blaðið - 07.11.2006, Page 6

blaðið - 07.11.2006, Page 6
6 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 blaðið INNLENT KYNFERÐISOFBELDI Nauðgara enn ieitað Lögreglan i Reykjavík leitar enn árásar- manna sem réðust á tvær stúlkur í október og nauðguðu þeim. Fyrra atvikið átti sér stað við Menntaskólann í Reykjavík en það síðara í grennd við Þjóðleikhúsið. UTANRÍKISMÁL Valgerður hitti Júsjenkó Valgerður Sverrisdóttir utanríkisráðherra fundaði í gær með Viktor Júsjenkó, forseta Úkraínu, og Boris Tara- sjúk utanríkisráðherra. Þau ræddu tvíhliða samskipti landanna og áform Úkraínu um aðild að Atlantshafs- bandalaginu og tengsl landsins við Evrópusambandið. FERÐAÞJÓNUSTA Gistinóttum fjöigar mikið Gistinóttum fjölgaði um 22 prósent frá september í fyrra til sama mánaðar í ár. Alls gistu gestir í 114.600 nætur á hótelum landsins í september síðastliðnum. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni fjölg- aði gistinóttum í öllum landshlutum en aukningin var hlutfallslega mest á Norðurlandi eða 43 prósent. Hágæða LCD veggsjónvörp KYNNINGARVERÐ Takmarkað magn 20" 32" 37" 42" Kr. 46.990,00 Kr. 89.990,00 Kr. 144.990,00 Kr.249.990,00 Öll verð miðast við.staðgreiðslu - Veggsfestingar innifaldar í verði - 2ja ára ábyrgð Hafið samband í síma 561 9200 GRAFARVOGS Gylfaflöt 3*112 Reykjavik • Simi 567 4468 dekk@gummisteypa.is • www.gummisteypa.is GENERAL TIRE © Opið öllum stuöningsmönnum - kosið 11. nóvember í Þróttarheímilinu, Laugardal, 4.-6. sæti www.mordur.is Við eigum næsta leik Reykvíkingar - munið prófkjör Samfylkingarinnar. Veljum vel á S-listann! Mörður Árnason - Rómantísk sýn á Mjóddina Ulrich Falkner, gullsmiður í Mjóddinni, segir menningarlífið yndislegt á vorin og vill halda Gullnámunni frá. Tvö þúsund manns gegn spilakössum í Mjóddinni: Gullsmiður á móti Gullnámunni ■ Vill fjölskylduvæna verslunarmiðstöö ■ Börn með listasýningar ■ Mjóddin góður staður til að vera á Eftir Val Grettisson valur@bladid.net „Um tvö þúsund hafa skrifað undir mótmælaskjal gegn spilakössum í Mjóddinni,“ segir Ulrich Falkner gullsmiður. Hann hefur ásamt syni sínum haldið úti friðsamlegum mótmælum vegna fyrirhugaðra spilakassa í verslunarmiðstöðinni. Listinn hefur legið í verslun þeirra og er fólki frjálst að skrifa undir sé það sammála þeim feðgum. Svo virðist sem þeir hafi fengið mikinn meðbyr hjá samborgurum sínum og að sögn Ulrichs hefur listanum alls ekki verið haldið að fólki. „Á vorin eru börnin með listasýn- ingar og mikið og fallegt menningar- líf blómstrar hér,“ segir Ulrich sem dregur upp rómantíska mynd af Mjóddinni enda góður staður til að vera á að hans sögn. Hann segir að um daginn hafi hann séð leikskóla- börn i fylgd með leiðbeinendum sínum. Hann bætir við í kaldhæðni að verst sé að ekki hafi verið hægt að leiða þau inn í spilavíti. Að mati Ulrichs á slík starfsemi hreinlega ekki heima i verslunarmiðstöðinni í Mjódd. „Eg veit ekki betur en fjárhættuspil séu bönnuð með lögum á íslandi," segir hann ósáttur við tilveru kass- anna á Islandi og bætir við að það sé sorglegt þegar einstaklingar ánetj- ast kössunum og þá sérstaklega fólk af yngri kynslóðinni. Hann segist hafa nokkrar áhyggjur af leiðinlegri umgengni og að slíkur staður muni laða að sér fólk í misjöfnu ástandi. Honum þykir þróunin sorgleg en sjálfur lítur hann á miðstöðina sem hinn deyjandi kaupmann á horninu. Ulrich vonar að undirskriftirnar verði til þess að sporna við köss- unum og segir hann að tvö þúsund slíkar séu ansi sannfærandi þegar öllu sé á botninn hvolft. Hann þorir þó ekki að spá hvernig fer og vill meina að oftar en ekki séu þeir huns- aðir sem mótmæla hvað mest. „Ég vil bara að Mjóddin verði fjö- slylduvæn áfram,“ segir Ulrich sem ber hag Mjóddarinnar fyrir brjósti. Ekki náðist í Ragnheiði Sigurðar- dóttur, framkvæmdastjóra verslun- armiðstöðvarinnar, þrátt fyrir ítrek- aðar tilraunir. Leigubílastöð sökuð um svindl: Leyfislausir bílstjórar Leigubílstjórar segja að leigubíla- stöðin BSR brjóti lög um leigubif- reiðar með því að láta mönnum í té atvinnuleyfi og bifreiðar annarra bílstjóra sem eru jafnvel farnir að starfa við annað en leigubílaakstur. Þeir segja ennfremur að sumar leigubílastöðvar hafi jafnvel 2-3 bíla á sínum snærum sem þær leigi til svokallaðra „harkara" sem eru leyf- islausir bílstjórar. Þetta kemur fram í kæru sem hefur verið send samgönguráðu- neytinu. I þessari kæru er kvartað undan aðgerðaleysi Vegagerðar- innar í málum sem þessum en Vega- gerðin fer með framkvæmd mála sem varða leigubifreiðar. Þar með Takmarkað eftirlit með akstri leigubíla Dæmi um menn sem gera út á það að kaupa veikindadaga annarra. talin er útgáfa starfsleyfa, leyfa fyrir forfallabílstjóra og rekstrarleyfa. Leigubílastöðvar eru skyldaðar til að veita Vegagerðinni upplýsingar um einstaka atvinnuleyfishafa sem og aðrar upplýsingar er varða um- sýslu leigubílamála. Vegagerðin á einnig að annast eftirlit með akstri leigubifreiða en Sævar Ingi Jónsson hjá Umferðareft- irlitinu segir að eftirlitið sé frekar takmarkað. „Við athugum hvort bíl- arnir séu ekki rétt merktir og hvort passarnirséuílagi. Meiragerumvið ekki.“ Guðmundur Börkur hjá BSR segir að hann hafi heyrt af þessum ásökunum en þær eigi ekki við rök að styðjast og séu varla svaraverðar.

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.