blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 19.10.2006, Blaðsíða 26
blaðið FIMMTUDAGUR 19. OKTÓBER 2006 Á morgun klukkan 12:05 flytur Eyja Margrét Brynjarsdóttir erindi á hádegisfundi Heimspekistofnunar í stofu 111 í Aðalbyggingu. Erindi hennar ber heitið: Er veröldin tófú? Hugleiðingar um eigin- leikahyggju. Eru allir velkomnir svo lengi sem húsrúm leyfir. i'.M'ir.llTT. Eitt virtasta og útbreiddasta málgagn heims í útgáfumálum, Publisher’s Weekly, birti nýlega lofsamlegan ritdóm um prósaverkið Vera & Linus eftir Þórdisi Björnsdóttur og Jessie Ball sem kom út á dögunum hjá Nýhil. í dóminum segir meðal annars að persónur verksins séu heillandi og skelfilegar í senn og að veröld þeirra hreyfi á eftirminnilegan háttvið lesendum. LHUGHRDHLSHÚLL 21. 22. QHTÚBER 20Q6 TAKTU ÞESSA HELGI FRÁ FYRIR ÞIG! WWW.ISLANDSMOT.IS S: 534 7010 ■ INFO@ISLANDSMOT.IS HEILSA Tristmn og ísold Einmana sveinninn hryggi var horfinn úr dalnum djúpa og ástarstjarnan hulin gráum skýjum vatnið kann söguna en segirfátt um eigin sýnir Hraundrangi sveifeins og hjarta í lausu lofti ■ hvort hafi það verið rétt spegilmynd P er undir deginum komið m hvort hafi það verið Al/tvl'inr'rtí’ /lA/i /l mr\ v* Narkissos eða Amor og hvors lokka hann greiddi við Galtará. Arngrímur Vídalín Leiðin frá fegurð til spillingar Haustið er ekki síst skemmtileg- ur árstími fyrir þær sakir að bóka- búðir landsins fyllast af nýjum og spennandi titlum. Eitt þeirra verka sem koma munu fyrir sjónir les- enda áður en langt um líður er ljóða- bókin Endurómun upphafsins eftir Arngrím Vídalín en þetta er hans fyrsta útgefna verk. „Ég hef dundað mér við ljóðagerð síðan ég var barn en það eru ekki nema tvö ár síðan ég fór að leggja stund á þetta af einhverri alvöru,“ útskýrir Arngímur sem stundar um þessar mundir nám í íslensku við Háskóla íslands. Hann verður eilítið hugsi þegar hann er inntur eftir því um hvað bókin fjalli en segir að í henni sé ákveðinn þráður. „Þema verksins er flókið og marg- rætt en í stuttu máli sagt þá fjallar hún um upphaf heimsins og tilurð mannsins. Eftir þvi sem maður- inn fjarlægist uppruna sinn lokast hann smám saman inni í fangelsi eigin firringar og þá fer að halla undan fæti. Það má segja að þetta lýsi leiðinni sem liggur frá fegurð til spillingar," segir Arngrímur og upplýsir að bókinni sé þó ekki ætl- að að vera bein ádeila á samtímann, þó svo auðvitað megi túlka ljóðin á ýmsa vegu. „Boðskapurinn er kannski sá að fólk eigi að líta sér nær eftir lausnum á þeim vanda- málum sem blasa við, hvort sem þau eru stór eða smá.“ Skáldið segir ljóðabókina hafa verið í stöðugri þróun frá því í desember á síðasta ári og að hún hafi tekið miklum breytingum á þessum tíma. „Ég reyni- að skrifa eitthvað á hverjum degi. Stundum finnst mér ég skulda sjálfum mér það að reyna að koma einhverju niður á blað og sest niður og skrifa þar til ég rata á eitthvað sem ég er ánægður með.“ Fífa Finnsdóttir lagði til mynd- skrey tingar í verkið og hannaði einn- ig kápuna en bókin kemur út hjá ljóðabókaforlaginu Nykri sem nú er að rísa úr öskustónni eftir nokkurra ára dvala. „Forlagið hefur verið að vakna til lífsins á síðustu mánuðum. Það má reikna með því að það fari á fullt eftir áramót og við steínum á út- gáfu veglegs safnrits með ljóðum eft- ir okkur öll sem stöndum að þessu og einnig þá sem héldu uppi félaginu á árum áður.“ íslenskuneminn Arn- grímur þarf að lesa ýmislegt í nám- inu og þegar hann er spurður um áhrifavalda sína eru margir kallaðir en fáir útvaldir. „Undanfarið hef ég mikið verið að lesa þessar klassísku íslensku bókmenntir frá fyrri hluta tuttugustu aldar. Þórbergur Þórðar- son er í miklu uppáhaldi hjá mér og hefur verið lengi. Af erlendum höf- undum er ég mjög hrifinn af Kazuo Ishiguro. Allt sem maður les hefur einhver áhrif og síast inn án þess að maður geri sér fyllilega grein fyrir þvísegir skáldið að lokum, stolt af verkinu, en bókin mun renna úr prentvélunum áður en langt um líð- ur. ÍS ÍSLANDSMÓT .SVONA Á AÐ SEGJA SÖGU." ,NNTA EFTIR STEFAN ZWEIG AÐEINS 4 SÝNINGAR! I BERTELSSON TILNEFNT TIL GRlMUNNAR 2006 Miðasala 568 8000 www.borgarleikhusid.is BORGARLEIKHUSIÐ Tónleikar í Listahátíðin Sequences er nú í full- um gangi og þeir sem vilja fylgjast með því nýjasta þurfa að hafa sig alla við enda margt forvitnilegt á dagskrá. í kvöld er ástæða fyrir unnendur ný- stárlegrar tónlistar til að fjölmenna í Tjarnarbíó en þar mun fjöldi tilrauna- tónlistarmanna og Nýlókórinn halda tónleika í kvöld klukkan 19. Einnig er ástæða til að benda á vídeógjörning Tjarnarbíó Ásdísar Sifjar Gunnarsdóttur í Regn- boganum klukkan 17:30.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.