blaðið - 07.11.2006, Síða 22

blaðið - 07.11.2006, Síða 22
HEYRST HEFUR... Prófkjörin eru í hámarki þessa dagana og helgin var undirlögð af alls kyns SMS- sendingum og símtölum frá hinum og þessum fram- bjóðendum. Frambjóð- endur leita allra leiða til að koma sér á framfæri á sem ódýrastan hátt og þar kemur farsímatæknin að góðum notum. Sú aðferð að nota smáskilaboð til að koma boðskap sínum á framfæri er einungis nokkurra ára gömul en er óspart notuð. Margir fram- bjóðendur virðast hins vegar ekki uppfæra símaskrána sem notuð er þar sem heyrst hefur að mörg börn séu að fá skilaboð frá hinum og þessum frambjóð- endum. Þannig segir Sigmar Guðmundsson sjónvarpsmaður á blogginu sínu frá því að n ára gamall fóstursonur hans hafi fengið á þriðja tug smáskilaboða um helgina frá frambjóðendum. Aforsíðu helgarblaðs DV var mynd af glæsilegu pari, Hildi Völu og Jóni Ólafssyni, en þau eignuðust nýlega sitt fyrsta barn saman. Á forsíðunni kemur auk þess fram að Jón eigi líka tvö börn með fyrr- verandi eiginkonu sinni. Það var mikill spenningur að lesa blaðið þvi það er alltaf gaman að lesa viðtöl við Hildi Völu þar sem hún er ekki mikið í sviðsljósinu. Spenningurinn vék þó fyrir vonbrigðum þegar kom í ljós að greinin um Hildi og Jón var einungis unnin úr gömlum við- tölum auk þess sem nokkrum setningum frá móður Hildar Völu var skeytt við. Já, það er sko ekki nóg að neita því að fara í viðtal vilji menn ekki vera á forsíðunni. Eyjólfur Magnússon og Páll Eiríksson „Megin- hugsunin er sú að byggja fóik upp eftirýmis áföll og leiðbeina því til sjálfshjálp- ar. Þegar fólk hefur öðiast styrk þá hefur það styrk til að rétta öðrum hjálpar- hönd,“ segir Eyjólfur Mynd/Frlkkl Jákvætt sjálfstraust er lykill að velgengni „Jákvætt sjálfstraust er í rauninni að kunna að sigra og tapa en halda samt áfram á sinni braut,“ segir Eyjólfur Magnússon, kennari og stjórnarformaður Handarinnar. Samtökinstandaí kvöld að fræðslu- fundi um jákvætt sjálfstraust, leið til betra lífs. Magnús Scheving, for- stjóri Latabæjar, og Svafa Grönfeldt, aðstoðarforstjóri Actavis, verða framsögumenn og Páll Eiríksson geðlæknir er fundarstjóri. „Við ákváðum að fá Magnús og Svöfu á fræðslufund um sjálfs- traust því þau eru toppfólk og hafa komið sér vel fyrir í samfélaginu. Það hefðu þau varla getað nema með því að hafa haft jákvætt sjálfs- traust að leiðarljósi þar sem sjálfs- traust er lykill að velgengni,” segir Eyjólfur. Hann segir að Höndin sé fyrst og fremst mannúðar- og mann- ræktarsamtök sem eru til styrk- ingar og samhjálpar fyrir fólk í víðum skilningi. „Meginhugsunin er sú að byggja fólk upp eftir ýmis áföll og leið- beina því til sjálfshjálpar. Þegar fólk hefur öðlast styrk þá hefur það styrk til að rétta öðrum hjálp- arhönd. Við verðum öll fyrir ein- hvers konar sorg eða missi og besta lækningin er fólgin í því að hjálpa öðrum. Sorg og missir getur verið allt mögulegt, skilnaður eða jafn- vel fall á prófi,“ segir Eyjólfur og bætir við að Höndin sé rúmlega ársgömul. „Við höldum fræðslu- fundi mánaðarlega og höfum tekið fyrir fjölmörg mál. Fyrsti fundurinn var með Thelmu Ás- dísardóttir um kynferðisofbeldi, auk þess höfum við fjallað um át- röskun og margt fleira. Síðast var fræðslufundur um fíkniefni og hann sóttu rúmlega áttatíu manns. Við erum líka með sjálfsstyrkingu tvisvar í viku sem er opin öllum rétt eins og fræðslufundirnir." Fræðslufundur Handarinnar um jákvætt sjálfstraust er haldinn í Áskirkju í kvöld og hefst klukkan 20.30. Frekari upplýsingar má finna á www.hondin.is. svanhvit@bladid.net ■ KULDAGALLARNIR KOMNIR Á förnum vegi ylgistu með íslenska handboltanum? Ingólfur Birgisson, vélamaður. Nei, ekki neitt. Jóna Rut Jónsdóttir, heimavinnandi húsmóðir. Nei, ég hef bara ekkert náð að fylgjast með honum. Thelma Rut Eðvarðsdóttir, aðstoð- armaður tannlæknis. Nei, ekki neitt. Annel Helgi Finnbogason, sölumaður. Já, mikið og held með HK. Tappinn losnaði af.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.