blaðið - 07.11.2006, Blaðsíða 21
blaðið
ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 29
13 t»nc| Pa i'O o r^-Ti i vn iIá'j
Umrœðan
Umrœðan
Bryndís Haraldsdóttir
Stjórnvöld hafa lykiláhrif á mótun
viðskiptaumhverfis, stoðkerfis og
uppbyggingu innviða samfélagsins.
Þessir þættir hafa svo afgerandi
áhrif á getu og hvata fyrirtækja til
að auka samkeppnishæfni sína.
Mikilvægt er að tryggja stöðug-
leika íslensks efnahagslífs því það
er forsenda þess að sprotafyrirtæki
geti vaxið og dafnað. Skattkerfið
okkar þarf að einfalda enn frekar og
hér þurfa skattar að ver lágir, bæði
á fyrirtæki og einstaklinga. Flatur
skattur er ákjósanleg leið að þessu
markmiði.
Lagaumhverfið þarf að vera ein-
falt og gegnsætt og nauðsynlegt er
að einfalda regluverk sem byggst
hefur upp í kringum hinar ýmsu
leyfisveitingar opinbera aðila til
handa atvinnufyrirtækjum.
Mikilvægt er að stuðningsum-
hverfi atvinnulífsins sé drifið
áfram af þörfum fyrirtækja og því
markmiði okkar að vera framalega
í rannsóknar- og þróunarstarfi á
ákveðnum sviðum. Undirstaða
þekkingariðnaðar og hátækni er
þekking sem er afsprengja mennt-
unar. Stjórnvöld þurfa því að standa
vörð um okkar öfluga menntakerfi
og tryggja að íslenskt menntakerfi
sé með því allra besta í heimi.
Sú þekking og sá kraftur sem
fellst í mannauðnum er mikilvæg-
asta auðlind íslands og sú auðlind
sem við verðum að leggja aukna
áherslu á í framtíðinni til að treysta
samkeppnisstöðu þjóðarinnar.
Höfundur er varaþingmaður og gefur kost
á sér i 4.-5. sæti í prófkjöri sjálfstæðismanna
i Suðvesturkjördæmi sem fram fer 11. nóv-
ember næstkomandi.
Endurnýjun á Alþingi síðustu 10
Fréttir um helgina hermdu að end-
urnýjun í þingliði yrði að öllum lík-
indum meiri en oft áður. Litið var til
niðurstöðu skoðanakönnunar Capa-
cent Gallup og reiknað út frá því
hver væri líkleg endurnýjun í þing-
mannahópnum bak næstu alþingis-
kosningum. Það verður auðvitað að
setja fyrirvara um svona samanburð.
Skoðanakannanir nú, hálfu ári fyrir
kosningar, hafa vitaskuld ekki for-
spárgildi og margt getur breyst á
svo löngum tíma. Engu að síður er
fróðlegt að velta þessu upp, út frá
könnuninni. En þá verða menn ein-
faldlega að muna að við erum að
bera saman skoðanakönnun og úr-
slit alþingiskosninga fyrir þremur
og hálfuári.
En eins og ég hef áður bent á hér
á þessum vettvangi þá er mikil
og stöðug endurnýjun í gangi við
hverjar alþingiskosningar hér á landi.
Það er þess vegna þess virði að skoða
staðreyndir um þessi mál. f Handbók
Alþingis sem gefin er út að loknum al-
þingiskosningum hverju sinni getur
að líta afskaplega fróðlega töflu sem
bregður ljósi á þessa þróun. f töfl-
unni er reiknað út hlutfall nýrra þing-
manna á Alþingi allt frá árinu 1934.
Skráður er fjöldi nýkjörinna alþing-
ismanna eftir hverjar almennar kosn-
ingar, hvort sem þeir höfðu setið sem
varamenn áður eða setið einhvern
tímann áður á þingi.
Lítum á upplýsingar úr þessum
mikla fróðleiksbrunni, sem Hand-
bók Alþingis er og skoðum endur-
nýjun á Alþingi síðustu tíu alþingis-
kosningar, eða frá árinu 1971:
1971 31,7% 19 þingmenn
1974 25,0% 15 þingmenn
1978 35,0% 21 þingmaður
1979 30,0% 18þingmenn
1983 23,3% 14 þingmenn
1987 33,3% 21 þingmaður
1991 39,7% 25 þingmenn
1995 30,2% 19 þingmenn
1999 23,8% 15 þingmenn
2003 28,6% 18 þingmenn
kosningar
Hér þarf að hafa í huga að þing-
mönnum fjölgaði úr 60 í 63 við
kosningarnar árið 1987, en þá
var gerð breyting á lögum um
kosningar til Alþingis í kjölfar
stjórnarskrárbreytingar.
Þessar tölur segja sitt. Gjarnan
hafa breytingarnar numið nálægt
fjórðungi eða um þriðjungi þing-
manna og þaðan af meira. Sé þetta
árabil svo reiknað til meðaltals,
má segja að 30% þingmanna hafi
verið nýir við hverjar kosningar sé
litið yfir tímabil síðustu 10 alþing-
iskosninga. Meðaltalið á þessum
tíu árum svarar svo til þess að á
milli 18 og 19 nýir þingmenn komi
til þings við hverjar kosningar. Það
er þvi óhætt að segja að þessi tími
endurspegli miklar breytingar á
þingmannaskipaninni.
Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Mikilvægi
nýsköpunar
Sýnt hefur verið fram á að fyr-
irtæki á samkeppnismarkaði afla
um 70% tekna sinna af vörum og
þjónustu sem eru innan við tveggja
ára gamlar. Þetta segir okkur það
að öll fyrirtæki þurfa að stunda ný-
sköpun ætli þau sér að lifa af. Það
er mjög mikilvægt að stjórnvöld séu
meðvituð um mikilvægi þess að hér
blómstri öflugt nýsköpunarstarf og
þeim ber að tryggja að hér sé ákjós-
anlegt umhverfi fyrir nýsköpun,
rannsóknir og þróun. Stöðugt
efnahagslíf og öflugt menntakerfi
eru mikilvægir þættir til að tryg-
gja gott umhverfi fyrir nýsköpun-
arstarf en það kemur fleira til s.s
skattaumhverfi, lagaumhverfi og
stuðningsumhverfi.
Mannauðurínn
er mikilvægasta
auðlind íslands
Einar K. Guðfinnsson
Kannanir nú,
hálfu árí fyrír
kosningar, hafa
vitaskuld ekki
forspárgildi
Stuðningsmenn Ragnheiðar
Jóna Þorvaldsdóttir
Listljósmyndari
Jónmundur Guðmarsson Ólafur G. Einarsson
Bæjarstjóri á Seltjarnarneisi Fyrrverandi ráðherra
Ragný Guðjohnsen
Framkvæmdarstjóri
Salome Þorkelsdóttir Sigrfður Anna Þórðardóttir
Fyrrverandi forseti Alþingis Alþingismaður
Guðmundur H. Garðarsson Hafsteinn J. Reykjalín
Fyrrverandi alpingismaður Bifreiðastjóri
Haraldur Sverrisson
Formaður bæjarráðs
Mosfellsbæjar
Ásdís Halla Bragadóttir
Forstjóri BYKO
Erla Guðjónsdóttir
Skólastjóri
Gylfi Dalman
Aðalsteinsson
Vinnumarkaðsfræðingur