blaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 13

blaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 13
blaðið FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 13 Vatnið hækkar í Hálslóni: Hundrað metra djúpt „Lónshæð Hálslóns er nú 556,5 metrar yfir sjávarmál, sem þýðir að vatnsdýpið næst stíflunni er rúmir hundrað metrar,“ segir Sigurður Arnalds, kynningarstjóri Kára- hnjúkavirkjunar. „Enn á eftir að fylla tæpa sjötíu metra. Þá er flatar- mál lónsins nú tólf ferkílómetrar en verður að lokum 57 ferkílómetrar. Nú mun hægja verulega á rennslinu í vetur og verður aðalfylling lónsins að rúmmáli næsta sumar.“ Sigurður segir að Kárahnjúka- stífla hafi staðið sig mjög vel og að lekinn fyrir neðan stífluna sé óveru- legur. „Það segir okkur enn sem komið er að allur frágangur neðst á stíflunni og undir henni virðist hafa tekist með afbrigðum vel. Lek- inn sem kemur undan stíflunni er minni en tíu lítrar á sekúndu." Rennsli Jöklu hefur verið nokkuð umfram það sem gerist \ meðalári. ,Það sést best á því að upphaflega var búist við að lónið næði núver- andi hæð í byrjun desember. Hlý- indi í síðasta mánuði gerðu það hins vegar að verkum að fylling lónsins er eitthvað á undan áætlun,“ segir Sigurður og bætir við að ís sé kom- inn á lónið, allt sé hvítt og mjög vetr- arlegt um að litast. Kárahnjúkastífla Þessi mynd var tekin fyrr íhaust áður en vatninu var hleypt á stífluna. Vatn hækkar við stífluna Enn á eftir að fylla tæpa sjötíu metra Lóniö verður að lokum 57 ferkílómetrar. Invent Farma Kaupir í Lyfjaveri Lyfjafyrirtækið Invent Farma hefur keypt meirihluta hlutafjár í lyfsölufyrirtækinu Lyíjaveri, sem rekur apótek og tölvustýrða lyfjaskömmtun fyrir sjúkra- stofnanir og einstaklinga. Aðalsteinn Steinþórsson, stjórnarformaður I.yíjavers, segir að með innkomu Invent Farma í fyrirtækið verði á næstu misserum lögð áhersla á útrás á erlenda markaði með tölvustýrða lyfjaskömmtun. Invent Farma er í eigu íslenskra fjárfesta og með meginstarf- semi í Barcelona á Spáni. Þýskaland: Jólaljósin sett upp Jólin eru farin að setja svip sinn á umhverfi fólks þó enn sé hálfur annar mánuður til jóla. Á breiðgötunni Unter den Linden í Berlín er búið að hengja jólaljós á trén. Þar átti þessi kona leið um þegar tekið var að dimma. Heldur bjartara var þó en allajafna vegna hinna miklu ljósa á trjánum. Súgandafjörður: Sluppu vel úr bílveltu Betur fór en á horfðist þegar jeppi valt við bæinn Botn í Súgandafirði. Fernt var í jepp- anum þegar óhappið varð og þykir mesta mildi að þau hafi sloppið án teljandi meiðsla því bifreiðin er talin gjörónýt. Lögreglan á ísafirði segir að hálka hafi líklega verið orsökin fyrir slysinu. ■■■I ■ | | ^pr jr ■ ■ | ■ ■ Fjor 1 profkjori - kosningahóf Kristrúnar Kosningahófið er í kvöld 9. nóvember klukkan 20:00 á splunkunýjum veislustað sem heitir PikkNikk og er í Héðinshúsinu. Djasstríó Sunnu Gunnlaugs spilar Léttar veitingar Lesið www.kristrun.is pistill á hverjum degi Prófkjörið í Reykjavík er opið stuðningsfólki. Þú þarft ekki að vera í flokknum til að kjósa! Samfylkingin Hvað ef þau réðu öllu á íslandi - hvað gerðu þau fyrst? Mínúta á mann! Guðmundur Steingrímsson, frambjóðandi Elísabet Jökulsdóttir, skáld Agnar Freyr Helgason, ritstjóri Vefritsins Katrín Anna Guðmundsdóttir, talskona Stefán Benediktsson, arkítekt \ Margrét Sigurðardóttir, knattspyfnukona Karl Th. Birgisson, útvarpsmaður Eva María Jónsdóttir, sjónvarpskona

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.