blaðið - 07.11.2006, Page 17

blaðið - 07.11.2006, Page 17
blaðið ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 17 Miklar tafir vegna fárviðris: Fengu engar upplýsingar Heimkomu á annað hundrað farþega Icelandair frá Lundúnum frestaðist um nær sólarhring vegna veðurs og þess að ekki tókst að útvega nýja áhöfn. Áhöfnin sem var á vellinum mátti ekki fljúga þar sem hún hefði þá brotið reglur um hvíldartíma og ekki var hægt að koma nýrri áhöfn út í staðinn. Örtröð myndaðist við upplýsinga- borð breska fyrirtækisins BMI, þjón- ustuaðila Icelandair á Heathrow á sunnudagskvöld, eftir að tilkynnt var að búið væri að fella niður kvöld- flug til íslands. Farþegum gekk illa að fá upplýs- ingar og vísuðu starfsmenn BMI öllum fyrirspurnum frá sér og sögðu að þetta kæmi þeim ekki við. Enginn fulltrúi Icelandair var á svæðinu og þurftu farþegar því að bíða í fullkominni óvissu áður en fyrstu upplýsingar bárust frá fyrir- tækinu. Að lokum var öllum smalað upp í rútu og þeim útveguð gisting á hóteli nærri Heathrow-flugvelli. Þar gistu farþegar um nóttina en flogið var til Islands laust fyrir hádegi í gær. „Öllum flugum var frestað vegna veðurs og það þurfti heilmikið púsluspil til þess að koma því af stað á ný,“ segir Guðjón Arngríms- son, upplýsingafulltrúi Icelandair. Hann segir að þegar veðrinu slotaði hafi farið af stað flókið púsluspil til þess að koma fólki til og frá. Þar á meðal hafi spilað inn í að áhafnir sem urðu veðurtepptar hafi þurft að uppfylla ákveðinn hvíldartíma og því hafi þurft að senda nýjar áhafnir út. Mikil ringulreið Farþegar sem vonuðust til þess að komast heim frá London á sunnudag festust í Eng- landi vegna fárviðris á Islandi. Danmörk: Danir vilja dauðarefsingu Fimmti hver Dani vill að dauðarefsingar verði teknar upp í landinu á nýjan leik. Ef einnig er litið til stuðnings við stjórnmálaflokka sést að rétt tæpur helmingur þeirra sem styðja Danska þjóðarflokkinn vill taka upp dauðarefsingar. Þetta er niðurstaða könn- unar IFKA í Danmörku. Rene Dupont, amtstjórnar- maður Danska þjóðarflokksins í Suður-Jótlandi, fagnar því að svo margir stuðningsmenn flokksins vilji taka upp dauðarefsingar.„Ég er fylgjandi dauðarefsingum og þær mega gjarnan vera þyngsti dómur hegningarlaga. Þetta snýst ekki um að ná fram einhverjum hefndum, heldur eru sumar manneskjur einfaldlega svo hættulegar að þær eiga ekki að fá að vera hluti af samfélagi manna,“ segir Dupont, sem undirstrikar að þetta sé persónuleg skoðun hans, en ekki stefna flokksins. Dauðarefsingar voru endanlega lagðar af í Danmörku 1993. Hertar reglur: Litlar tafir á fyrsta degi Starfsmenn í öryggisgæslu Keflavíkurflugvallar segja að innleiðing nýrra reglna um handfarangur hafi gengið vel fyrir sig og hafa ekki orðið teljandi tafir vegna þeirra. I gær tóku gildi nýjar, strangari reglur varðandi handfarangur í millilandaflugi. Þessar hertu reglur snúa einkum að vökvum sem farþegar mega taka með sér í flug. Allar umbúðir sem innihalda vöka mega að hámarki rúma 100 millilítra af vökva og allar umbúð- irnar sem hver farþegi tekur með sér verða að rúmast í gegnsæjum eins lítra plastpoka sem hægt er að loka með rennilási. Þegar rætt er um vökva er átt við vörur eins og áfengi, ilmvötn, tannkrem og sápur. Hver farþegi má einungis hafa einn slíkan poka meðferðis. Sjáðu hvernig raunveruleikinn lítur út í sjónvarpi Hugsaðu stórt og sjáðu skýrt með HITACHI 42PD9700 42" HD ready plasma sjónvarpi. HITACHI lnspire the TMext • Upplausn 1024 x 1080 punktar. Yfir 1000 línur! • 68,6 milljarðar lita. Nýr 1080 punkta myndkubbur gerir myndina ótrúlega skarpa og góða. • 2sHDMI / 3 x skart / component / USB / tengi fyrir bassa og SD minniskortalesari. • Uppfyllir öll skilyrði til að vera HD ready og gott betur. • Rafdrifinn snúningsfótur. Glæsileg hönnun. www.raunveruleikasjonvarp.is it Hátæknl HITACHI fæst hjá söluaðilum um land allt Armúli 26 / Sími 522 3000 / www.hataekni.is

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.