blaðið


blaðið - 07.11.2006, Qupperneq 2

blaðið - 07.11.2006, Qupperneq 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 blaöiA VÍÐA UM HEIM Á MORGUN VEÐRIÐ í DAG Vitislogar a Husavik Maourinn kveikti i húsi manns sem hann stakk með hnífi og réðst á lögreglumenn þegar þeir björguðu særðri konu út úr logandi húsinu. Mynd/JóhanmSig ^LÖGREGLAN '? LÖGREGLAN LOGRE Norðanátt Norðanátt á mestöllu landinu, 5 til 10 vindstig. Hiti víðast við eða undir frostmarki og frost að 8 gráðum í byggð norðantil. Algarve 17 Amsterdam 13 Barcelona 20 Berlín 13 Chicago 0 Dublin 12 Frankfurt 10 Glasgow 11 Hamborg 13 Helsinki -1 Kaupmannahöfn 13 London 13 Madrid 15 Montreal 5 New York 7 Orlando 19 Osló 10 Palma 21 Paris 6 Stokkhólmur 9 Þórshöfn 11 Úrkoma Sunnan og suðvestan 5 til 10 metrar á sekúndu. Úrkoma á vestanverðu landinu en víða léttskýjað. Hiti á bilinu 0 til 5 gráður sunnan- og vestantil en annars í kringum frostmark. PROFKJOR 2006: Fimm þátttakendur [ prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík svöruðu spurningum um kostnað við framboð þeirra. Enginn hefur tekið saman endanlegan kostnað. Björn Bjarnason dómsmálaráðherra virðist lengst kominn í útreikningunum og segir upphæðina nema nokkrum milljónum. Blaðið lagði þrjár spurningar fyrir þá frambjóðendur sem náðist í. GUÐLAUGUR ÞÓR ÞÓRÐARSON ALÞINGISMAÐUR 2. SÆTI Hver var kostnaður þinn við prófkjörsbaráttuna? Ég er ekki búinn að taka það saman. Hverjir voru helstu styrktaraðilar þínir í baráttunni? Þeir voru mjög dreifðir og enn verið að ganga frá þeim málum. Hefur verið gerð grein fyrir launum starfsmanna á þínum vegum? Þessi mál eru alveg á hreinu. BJÖRN BJARNASON DÓMSMÁLARÁÐHERRA 3. SÆTI Hver var kostnaður þinn við prófkjörsbaráttuna? Kostnaðurvið baráítu mína nam nokkrum milljónum. Hverjir voru helstu styrktaraðilar þínir i baráttunni? Fjáröflun er í höndum sérstakra trúnaðarmanna án minnar þátttöku. Hefur verið gerð grein fyrir launum starfsmanna á þínum vegum? Ekkert svar. ÁSTA MÖLLER ALÞINGISMAÐUR 6. SÆTI Hver var kostnaður þinn við prófkjörsbaráttuna? Ég á eftir að taka þetta saman. Hverjir voru helstu styrktaraðilar þinir í baráttunni? Ég er auðmjúk yfir því hversu margir studdu mig, vinir og vanda- menn. Síðan fellur ýmislegt á sjálfa mig. Hefur verið gerð grein fyrir launum starfsmanna á þinum vegum? Við erum ekkert búin að ganga frá þeim málum. SIGURÐUR KÁRI KRISTJÁNSSON ALÞINGISMAÐUR 8. SÆTl Hver var kostnaður þinn við prófkjörsbaráttuna? Hann liggur ekki endanlega fyrir. Kostnaðaráætlun gerði ráð fyrir fjórum milljónum og mér sýnist þetta vera í kringum það. Hverjir voru helstu styrktaraðilar þínir i baráttunni? Einstaklingar, fyrirtæki, vinir, fjölskylda og ég sjálfur. Hefur verið gerð grein fyrir launum starfsmanna á þinum vegum? Á mínum vegum störfuðu aðeins sjálfboðaliðar, fyrir utan kosn ingastjórann sem fær sín laun. BIRGIR ÁRMANNSSON ALÞINGISMAÐUR 9. SÆTI Hver var kostnaður þinn við prófkjörsbaráttuna? Þær tölur liggja ekki endanlega fyrir. Hverjir voru helstu styrktaraðilar þinir i baráttunni? Þeir voru margir og dreifðir. Tugir aðila lögðu mér lið í baráttunni. Hefur verið gerð grein fyrir launum starfsmanna á þinum vegum? Það er ekki búið að gera þetta upp með neinum hætti. Handtekinn eftir ofsafengna líkamsárás: Stakk tvennt og brenndi húsið ■ Stakk kærustuna í brjóstiö ■ Réöst á lögreglumenn viö björgunarstörf ■ Fórnarlamb á gjörgæslu Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Eftir að hafa stungið konu og mann með hnifi og kveikt eld í húsi særða mannsins réðst árásarmaðurinn, sem er á fimmtugsaldri, að lög- reglu þegar unnið var að björgun særðrar konunnar úr brennandi húsinu. Búið er að úrskurða mann- inn í gæsluvarðhald. Það var seint á sunnudagskvöld sem lögreglunni á Húsavík var tilkynnt um eldinn og árásirnar. Þegar að var komið logaði mikill eldur í húsinu. Árásarmaðurinn og húsráðandinn, sem var blóðugur eftir árásina, höfðu komist út úr logandi húsinu, en konan ekki. Hún var mikið særð eftir að hafa verið stungin í bakið. Húsráðandinn leit- aði skjóls hjá nágranna. Að sögn varðstjóra á Húsavík kom lögreglan stuttu eftir að neyðar- kallið barst. Þá stóð húsið í ljósum logum og slökkvilið var kallað á staðinn. Lögreglan á vettvangi sá meðvitundarlausa konu liggja í blóði sínu í anddyri hússins. Svo virðist sem eldur hafi læst sig í kon- una en hún hlaut alvarleg brunasár á andliti og herðum. Lögreglunni tókst að draga hana út úr brennandi húsinu. Á meðan lögreglumenn gerðu að sárum hennar fyrir utan húsið kom árásarmaðurinn aðvífandi. Hann er fjörutíu og sex ára gamall og er frá Kópaskeri. Talið er að hann hafi komist út úr húsinu að aftanverðu. Þegar hann nálgaðist lögregluna, sem var að hlúa að konunni, lagði hann til þeirra með hnífi. Lögreglunni tókst að snúa mann- inn niður án þess að meiðast. Hann var handtekinn og færður í fanga- geymslur lögreglunnar þar sem hann var um nóttina. Húsráðandinn var stunginn í síð- una en slapp án alvarlegra áverka. Árásarmaðurinn og konan eru par. Húsráðandinn þekkti til þeirra og sátu þau fyrr um kvöldið við drykkju. Ekki er vitað hvað varð til þess að maðurinn réðst á þau en mögulega er um ástríðuglæp að ræða. íbúi í götunni sagði um mann- legan harmleik að ræða. Hann horfði á slökkviliðið berjast við eld- inn um nóttina. Greiðlega gekk að slökkva eldinn, en húsið er eigi að síður ónýtt. Konan er á gjörgæsludeild Fjórð- ungssjúkrahússins á Akureyri. Sam- kvæmt vakthafandi lækni er hún ekki talin vera í lífshættu. Hún var stungin í brjósthol og mátti litlu muna að hnífurinn hefði gengið í hjartað. Hún mun verða á gjörgæslu næstu daga og er líðan hennar stöðug. Maðurinn hlaut stungusár i síðuna en hann var útskrifaður í gær. Árásarmaðurinn mun vera einn af fáum góðkunningjum lögregl- unnar á Húsavík. Málið er rann- sakað sem manndrápstilraun af lögreglunni á Húsavík en hún mun njóta liðsinnis tæknimanna frá lög- reglunni í Reykjavík. Málið er enn í rannsókn. 2,8L CRD eyðsla 8,5 L á 100/km, 7 manna, leður, tvær rafknúnar hliðarhurðir, bakkskynjari, álfelgur, 6 diska CD í mælaborði, km mælir. ofl. Tveggja ára ábyrgð. Þjónustaður af Ræsi. Til sýnis á staðnum. Ver5 4.490 þús. www.sparibill.is Chtysler Grand Voyager Disel. Dæmdur fyrir að taka myndir af barnungri frænku: Tók ósiðlegar myndir Var með Ijósmyndadellu Maður sem tók ósiðlegar myndir af frænku sinni neitaði sök og sagð- ist haldinn Ijósmyndadellu. Eftir Val Grettisson valur@bladid.net Eldri maður var dæmdur til að greiða tvö hundruð þúsund krónur í sekt fyrir að mynda rassinn á barn- ungri frænku sinni. Myndirnar voru teknar árið 2002 og sýndu rass- inn á stúlkunni þar sem hún lá sof- andi heima hjá manninum. Stúlkan fann myndirnar á meðal klámmynda sem maðurinn hafði á heimili sínu. 1 kjölfarið kærði móðir stúlkunnar manninn fyrir kynferðisbrot. { dómsorði neitar maðurinn sök. Hann segist hafa verið með ljósmynd- adellu og margoft tekið myndir af stúlkunni við hverskyns tækifæri. Ásamt þeim myndum sem kært var fyrir var fjöldi annarra mynda af barninu og þar á meðal þar sem hún var klædd í fimleikabol. Lögreglan gerði húsleit hjá mann- inum og gerði tölvu hans upptæka. I tölvunni fundust myndir sem komu úr seríu þekktra barnakláms- mynda. Maðurinn heldur því fram að stúlkan hafi ekki verið sofandi þegar myndirnar voru teknar en Héraðsdómur Reykjaness kemst að þeirri niðurstöðu að það leynist engum að stúlkan hafi verið stein- sofandi þegar á myndatöku stóð. Fyrir utan sekt í ríkissjóð er manninum gert að greiða stúlkunni tvö hundruð þúsund krónur í skaða- bætur og allan málskostnað.

x

blaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.