef sent bréf til Garðvangs, heil- brigðisráðuneytis og landlæknis vegna málsins," segir Hilmar Ingi- mundarson, lögmaður manns á Vatnsleysuströndinni sem er meinað að hitta aldraðan móður- bróður sinn sem býr á elliheimil- inu Garðvangi í Garði. I bréfinu er krafist útskýringar á því að maður- inn fái ekki að hitta móðurbróður sinn. Að sögn mannsins fékk sonur hans þau skilaboð frá hjúkrunarfor- stjóra að hann væri ekki velkominn til að hitta skyldmenni sitt aftur á elliheimilinu og mun það ekki hafa verið útskýrt nánar. „Við óskum bara eftir skýringum á því að hann fái ekki að hitta móð- urbróður sinn,“ segir Hilmar, en hjúkrunarforstjórinn hefur ekki gefið tilhlýðilegar skýringar áþessu að sögn mannsins aðrar en þær sem hún á að hafa sagt við son hans. Þá á hún að hafa sagt að hann hefði greinilega verið þangað kominn í öðrum tilgangi en að heimsækja gamla manninn. Einnig á hún að hafa bætt við að ef hann kæmi þá yrði lögregla kvödd á staðinn. „Ég hef ekki gert neitt á þessari stofnun sem gefur tilefni til þess að ég fái ekki að koma þangað,“ segir maðurinn sem vill ekki gefa upp nafn sitt. Hann segir þessar ásak- anir alvarlegar og vill hreinsa æru sína með því að fá svör frá stjórn Garðvangs um ástæður þess að honum sé meinað að koma í heim- sókn. Hann segist þar að auki aldrei hafa komið í heimsókn til móðurbróður síns einn síns liðs og segir að þeir sem komi alltaf með honum kannist ekki heldur við ásakanir heimilisins. Aðspurður segist hann ekki geta gert sér í hug- arlund af hverju hjúkrunarforstjóri bregst svona við. „Móðurbróðir minn á ekki langt eftir og ég þarf að fara til útlanda í talsverðan tíma í desember, þess vegna er það mér kappsmál að hitta hann áður, því hver veit nema það verði í síðasta skiptið,“ segir mað- urinn sem er áhyggjufullur vegna málsins. Samkvæmt hjúkrunarforstjóra Garðvangs hefur heimilið fengið bréfið í sínar hendur. Stjórnin mun taka það til efnislegrar athug- unar. Hún segir að aldrei fyrr hafi einstaklingi verið meinað að hitta skyldmenni sitt á heimilinu en vill ekki útskýra hvers vegna maður- inn fái ekki að hitta móðurbróður sinn. Á skilorði: Kýldi fyrir káf á kærustunni Maður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur í Héraðsdómi Reykjavíkur til þriggja mánaða fangelsisvistar, skilorðsbundið. Hann veitti öðrum manni þungt hnefahögg sem varð til þess að sá féll í götuna og hlaut alvar- lega höfuðáverka. Fórnarlambið hlaut alvarlega heilameiðsl og var óttast um líf hans um tíma. Fórnarlambið hafði verið í annarlegu ástandi í miðbæ borg- arinnar þar sem hann tók til við að áreita vinkonu hins ákærða með káfi og klúru tali og leitaði sá seki hann þvi uppi og barði. Forseti íslands: Abramovich i heimsokn Roman Abramovich, rík- isstjóri í Tsjúkotka-héraði í Rússlandi og eigandi enska knattspyrnuáiðsins Chelsea, er á landinu í opinberri heimsókn. Forseti Islands, Ólafur Ragnar Grímsson, njun í dag og á morgun kynna honum ásamt Kamil Iskhakov, sérlegum fulltrúa Vladimirs Pútíns, for- seta Rússlands, málefni tengd nýtingu jarðhita, fiskveiðum og vinnslu sjávarafurða, félagslegri þjónustu og ferðamálum á Islandi. Þeir munu meðal annars heim- sækja höfuðstöðvar Orkuveitu Reykjavíkur og orkuverið á Nesja- völlum, verkfræðistofuna Hnit, fiskvinnsluna Vísi, Saltfisksetrið, fiskeldið Stað, skóla og íþrótta- mannvirki í Grindavík og kynna sér starfsemi Bláa lónsins. II ÍSLANDS NAUT 25% iilxlá llur al IvlíiniUniiiilMröruin í iii'.rvliiniiin Kúniiv |ii*s\íi uilm Lögreglan kölluð tvisvar út vegna ofsa unglinga: Trylltist vegna tölvubanns Unglingur lét öllum illum látum á heimili sínu í Reykjavík á þriðju- daginn þegar foreldrar hans settu honum stólinn fyrir dyrnar vegna tölvunotkunar. Kalla þurfti á lögreglu vegna þess að ungmennið trylltist vegna banns- ins. Tjáskipti ungmenna fara mikið í gegnum tölvunotkun og telur lög- reglan það ástæðu þess að unglingur- inn brást við eins og raun ber vitni. Það var þó ekki eina tilvikið sem lögreglan þurfti að hafa afskipti af því hún var einnig kölluð í skóla í Reykjavík þar sem unglingur gekk berserksgang og skeytti skapi sínu á húsmunum. Ástæðan fyrir ofsanum var sú að hann hafði verið ásakaður um stríðni sem hann vildi ekki kannast við með fyrrgreindum afleiðingum. Samkvæmt lögreglu er sjaldgæft að hún sé kölluð á staðinn til þess að stilla til friðar vegna svo ungra krakka. Unglingsárin geta svo sann- arlega verið flókin og erfið.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.