blaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 22

blaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 22
Bruggsmiðjan á Árskógsströnd Vinsætdir bjórsins Kalda hafa verið slíkar að verksmiðj- an annar ekki eftirspurn. Hér er Agnes Anna með David Masa bruggmeistara. Skúli, þetta er búið! 30 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 fólk folk@bladid.net HEYRST HEFUR... T) áll Ásgeir Ásgeirsson, kynn- I ingarstjóri Þjóðleikhússins, heldur úti vinsælli bloggsíðu eins og margir fyrrverandi fjölmiðlamenn. Páll Ásgeir seg- ist vera orðinn leiður á hefð- bundnu bloggi sem er að hans mati samsuða af kaffihúsaspjalli, heims- ósómanöldri út af einhverjum ómerkilegum fréttum í bland við valda mola úr einkalífi höf- undar. Af þeim sökum hyggst hann bregða út af vananum og helga bloggsíðu sína leitinni að ljóðum í lífinu og blogga næstu daga í eins konar ljóðformi. Innblástur sækir Páll til frétta dagsins og af þeim sökum ber ljóð dagsins alltaf heiti aðalfyr- irsagnar á forsíðu Morgunblaðs- ins. Þannig bar eitt verka hans hinn ljóðræna titil Um 1.3 millj- arðar til aðhlynningar aldraðra og annað nefndist Aftakaveður gekk yfir og olli víða usla. Hafa gárungarnir á orði að við hæfi sé að Páll Ásgeir fái ljóð sín á endanum birt í blaðinu sem varð honum að innblæstri. Q igríður Dögg Auðunsdóttir, Oblaðamaður á Fréttablað- inu, hefur sagt upp störfum og liggur ekki fyrir hvað hún hyggst taka sér fyrir hendur. Brotthvarf Sig- ríðar er mikil blóðtaka fyrir blaðið enda hefur hún lengi verið ein helsta skrautfjöður þess og vann meðal annars til verðlauna Blaðamannafélags Islands fyrir umfjöllun sína um tölvupóstssamskipti athafna- konunnar Jónínu Benedikts- dóttur og Styrmis Gunnars- sonar, ritstjóra Morgunblaðsins. Búast má við að aðrir fjölmiðlar beri víur sínar í verðlaunablaða- manninn þó að hún komi að öllum líkindum ekki til með að starfa á ritstjórn Morgunblaðs- ins í bráð. HVAÐ FINNST ÞER? Á að kaupa Ekstra Bladet? „Nei. Það myndi ganga þvert á þá stefnu okkar sem er að kaupa einungis góð og vönduð fyrirtæki." blaðið Hreinn Loftsson, stjórnarformaður Baugs Stjórn Baugs segir skrif Ekstra Bladet um fyrirtækið vera ósönn. fhugar Baugur nú málssókn á hendur danska blaðinu. Baugur á stóran hlut í útgáfu Nyhedsavisen. Anna ekki eftirspurn Agnes Anna Sigurðardóttir, fram- kvæmdastjóri Bruggsmiðjunnar á Árskógsströnd, hefur haft í mörg horn að líta að undanförnu, enda talsvert verk að koma upp brugg- húsi í litlu íslensku sjávarþorpi. Hún heldur utan um reksturinn, sölumál, byggingarframkvæmdir og sér til þess að allt fari rétt fram. „Það eru náttúrlega ótal vandamál sem koma upp á hverjum einasta degi en við reynum að leysa þau jafnóðum en förum ekki að sofa með þau,“ segir Agnes sem nýtur góðs stuðnings fjölskyldu sinnar og samstarfsfólks í rekstrinum. Áður en hún hellti sér út í bjóræv- intýrið fékkst Agnes við verslunar- og skrifstofustörf og segir hún mesta muninn á núverandi starfi og því fyrra vera þann að núna viti hún eiginlega ekkert hvað hún sé að gera. „Þetta er allt nýtt fyrir okkur. Við erum fjögur sem störfum við þetta og við erum öll að læra eitt- hvað nýtt á hverjum einasta degi nema náttúrlega bruggmeistarinn. Hann er sá eini sem er alveg klár á því sem er að gerast,“ segir Agnes og hlær. Stækkun á teikniborðinu „Bruggmeistarinn sem er hjá okkur er með níu ára nám í fag- inu að baki og þar liggur eiginlega hjartað í þessu öllu. Það er sama hvað við hefðum byggt fallegt hús, ef við hefðum sparað í því sem teng- ist bjórnum þá hefði hann ekkert selst,“ segir Agnes. Fyrsta afurð Bruggsmiðjunnar, bjórinn Kaldi, kom á markað fyrir fáeinum vikum og segir Agnes við- tökurnar hafa verið mjög góðar og nú sé svo komið að þau anni ekki eft- irspurn. „Kannski stækkum við þá bara við okkur. Það er á teikniborð- inu,“ segir Agnes og bætir við að einnig sé ráðgert að setja á markað dökkan bjór eftir áramót. Vildu gera eitthvað nýtt Mörgum kann að finnast það fjarstæðukennd hugmynd að setja á laggirnar bjórverksmiðju í litlu sjávarþorpi en Agnes segir að hún og maður hennar hafi þurft á til- breytingu að halda og viljað gera eitthvað nýtt. „Maðurinn minn sem hafði alltaf verið á sjó hafði meitt sig illa á hné. Ég er fædd og uppalin á Árskógs- strönd og frekar rótgróin mann- eskja. Það er ekki auðvelt að slíta sig upp. Við búum í litlu sjávarþorpi og þá þurftum við annað hvort að flytja í burtu eða gera eitthvað nýtt. Hugmyndin fæddist þegar ég var ein að horfa á sjónvarpið og sá þátt um svona brugghús í Evrópu. Ég hef aldrei farið út í svona rekstur eða verið með slíkar hugmyndir en þetta gerði mig enn ákveðnari í að fara út í þetta,“ segir Agnes að lokum. eftir Jim Unger Nicorette Fruitmint Nýtt bragð sem kemur á óvart Nicorette nikótínlyf eru fáanleg án lyfseóils og eru notuð þegar reykingum er hætt eða þegar dregið er úr reykingum. Til að ná sem bestum árangri skal ávallt íylgja leiðbeiningum í fylgiseðli. Skammtar eru einstaklingsbundnir eftir því hve míkíö er reykt, hvort hætta á reykingum eóa draga úr þeim. Því ber að kynna sér upplýsingar um notkun í fylgiseðli. í fylgiseðlinum eru upplýsingar um: verkun og notkun, varúóarreglur, mikilvægar upplýsingar sem nauósynlegt er að lesa áður en lyfin eru notuð, hugsanlegar aukaverkanir og aðrar upplýsingar. Leitið til læknis eða lyfjafræðings ef þörf er á frekari upplýsingum um lyfin. Þeir sem fengið hafa ofnæmi fyrir nikótíni eða öórum innihaldsefnum lyfsins, nýlegt hjartaáfall, óstöðuga versnandi hjartaöng, alvarleg hjartsláttarglop eða nýlegt heilablóófall eiga ekki að nota Nicorette nikótínlyf. Börn yngri en 15 ára, þungaðar konur og konur með barn á brjósti eiga ekki að nota Nicorette níkótínlyf nema að ráði læknis. Lesið allan fylgiseðílinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Geymið fylgiseðílinn. Nauðsynlegt getur verið að lesa hann sióar. Handhafi markaðsleyfis: PfizerApS. Umboð á íslandi: Vistor hf., Hörgatúni 2, Garðabæ. www.nicorette.is *Tilboðsverö 2006 12-26 © Jim Unger/dist. by United Media, 2001 Á förnum vegi Hver er fallegasti staðurinn á landinu? Sigurður Jónsson, lagermaður Þórsmörk. Davíð Sigurðsson, nemi Sumarbústaðurinn hjá afa og ömmu á Þingvöllum. Hafdís Guðbergsdóttir, félagsliði Reykjavík. Hrefna Níelsdóttir, nemi Gullfoss eða Geysir. Halldóra Þorvaldsdóttir, nemi Gullfoss.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.