blaðið - 19.10.2006, Page 24

blaðið - 19.10.2006, Page 24
24 FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 KO«il blaöió Eg get fullvissað þig u.m 3að að maðurinn er leið-' ndaskepna. Moliere Afmælisbörn dagsins JOHN LITHGOW LEIKARI, 1945 JOHN LE CARRÉ RITHÖFUNDUR, 1931 kolbrun@bladid.net Gjörningur í Safni Gjörningur bandaríska lista- mannsinsTrong G. Nguyen, sem búsettur er í New York, og íslensku hljóm- sveitarinnarSea- bear fer fram í Safni laugardag- inn 21. október klukkan 8:34, við sólarupprás. Metsölulistinn - allar bækur 1. 2. 3. Stutt ágrip af sögu traktorslns - Marina Lewyca Draumalandið Andri SnærMagnason Flugdrekahlauparinn - kilja Khaled Hosseini Stafsetningarorðabókin Dóra Hafsteinsdóttir ritst. Þú léttist ■ án þess að fara í megrun Penman 6. Vísnabókin - ný útgáfa Ýmsir höfundar - Halldór Pétursson 7. Lost in lceland Sigurgeir Sigurjónsson 8. Kaupmannahöfn - ekki bara Strikið Guðlaugur Arason 9. Hjónabandið ogsambúð Þórhallur Heimisson 10. lceland, the Warm Country in the North IreneTrimbl Listinn var gerður út frá sölu dagana 11.10- 17.10.06i Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar. Metsölulistinn - erlendar bækur Eldest Christopher Paolíni Thudl Terry Prachett TheDante Club Matthew Pearl ÉfcX ! l.pi,S'1 The Cookie Book Atkinson, Farrow & Barret Ricochet Sandra Brown Vanish Tess Gerritsen Scandal in Spring LisaKleypas Wintersmith Terry Prachett The Black Book OrhanPamuk The Devil Wears Prada Lauren Weisberger Listinn var gerður út frá sölu dagana 11.10-17.10.06 í Pennanum Eymundsson og Bókabúð Máls og menningar. Rebekka í strætóskýlum strætisvagnaskýlum borgar- innar stendur þessa dagana yf- ir óvenjuleg ljósmyndasýning eftir Rebekku Guðleifsdóttur. „Myndirnar eru í tengslum við auglýsingaherferð sem ég hef verið að vinna í samstarfi við Toyota í tengslum við Prius sem er umhverf- isvænn bíll. Ég fékk það verkefni að gera myndaseríu sem væri súrreal- ísk,“ segir Rebekka. „Ég tók mán- uð í að útfæra hugmyndir. Hluti af myndunum sýnir mig sem tvær manneskjur og aðrar tengjast bíln- um. Ég hef alltaf verið tvískiptur persónuleiki, ein manneskja einn daginn og önnur manneskja næsta dag. Ég hef verið að vinna með þessa tvískiptingu í ljósmyndum mínum og er þar að takast á við sjálfa mig eins og ég sé tvær mann- eskjur. Myndirnar í strætóskýlun- um eru mjög í þessum stíl. Þetta hefur verið spennandi samstarf og ég fékk mjög frálsar hendur.“ Ekki hægt að vinna úr engu Margir listamenn eru tregir að ganga til samstarfs við stórfyrir- tæki og taka þátt í auglýsingum. Þegar Rebekka er spurð álits um þetta viðhorf segir hún: „Maður get- ur ekki unnið úr engu. Mér finnst rökrétt og eðlilegt að samtvinna þau markmið að þróa sig sem lista- mann og lifa af listinni. Eg hef tekið að mér alls konar verkefni sem ljós- myndari. Ég lít ekki svo á að ég sé að selja mig Toyota. Ég hef sterka skoðun á umhverfismálum og sé ekkert nema gott við það að taka þátt í að auglýsa umhverfisvænan bíl. Sem ljósmyndari geri ég mikið af því að mynda landslag. Ég ferð- Ljósmynd eftir Rebekku. Ein þeirra mynda sem sjá má í strætóskýlum borgarinnar. ast mikið um Island og er ástfangin af landinu og vil vekja athygli á því hvað náttúran er dýrmæt." Ótrúlegar viðtökur Rebekka hefur lokið einu ári í myndlistardeild Listaháskóla ís- lands. Hún hefur birt myndir sínar á Netinu og þær hafa vakið gríðar- lega athygli og erlendir fjölmiðlar hafa hlaðið hana lofi. „Ferill minn sem ljósmyndari hófst fyrir hálf- gerða tilviljun, ég fór að henda myndum á Netið, bara til að hafa gaman af því,“ segir hún. „Viðbrögð- in komu mér gríðarlega mikið á óvart. Ég hafði ekki gert mér grein fyrir því hversu mikil kynning felst í því að verkin manns séu á Netinu. Það er mjög gagnleg leið til að sýna fólki hvað maður er að gera. Þannig að það er nokkuð í takt við þetta að vera nú með sýningu á víðavangi.11 Rebekka Guðleifsdóttir. „Ég hef verið að vinna með þessa tvískipt- ingu í Ijósmyndum mínum og er þar að takast á við sjálfa mig eins og ég sé tvær manneskjur. Myndirnar í strætóskýlunum eru mjög íþessum stfl." „Þetta er svolítið óraunverulegt," segir hún um viðtökurnar. „Ég tel mig vera jarðbundna og hógværa manneskju og hef verið fremur óframfærin. A einu ári upplifi ég það að tvær milljónir eru búnar að sjá myndirnar manns. Fólk er að blogga um myndirnar og erlendir fjölmiðlar hafa tekið viðtöl við mig. Mér finnst þetta dálítið ógnvekj- andi. Maður verður að passa sig á því að láta þetta ekki trufla líf sitt um of. Maður má ekki missa sjón- ar á því hvað maður er að gera sem listamaður.“ menningarmolinn Napóleon hörfar frá Moskvu Á þessum degi ári 1812, mánuði eftir innrás sína í Moskvu, neydd- ist hinn franski her Napóleons til að hörfa frá borginni. Napóleon 1. hafði ráðist inn í Rússland í júní- mánuði. í her hans voru rúmlega 500.000 hermenn og var það stærsti her sem safnað hafði verið saman í Evrópu. Napóleon hélt með her sinn inn í Moskvu 14. september og bjóst við að finna þar vistir en íbúar voru flúnir og kveikt hafði verið í borginni. Rússneski herinn var ekki sýnilegur. Napóleon beið í mánuð eftir uppgjöf Rússa sem ekki kom. Franski herinn var matarlaus og rússneski veturinn beið handan við hornið. Napóleon hörfaði frá borginni og rússneski herinn lagði til atlögu. Vetur skall á og hungr- ið svarf að hermönnum. Frakkar misstu rúmlega 400.000 manns í herför sem átti að leiða til sigurs en reyndist hið mesta feigðarflan.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.