blaðið - 07.11.2006, Side 4

blaðið - 07.11.2006, Side 4
4 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 blaðió INNLENT HEILBRIGÐISMAL Davíð úr leik Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytisins, verður ekki næsti forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofn- unarinnar. Hann féll úr leik í gær þegar kosið var milli ellefu frambjóðenda. HEILBRIGÐISMAL Rekstur Dvalar tryggður Rauði krossinn, Kópavogsbær og Svæðisskrifstofa mál- efna fatlaðra á Reykjanesi gerðu í gær samning sem tryggir rekstur Dvalar næstu tvö árin. Dvöl er athvarf geðfatlaðra í Kópavogi. Kópavogsdeild Rauða krossins annast reksturinn. Reyndi innbrot í banka Maður var handtekinn í nýbyggingu KB banka í Borgartúni í gærnótt en hann er grunaður um að hafa reynt að brjótast inn í bankann. Maðurinn braut rúðu á hlið hússins og komst inn frá nýbyggingunni en næturvörður varð mannsins var. Lögregla fann manninn í kjallara en hann faldi sig í einangrunaruliarbing. Notuðu miðil: Fylgistap Samfylkingarinnar þrátt fyrir áberandi stjórnarandstöðu: - Tapar fylgi Samfylkingin tapar fylgi samkvæmt nýjasta þjóðarpúlsi þrátt fyrir áberandi stjórnarandstöðu og skýrari stefnu íýmsum málum. Svo virðist sem flokkurinn eigi i vandræð um að ná til nýrra kjósenda. ,, Ekki góð byrjun - - Auðvitað ætlum á kosninga- við okkur meira i k \ vetrinum. Rf •*- en þessi könnun I gefur til kynna. r 6,. GunnarHelgi Ágúst Ólafur Ágústsson 1 Kristinsson rigW Æ Varaformaður . Stjórnmálafræöingur Samfylkingarinnar 'Ímf , Samfylkíngin nærekkiað höfða til nýrra kjósenda. Baldur Þórhallsson Stjórnmálafræðingur Sjáandi vísaði á Saddam Uri Geller, hinn þekkti ísraelski sjáandi, segist hafa upp- lýsingar um að bandaríski herinn hafi notfært sér hæfileika skyggns manns til þess að finna felustað Saddams Husseins, fyrrverandi forseta Iraks. Hussein fannst fyrir þremur árum en hann hafði falið sig í lítilli holu í kjölfar þess að stjórn hans riðaði til falls. Geller, sem segist sjálfur hafa starfað fyrir bandarisku leyni- þjónustuna á tímum kalda stríðs- ins, segist hafa heimildir fyrir þessu frá háttsettum aðUum innan bandaríska stjórnkerfisins. Kóróna hverrar byggingar Sjálflímandi þakflísar Auðvelt að leggja Stigahúsateppi Suðurland8braut 10 Slmi 533 5800 VSTRÖND ' EHF. www.8lmnet.is/strond Samfylkingin stígur erfiðan línudans ■ Höföar ekki til nýrra kjósenda ■ Slæm byrjun á kosningavetri ■ Baráttan mun skila sér Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Þetta er ekki góð útkoma fyrir Samfylkinguna og hlýtur að valda forystusveit hennar vonbrigðum. Þetta er stærsti stjórnarandstöðu- flokkurinn á þingi og að hann standi ekki betur að vígi en þetta er áhyggjuefni fyrir komandi kosn- ingar,“ segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur. Samfylkingin mælist með fjórð- ungsfylgi í nýjasta þjóðarpúlsi Capa- cents og nær ekki að auka fylgi sitt þó svo flokkurinn hafi verið áber- andi í veigamiklum málaflokkum síðustu mánuði. Þetta er sex prósent- ustigum undir því fylgi sem flokk- urinn hefur mælst hæst á árinu og miðað við síðustu kosningar. Mest afhroð geldur flokkurinn á höfuð- borgarsvæðinu þar sem hann missir mikið fylgi frá síðustu kosningum. Ágúst Ölafur Ágústsson, varafor- maður Samfylkingarinnar, á erfitt með að útskýra fall flokksins í höf- uðborginni og telur að komandi prófkjör eigi eftir að breyta þeim tölum. „Ég er sannfærður um að við eigum eftir að fá góðan stuðning á höfuðborgarsvæðinu, líkt og ann- ars staðar,“ segir Ágúst Ólafur. Slæm byrjun á kosningavetri Gunnar Helgi Kristinsson stjórn- málafræðingur segir mikilvægt að stjórnmálaflokkar missi ekki fylgi í upphafi kosningavetrar miðað við það sem verið hefur á árinu. Það hafi Samfylkingin gert. „Ekki er þetta góð byrjun á kosningavetrinum. Fyrir stærsta stjórnarandstöðu- flokkinn getur þetta ekki verið góð niðurstaða,“ segir Gunnar Helgi. Ágúst Ólafur segir nægan tíma til kosninga en ljóst sé að flokks- menn þurfi að spýta í lófana. „Við teljum okkar hugmyndafræði, jafn- aðarstefnu, eiga vel heima meðal lslendinga,“ segir Ágúst Ólafur. „Við höfum trú á okkar hugsjón og förum ekki í nein yfirboð, hvorki til hægri né vinstri. Líkt og hjá öðrum jafnaðarmannaflokkum í Evrópu er stefna okkar skýr.“ Helstu baráttumálin skila ekki auknu fylgi Baldur bendir á að miklar breyt- ingar hafi átt sér stað hjá Samfylk- ingunni, bæði mannabreytingar og einnig sé skýrari stefna mörkuð í ákveðnum málaflokkum. „Samfylk- ingin hefur verið mjög áberandi und- anfarna mánuði. Flokkurinn kynnti nýja stefnu í umhverfismálum og barðist fyrir lækkun matarverðs. Hann hefur gagnrýnt ríkisstjórnina harðlega fyrir efnahagsstjórnun og öryggismál. Að Samfylkingin skuli ekki hagnast á þessu er mjög athygl- isvert," segir Baldur. „Spennandi verður að fylgjast með nýju forystu- fólki Samfylkingarinnar og hvort það nái að hleypa lífi í flokkinn." Erfiður línudans Gunnar Helgi segir Samfylking- unaklemmdaámilliVinstrigrænna og Sjálfstæðisflokksins enda hafi báðir þeir flokkar bætt við sig fylgi á hennar kostnað. Hann telur að um- hverfismál spili þar lykilhlutverk enda hafi flokkurinn verið klofinn í afstöðu sinni. „Sjálfstæðisflokkur- inn sækir inn á miðjuna með mýkri áherslum og þar tapar Samfylkingin fylgi. Á vinstri vængnum missa þau hins vegar fylgi til Vinstri grænna," segir Gunnar Helgi. „Líklegast er að flokkurinn sé í klemmdri stöðu og ekki útlit fyrir að hann sé búinn að hugsa leiðir út úr því." Baldur er sammála því að flokk- urinn sé klemmdur þarna á milli. „Samfylkingin nær ekki að höfða til nýrra kjósenda þrátt fyrir breyttar áherslur. Hún virðist eiga í erfið- leikum með að stíga línudans milli einarðrar afstöðu Vinstri grænna og mýkri hliða Sjálfstæðisflokksins," segir Baldur. Stóri dómur í vor Ágúst Ólafur er bjartsýnn á að SAMANBURÐUR Á FYLGI: Október 2006 Kosningar 2003 ■ Alls: 25% ■ Alls: 31% ■ NV: 25% ■ NV: 23% ■ NA: 24% ■ NA: 23% ■ S: 28% ■ S: 30% ■ SV: 25% ■ S V: 33% ■ RS: 23% ■ RS: 33% ■ RN: 25% ■ RN: 36% fylgi flokksins muni taka kipp þegar nær dregur kosningum og segir flokkinn vel undirbúinn fyrir kosn- ingaveturinn. Hann er ánægður með hversu tæpt ríkisstjórnin stendur og lítur á niðurstöðurnar sem tækifæri. „Auðvitað ætlum við okkur meira en þessi könnun gefur til kynna. Við erum bjartsýn á að það náist,“ segir Ágúst Ólafur. „Stóri dómurinn kemur ekki fyrr en í vor og ég er sannfærður um að barátta okkar mun skila sér. Stjórnmál eru langhlaup og upp til hópa eru íslend- ingar frjálslyndir jafnaðarmenn." Magnað tilboð á Hereford — all Glæsilegur 3ja rétta matseðill á aðeins 5.200, Borðapantanir I iappy hour alla daga 1 7:00 -19:30 - tveir fyrir einn af fordrykkjum

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.