blaðið - 07.11.2006, Síða 32
40 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006
blaðið
íbróttir
r s ithrottir@bladid.net
_ r. • I___________
Beckham til LA Galaxy?
Alexi Lalas, forseti og þjálfari bandaríska knattspyrnuliðsins LA Galaxy, hefur
lýst þvi yfir að hann hafi áhuga á að fá David Beckham til liðs við félagið.
Beckham sagði í vor þegar hann var enn byrjunarliðsmaður hjá Real Madrid og
fyrirliði enska landsliðsins að hann gæti vel hugsað sér að spila með félaginu
frá Los Angeles þar sem hann rekur knattspyrnuakademíu í eigin nafni.
ertir ummæli
sín um dómgæslu Grahams
Poll í 2-1 tapi Chelsea fyrir
Tottenham á White Hart Lane
um helgina. Að mati Mourin-
hos dæmdi Poll ranglega af
skallamark Didiers Drogba,
rak John Terry út af með tvö
gul spjöld fyrir litlar sakir og
refsaði ekki Hossam Ghaly,
leikmanni Tottenham, fyrir að
gefa Michael Essien olnboga-
skot í andlitið. Enska knatt-
spyrnusambandið rannsakar
ummælin.
Frank Rijka-
ard, stjóri
Barcelona,
var sáttur við
leik sinna
manna eftir
í-i jafntefli
við Deportivo
á sunnudag en
kvartaði þó yfir lé-
legri nýtingu fyrir
framan markið.
Barcelona missti
með jafnteflinu
fyrsta sæti deildar-
innar til Sevilla
Guðjón Þórðarson hyggst styrkja leikmannahópinn:
Ódýrara að fá
erlenda leikmenn
| , 'ii
Fimm leikmenn farnir frá IA Fær enska leikmenn lánaöa
■ LEIKMENN SEM ERU FARNIR FRA ÍA:
ArnarGunnlaugsson FH
Bjarki Gunnlaugsson FH
1, Hafþór Ægir Vilhjálmsson Valur
Pálmi Haraldsson Hættur
Hjörtur Hjartarson Óvist
e- Igor Pesic Fram
Miklar breytingar Fimm leikmenn hafa yfirgefið Skagaliðið frá þviGuðjón
Þórðarson tók við liðinu í haust. Guðjón segist hafa fengið vilyrði frá tveimur
knattspyrnustjórum í Englandi um að fá lánaða leikmenn fyrir næsta timabil.
„Það er alveg ljóst að ég næ ekki að
manna liðið einungis með mönnum
sem eru hjá félaginu nú þegar. Ég
hef fengið vilyrði frá tveimur knatt-
spyrnustjórum á Bretlandseyjum
um að fá lánaða hjá þeim leikmenn,
í gegnum persónuleg tengsl sem
ég hef þar. Það kemur fjárhagslega
mun betur út fyrir félagið en að elt-
ast við íslenska leikmenn,” sagði
Guðjón Þórðarson, þjálfari ÍA, að-
spurður um hvernig ÍA hygðist
bregðast við brotthvarfi sex leik-
manna úr Skagaliðinu frá í sumar.‘
„Miðað við vinnuframlag eru knatt-
spyrnumenn á íslandi of hátt laun-
aðir. Það er ódýrara eins og staðan
er í dag að sækja leikmenn erlendis
frá heldur en að taka þátt í verð-
stríðinu hérna heima. Það eru ansi
margir hundraðþúsundkallar sem
fara til leikmanna á ársgrundvelli
miðað við hversu stutt tímabilið er,”
sagði Guðjón.
Guðjón segist þó ætla að bíða með
að fá til sín leikmenn þar til hann
ur séð hvort ungir og efni-
legir leikmenn hjá félaginu hafi öðl-
ast nægilegan þroska til að manna
þær stöður sem í vantar hjá liðinu.
„Ég vil fyrst sjá hvað mínir leikmenn
geta sem ég hef nú þegar áður en ég
fer að sækja leikmenn annars staðar
frá. Ég ætla ekki að fá menn til liðs-
ins til að manna stöður sem ungir
leikmenn hjá félaginu geta leyst og
seinka þannig jafnvel þroska ungra
Skagamanna,” sagði Guðjón að
lokum.
Skeytin inn
Skilja þurfti að stjórana
Arsene Wenger og Alan
Pardew eftir að Marlon
Harewood skoraði
sigurmark West
Ham gegn
Arsenal á
sunnudag.
Pardewfagn-1
aði marki
West Ham af
miklum móð,
sem fór mjög
fyrir brjóstið
á Wenger.
Stjórarnir voru
skildir að og tókust ekki í
hendur að leik loknum eins og
venja er. „Ef ég var of ákafur í
fagnaðarlátunum, sem ég lík-
lega var, bið ég Arsene Wenger
og Arsenal afsökunar,” sagði
Pardew eftir leikinn.
Tveir leikmenn voru grýttir
með smápeningum af
áhorfendum í leikjum
helgarinnar í ensku
úrvalsdeildinni. Smá-
peningi var kastað í
RobinVan
Persie, leik- * x~*‘
mann Ar-
senal og Claus Jensen,
leikmaður Fulham,
fékk einnig smápen-
ing í höfuðið í leik
Fulham og Everton.
V l'l
PIPEX
i
Knattspyrnuakademía íslands kynnir
Fótboltanámskeið fyrir stráka og stelpur í 4. og 5. flokki.
Námskeiðið ferfram í Fífunni í Kópavogi tímabilið 13. nóv. - 1. des.
Kennt verður mánudaga, miðvikudaga og föstudaga frá kl. 6.30 - 7.30 á morgnana.
Spennandi og skemmtilegt tækifæri fyrir þá sem vilja stórauka getu sína í fótbolta.
Leiðbeinendur:
Logi Ólafsson, fyrrverandi landsliðsþjálfari
Þorlákur Árnason, yfirþjálfari yngri flokka Stjörnunnar
Ingvi Sveinsson, þjálfari hjá yngri flokkum Þróttar
Mist Rúnarsdótir, þjálfari hjá yngri flokkum Þróttar
Viktor Bjarki Arnarsson, Ásthildur Helgadóttir og fleiri leikmenn úr Landsbankadeild
karla og kvenna mæta á svæðið og liðsinna þátttakendum.
Arnór Guðjohnsen, Ásgeir Sigurvinsson og Guðni Bergs koma í heimsókn.
KNATTSPYRNU
AKADEMÍA ÍSLANDS
Sérstök markvarðaþjálfun verður á námskeiðinu. Leiðbeinandi: Guðmundur Hreiðarsson.
Þátttökugjald: 12.900 kr. á VISA-sérkjörum með morgunhressingu.
Skráning á knattspyrnuakademian.is
Nánari upplýsingar veitir Þorlákur Árnason,
yfirþjálfari, í síma 895 9068.