blaðið - 07.11.2006, Side 14

blaðið - 07.11.2006, Side 14
blaðið 14 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 HVAÐ MANSTU? 1. Hver skipar fyrsta sæti á lista Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi? 2. Hvað heitir hljómborðsleikari bresku rokksveitarinnar Pink Floyd? 3. Hver er nýkrýndur (slandsmeistari í málmsuðu? 4. Hver skrifaði bókina: Sumarljós og svo kemur nóttin? 5.1 hvað ríki Bandaríkjanna er borgin Las Vegas? Svör: GENGI GJALDMIÐLA m Bandaríkjadalur KAUP 68,02 SALA 68,34 ii Sterlingspund 129,08 129,70 nca es ms Dönsk króna 11,58 11,65 U~- Norskkróna 10,47 10,53 ss Sænsk króna 9,44 9,49 m Evra 86,39 86,87 Evrópusambandið: Mesti hag- vöxturinn Hagvöxtur á evrusvæðinu er meiri nú en hann hefur verið frá síðustu aldamótum sam- kvæmt nýjustu hagtölum. Sérfræðingar Evrópu- sambandsins (ESB) telja að meðalhagvöxtur í þeim ríkjum sem deila evrunni verði 2.6% á þessu ári en hann var einungis 1.4% í fyrra. Búist er við að með- alhagvöxtur í öllum aðildar- ríkjum sambandsins verði 2.8% áþessu ári. Ósætti eftir fjöldauppsagnir byggingafyrirtækis á Akranesi: Reka íslenska og ráða erlenda starfsmenn ■ Forstjórinn sveik loforð ■ Breyttar rekstrarforsendur, segir framkvæmdastjórinn Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Þetta segir sig sjálft, það á að ráða út- lendinga í okkar störf,“ segir Stefán Jónsson trésmiður sem hefur síðast- liðið ár unnið hjá byggingafyrirtæk- inu Sveinbirni Sigurðssyni á Akra- nesi. Honum hefur verið sagt upp störfum ásamt tuttugu samstarfs- mönnum sínum. Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segir þetta skelfilega þróun og telur að þetta sé aðeins byrjunin á því sem koma skal. „Ég sé enga aðra ástæðu fyrir þessum brottrekstrum en þá að fyrirtækið ætli að fá ódýrt vinnu- afl til að sinna þessum störfum. Eftir að hafa rætt við fjölda starfs- manna, sem var sagt upp, komst ég að því að þeir óttast hið sama,“ segir Vilhjálmur. „Fyrirtæki hafa óheftan aðgang að ódýru vinnuafli og fyrir- tæki með íslenska starfsmenn eru ekki lengur samkeppnisfær." Breytt verkefnastaða Aðalgeir Hólmsteinsson, fram- kvæmdastjóri Sveinbjörns Sigurðs- sonar, vísar þessari umfjöllun á bug og er ósáttur við að vera bendl- aður við siðlaust athæfi. Hann segir rekstrarforsendur fyrirtækisins á Akranesi breyttar. „Þetta er ekki svona í pottinn búið. Áætlanir um verkefni hafa breyst og því voru þessar uppsagnir óumflýjanlegar," segir Aðalgeir og bendir á að upp- sagnirnar séu flestar með fyrirvara um endurskoðun. „Undirstaða þess að hafa mennina áfram á launum er breytt. Verkefnin sem eru fram- undan eru þess eðlis að við þurfum að ráða verktaka og það er dýrt að halda úti starfsstöð þegar ekki er nóg að gera.“ Starfsmenn brjálaðir Salvar Georgsson, einn þeirra sem sagt var upp störfum hjá fyrir- tækinu, segir starfsmenn ekki hafa fengið neinar skýringar á uppsögn- unum. Hann segir að illa hafi verið brugðist við þegar eftir þeim var leitað. „Allir starfsmennirnir eru brjálaðir yfir þessu og hundfúlir. Það er vont að fá enga skýringu á uppsögninni og síðan grunar okkur að þeir ætli að ráða útlend- inga í staðinn,“ segir Salvar. „Ein- hverjir á skrifstofunni voru með dólgshátt og skæting þegar við vildum fá svör. Við höfum ekkert fengið að vita hvers vegna okkur er sagt upp eða hvað fyrirtækið ætlar að gera.“ Stefán er einnig hissa á fram- komu yfirmanna fyrirtækisins og segir forstjóra þess hafa svikið gefin loforð. „Ég sagði upp mínu fyrra starfi, eftir sautján ár þar, vegna þess að forstjórinn lofaði nægum verkefnum næstu árin. Þessi upp- sögn kemur því eins og blaut tuska framan í mann,“ segir Stefán. Endurnærandi hvíld ístólum sem hlúa að bakinu 1,2ja eða 3ja saeta - margir litir Leitaðu frekari upplýsinga hjá okkur 0 ontúra Húsgögn Ekki okkar stefna Aðspurður segist Aðalgeir vel skilja að mörgum sárni uppsagn- irnar og útilokar að útlendingar verði ráðnir í störfin. „Við höfum reynt að standa eins heiðarlega að þessum uppsögnum og frekast er unnt. Okkar stefna er sú að mismuna ekki fólki eftir þjóðerni og að borga markaðslaun,“ segir Aðalgeir. „Við höfum, eins og aðrir, þurft að leita út fyrir landsteinana eftir starfsfólki en þeirri þróun höfum við ekki fundið upp á. Því miður eru til dæmi um að menn hafi notfært sér þessa þróun en slíkt á sér ekki stað hjá okkur.“ Vilhjálmur hefur miklar áhyggjur af gangi mála og segir þetta skelfi- lega þróun fyrir íslenska launþega. „Ég skil ekki hvernig það fer saman að í hverjum mánuði komi í kringum þúsund erlendir starfsmenn hingað til vinnu á meðan verið er að segja upp íslenskum starfsmönnum. Það er eitthvað bogið við þessa mynd.“ Fyrirtæki með íslenska starfs- menn eru ekki samkeppnisfær Vilhjálmur Birgisson Formaöur Verkalýðs- félags Akraness Við staðið eins heiðariega að uppsögnum og frekast er unnt Aðalgeir Hólmsteinsson FramkvæmdastjóriSvein- björns Sigurðssonar ehf. Allir starfsmenn- irnir eru brjái- aðir yfirþessu og hundfúlir Salvar Georgsson Fyrrverandi starfsmaður Landsvirkjun og Kárahnjúkavirkjun: Borgin ábyrg til 2012 „Þetta er ekki raunhæfur kostur og kemur því ekki til greina,“ segir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borg- arstjóri um þá kröfu að ábyrgðum borgarinnar fyrir virkjunarfram- kvæmdum verði aflétt í kjölfar sölu á hlut hennar í Landsvirkjun. Kemur ekki til greína að aflétta ábyrgðunum Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Borgarstjóri Ekki aflétt Vilhjálmur Þ. Vilhjálms- son borgarstjóri segir ábyrgðum borgarinnar fyrir virkjunarfram- kvaemdum ekki verða aflétt. Ólafur F. Magnússon, borgarfull- trúi Frjálslynda flokksins, segir borgina ekki hafa neina hagsmuni lengur hjá Landsvirkjun og því sé það skýlaus krafa að aflétta ábyrgð- unum. Vilhjálmur er því ósammála. ,Reykjavíkurborg er með skuld- bindingar gagnvart þessum fram- kvæmdum og ábyrgðirnar standa fram til ársins 2012“

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.