blaðið - 07.11.2006, Page 34

blaðið - 07.11.2006, Page 34
42 ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓVEMBER 2006 blaöiö Staðhættir Leiðin liggur i Laugar- dalinn, framhjá Laugardalslauginni og til vinstri. Þú stoppar hjá brunahananum. Tinna Bessadóttir 28 ára býr í Laugardal og gefur lesendum Blaðsins vegvisi að ibúð sinni þessa vikuna. Hún er þekkt fyrir að hafa sérstakt dáiæti á hnetusmjöri og rauðvini og stundum hellir hún upp á kaffi og gleymir kaffinu. Hún vinnur að því að skrifa handrit og texta i frítima sínum og vistarverur hennar þykja eftirsóttur staður til heimsókna vegna þeirrar visku sem þangað er hægt að sækja. Eru það helst dragdrottningar, dramadrottning ar og fjölskyldumeðlimir sem ferðast þangað. Allir tímar ársins þykja hentugir til heimsókna. Plötuspilarinn gamli og góði Vínylplöturnar lifðu af geisladiskana og niðurhal á tónlist og nú er það inni að gefa sér góðan tíma til að koma sér upp góðu og sérviskulegu plötusafni og spila plötur á plötuspilara. Plötuspilarar eru auðvitað ekki sérstak- lega meðfærilegir en þessi USB-plötuspilari frá Numark er skemmtilegur að því leyti að hann býður líka upp á þá möguleika að hægt er að tengja hann við tölvu og MP3-spilara. www.gadgets.dk á um 18.000 krónur r—— Spólað til baka... Kristjana Guðbrandsdóttir \_____________________________J Dýralíf Fiskurinn Lar- íleiSigrúnDís ræður ríkjum en stöku sinnum má sjá nágrannakettinum Músa bregða fyrirvið mikinn fögnuð heimilisfólks. Ég lagði leið mína í Garðabæinn um helg- ina í hina risavöxnu húsgagnaverslun islands, IKEA, til að festa kaup á handklæðum og hnífaparaskúffu. Ég keyrði að sænska gímald- inu sem virtist ætla að gleypa Garðabæ og um leið varð mér Ijóst að hálf þjóðin virtist ætla að heimsækja verslunina því lengi sat ég í langri röð bíla og óskaði mér þess að ég hefði tekið með mér einhverjar vistir fyrir þessa langferð. Þegar inn var komið blasti við mér þessi glæsilega verslun. Allt svo heimsvant og fágað að ég og aðrir nærstaddir íbúar fiskiþorps- ins Islands tókum andköf af furðu. Það runnu hins vegar á mig tvær grímur þegar ég var búin að ganga um verslunina í smástund; verslunin er risastór. Þetta er ekki verslun til að skjótast inn í til að ná í hitt og þetta á mettíma. Nei, það þyrfti helst að vera með kort af versluninni eða fararstjórn og ferðast í gegnum verslunina í ratleikjastíl. Reglulega heyrð- ust tilkynningar um týnd börn í hátalarakerfinu og almennt voru þeir sem sóttu verslunina eitthvað skelfdir á sviþ þar sem þeir reik- uðu um gangana og spurðu verði, sem voru fjölmargir á víð og dreif um svæðið, um leiðina út. En þetta kunnum við að meta, Smáralindir og Kringlurog Ikea- bákn til að dvelja í um helgar. Því meðan rigningin lemur landið er það aðeins fyrir hina alla hörðustu og hressustu að stunda útivist. Jafnvel þótt útivistin takmarkist við það að hlaupa úr bíl í hús. Það lítur að minnsta kosti út fyrir það að við séum orðin svo lin að við hættum okkur ekki út úr húsi nema til að keyra beint inn í upp- hituð bílahús stórverslana. Annars sótti ég líka menninguna heim, hætti mér úr bílnum og fauk úfin og blaut inn í bíóhús til að horfa á Mýrina í leikstjórn Baltas- ars Kormáks. Sú mynd minnti mig á góðan Taggart-þátt. Þá er ekki lítið sagt því ekkert gleður mig meira en sá fúllyndi skarfur og ég gat svo sannarlega glaðst yfir því hvað Taggart... nei ég meina Erlendur var í mikilli fýlu. ume y s £ Ti tii helst erðast f\ Hvað þarf að hafa með f för Gott er að hafa með sér nammi og gjafir til húsráðenda til að fá góða inngongu \\\\\\W V Hvenær er hentugt að ferðast Eftir klukkan 7 á kvöldin er opið hús og þá er einkum góður tími til að stoppa við í kvöldmat. Gott er að hringja á undan sér svo tími gefist til að bæta disk um við. Ekki er mælt með því að reyna inngöngu snemma á laugardags- og sunnudagsmorgnum sökum myglu og klæðaburðar heimilisfólks. ' Siðir og venjur Mikið er um dans, þá einkum í eldhúslnu og stofunni, '"//t nútímaballet er þar vinsælastur og gaman er aö taka nokkur spor með heimilisfólki. Já, eða skoða nokkrar myndir úr gömlum albúmum og jafnvel ^ mála eina mynd sjálfur. Matur og menning Fiskur er aðalfæða heim- ilisfólks sem er ekki að furða enda rennur sjór um æðar fjölskyldunnar. Heiisa Ef ofnæmi eða óþol er fyrir hendi gagn- vart bleikum lit er ekki mælt með inngöngu því bleiki liturinn er ráðandi í öllum vistarverum. — Hættur Sofinn er afar girmlegur og lokkandi il hætta er á því að sofna ef lagst er í hann. Mik % Samfélag & menning Hingað kemurfolk úr öllum áttum. Algengt er að haldin séu prins- essupartí og er þá strangt dresskód um að vera í prinsessukjól með kórónu. Dragdrottningar og fjölskyldumeðlimir eru líka tíðir gestir. Vert að sjá Uppstoppaðir piranafiskar, spakula og risastór mynd af Sollu stirðu prýða vistarverurn- ar og vekja áhuga og furðu gestkomandi. Smurþjónusta H Alþríf Rafgeymar W- v Dekkjaþjónusta www.bilko.is www.hasso.is Mundu eftir uð finno besta ÉBrði# dður en þú haupir dehh! Car-rental / Bílaleiga Vetrardekk - Heilsársdekk - nagladekk - loftbóludekk ne|rg Smiðjuvegi 34 | Rauð gata | bilko.is | Sími 557-9110

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.