blaðið - 07.11.2006, Síða 26

blaðið - 07.11.2006, Síða 26
blaðið Borg iþoku Ut er komin hja Havallautgafunni Ijóðabokin Borg i þoku eftir Hermann Stefánsson. Þetta erfyrsta Ijóðabók Hermanns en hann hefur áður sent frá sér skáldsögurnar Níu þjófalykla og Stefnuljós auk skáldfræðiritsins Sjónhverfinga. NÓVEMBER 2006 Skaldaspsrakvöld Skaldasþirukvöldin i Iðu hafa fyrir löngu unnið sér fastan sess í menningarlífi borgar- innar. (kvöld klukkan 20 verður sjötugasta og fyrsta kvöldið haldið en þær Anna Dóra Antonsdóttir og Kristrún Guðmundsdóttir lesa úr nýútkomnum skáldsögum sínum. Að gangur er ókeypis og að venju er það Benedikt S. Lafleur sem annast skiþulagningu. Annan dag Friörik Ómar Dæmið gengur ekki upp Annan dag með Friðriki Ómari er pínlega týpísk íslensk dægurlagaplata. Frágangur og hljómur er til fyrirmyndar og útsetningar eftir bókinni. Þá er söngur Friðriks mjög góður en ég spyr mig hvort platan hafi eitthvað annað fram að færa en fagmann- legt yfirbragð. Mjög erfitt er að greina á milli laga plötunnar. Þau renna saman í poppgraut sem á endanum skilur harla lítið eftir sig. Lögin fjalla flest um ástina á einhvern hátt; Friðrik Ómar segist þurfa að „feisa lífið" og syngur sig svo í gegnum frum- skóg af klisjum í íslenskri textagerð. Hann „tendrar hjá þér bál“, vonar að hann „komist á þinn fund“ en er á endanum „til staðar ávallt fyrir Þig“- Friðrik Ómar er óskilgetið afkvæmi idol-kynslóðarinnar. Hann tók ekki þátt í keppninni, fór eðlilegu leiðina enda góður söngvari. Platan ber samt með sér þennan „idol-brag“ sem flestir ættu að vera búnir að fá nóg af. Það er allt vel gert, hljóðfæraleikur og hljóðblöndun til fyrirmyndar. En eins Ekstra- blaðið danska sagði um íslenska fjármálaheiminn þá gengur dæmið ekki ujop. atli@bladid.net Píanókeppnx t Salnum Listamenn framtíðar- innar spreyta sig morgun hefst þriðja Píanókeppni íslands- . deildar Evrópusam- bands píanókennara í Salnum í Kópavogi. Keppnin stendur fram á sunnu- dag og eru rúmlega þrjátíu þátttak- endur skráðir til leiks. Keppt er í þremur flokkum, flokki miðnáms, flokki framhaldsnáms og flokki háskólanáms og fer forkeppni í öll- um flokkum fram á morgun og á fimmtudag. Þær Arndís Björk Ásgeirsdótt- ir, Brynhildur Ásgeirsdóttir og Þóra Fríða Sæmundsdóttir sitja í stjórn keppninnar og hafa annast skipulagninguna. „Keppnin var fyrst haldin árið 2000 en þá veittu Reykjavíkurborg og menntamála- ráðuneyti myndarlega styrki til þess að hægt væri að gera þetta að veruleika og ákveðið var að halda keppnina á þriggja ára fresti upp frá því,“ útskýrir Arndís Björk. „Þátttakendur mega ekki vera eldri en 25 ára á þeim degi sem keppnin rennur upp. Þeir þurfa að fara eft- ir ákveðnu prógrammi en þetta er þó ívið frjálsara en gerist og geng- ur víða erlendis. Þau velja verk frá ólíkum tímabilum tónlistarsög- unnar sem þau þurfa að túlka og það reynir töluvert á hæfni þeirra á ólíkum sviðum. Þeir sem kom- ast í úrslit þurfa einnig að spila íslenskt verk.“ Arndís Björk segir Arndís Björk Ásgeirsdóttir „B/stu krakkarnir spila mjög krefjandi verk og öll efnisskráin er mikil áskorun fyrirþá sem taka þátt." prógrammið vera metnaðarfullt og reyna töluvert á hæfni þeirra sem takast á við það. „Elstu krakkarnir spila mjög krefjandi verk og öll efn- isskráin er miícil áskorun fyrir þá sem taka þátt.“ Tónskáldið Snorri Sigfús Birgisson hefur samið nýtt verk fyrir keppnina sem hann nefn- ir Eos og Selena og verður það flutt í úrslitum í flokki framhaldsnáms og verður veitt sérstök viðurkenn- ing fyrir bestan flutning á því verki. Menntamálaráðuneytið styður dyggilega við bakið á keppninni og er menntamálaráðherra, Þorgerð- ur Katrín Gunnarsdóttir, verndari keppninnar. Til mikils er að vinna en auk glæsilegs verðlaunagrips fá þeir sem hreppa fyrsta sæti í hverjum flokki stúdíóhljóðritun frá Rík- isútvarpinu, en Tónastöðin, 12 tónar og JPV útgáfa leggja einnig til glæsileg verðlaun. „Það er þó auðvitað fyrst og fremst reynslan og þroskinn sem krakkarnir upp- skera sem er dýrmætast,“ segir Arndís Björk. Áhugasamir geta hlýtt á kepp- endur á morgun, fimmtudag, og laugardag gegn vægum aðgangs- eyri og fengið að berja augum píanóleikara framtíðarinnar. Verðlaunaafhending fer svo fram klukkan 14 næstkomandi sunnu- dag. **»» 1 c a f I i GÓLFEFNI ÞEKKING ÞJÓNUSTA Steppehf. | Ármúla32 | Sími 533 5060 | www.stepp.is | stepp@stepp.is HLÝLEGT OG MJÚKT Myndlist og litríkt leikhús „Ég hef því miður ekki haft mik- Stelpan frá Stokkseyri og kemur út inn tíma til að sækja menningar- á næstu dögum.“ viðburði að undanförnu vegna próf- kjörsanna,“ segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir alþingismaður. „Ég náði þó rétt að kíkja á opnun á myndlistarsýningu Þráins Bertels- sonar í Galleríi Sævars Karls um helgina og var ákaflega hrifin af því sem hann hafði fram að færa.“ Ásta Ragnheiður segist hafa gam- an af því að fara í leikhús en síðasta sýningin sem hún sá var Skoppa og Skrítla eftir Hrefnu Hallgrímsdótt- ur og Lindu Ásgeirsdóttur sem sýnd er á Leikhúslofti Þjóðleik- hússins. „Það vill svo skemmti- lega til að Linda er kosninga- stjórinn minn og því dreif ég mig að sjá þetta skemmtilega verk. Þetta er stórkostleg sýn- ing fyrir allra yngstu leikhús- unnendurna og það eina sem leikhúsin eru að bjóða upp á fyrir þennan aldurshóp. Þær Hrefna og Linda eru frábær- ar í hlutverkum sínum og ná vel til barnanna." Ásta Ragnheiður segist aðallega hafa verið að lesa pólitísk rit að undanförnu en hlakk- ar til að lesa sig í gegnum yfirvofandi jólabókaflóð. „Ég er sérstaklega spennt fyrir ævisögu Margrétar Frímannsdóttur sem Þórunn Hrefna skrif- ar. Bókin ber titilinn

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.