blaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 29
blaði
FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 37
heilsa
Lúsabaninn
Bandarískir vísindamenn hafa þróað tæki sem drepur hárlús og
nit á skilvirkari hátt en þær aðferðir sem fyrir eru. Tækið sem
kallast Lúsabaninn minnir helst á hárblásara og drepur nit-
ina og lýsnar og með því að þurrka þær í um hálftíma.
Sterar og andfélagsleg hegðun
Tengsl eru á milli notkunar anabólískra stera og andfélagslegrar hegðunar
svo sem ólöglegrar vopnaeignar og svikastarfsemi samkvæmt nýrri sænskri
rannsókn. Vísindamennirnir segja þó að þeir sem nota stera séu ekki lík-
legri en aðrir til að fremja ofbeldisglæpi á borð við morð og líkamsárásir.
heilsa@bladid.net
Helgin 9.-13. nóv.
ABO PHARMA
Gefur vlrknl allan daginn!
ADOPHARMA
ZINK-BIOTIN
KAPSELN
Börn með langvinna sjúkdóma
Fær góðan
stuðning
För Hout.
Hoore.
Nögel
Berglind og Arna.
Kiúklingaveisla
frá ísfugli
Grillaður kjúklingur, franskar
og 2ja lítra Coca Cola
1/1 ferskur kjúklingur 30% afsláttur
kr. 468,- -fcn66flk
Úrbeinaðar bringur án skinns 30% afsláttur
kr. 1.686,- kr&4Q8^
Kjúklingalæri/leggir magnbakki 30% afsláttur
kr. 484,- «ki^692^
henni í leikskólanum. Hún tekur
ekki þátt í hlaupaleikjum heldur vill
hún sitja kyrr og ekki eyða orkunni,"
segir Berglind en bætir við að sem
betur fer sýni starfsfólk leikskólans
veikindum hennar skilning og hún
fái þann stuðning sem hún þurfi á
að halda.
Fannst við eiga bágt
Veikindin höfðu mikil áhrif á dag-
legt líf þeirra hjóna og þurfti Berg-
lind að vera heima með Örnu í tvö ár.
„Það var enginn tími til að fara út
á vinnumarkaðinn. Þegar hún var
tveggja ára fór ég í mastersnám og
það gekk ágætlega, enda var hún þá
komin á leikskóla. Núna er ég farin
að vinna en Arna er alltaf undir reglu-
bundnu eftirliti á spítalanum, þó ekk-
ert í líkingu við það sem áður var,“
segir Berglind.
Það reynir ekki síður mikið á fólk
andlega að eignast langveikt barn og
þurfa að takast á við breyttar aðstæð-
ur.
„Stundum var þetta rosalega erfitt
og mér fannst við eiga ofboðslega
bágt. Þess á milli var maður í góðum
gír. Maðurinn minn er alger Pollý-
anna. Hann hafði meiri styrk til að
takast á við þetta og hefur verið stoð
mín og stytta í gegnum þetta allt
saman. Við eigum líka rosalega góða
fjölskyldu og erum með net í kring-
um okkur. Eg sé ekki hvernig þetta
hefði gengið upp án hennar. Við vor-
um náttúrlega með annað lítið barn
og það voru alltaf allir tilbúnir til að
veita hvaða stuðning sem er og eru
enn,“ segir Berglind.
Það hefur mikil áhrif á
daglegt líf fólks og störf
að eignast barn sem á
við langvinnan sjúkdóm
að stríða. Berglind Ósk Kjartans-
dóttir og Tryggvi Sigurðsson, eig-
inmaður hennar, þekkja það af
eigin raun en dóttir þeirra Arna
er haldin langvinnum blóðsjúk-
dómi. Strax við fæðingu kom í ljós
að Arna ætti við blóðvandamál að
stríða og þurfti hún þegar á fyrsta
sólarhringnum að gangast undir
fyrstu blóðgjöfina af mörgum.
„Síðan tóku við tvö ár þar sem við
vorum meira og minna með hana í
blóðgjöfum og rannsóknum uppi á
spítala. Það koma upp margir auka-
kvillar þegar barnið er viðkvæmt og
veikt. Læknarnir voru stöðugt í tvö
og hálft ár að reyna að komast að því
hvað væri að henni og þeir eru ekki
enn búnir að komast að því. Við erum
enn þá í óvissu um hvað er að henni
en staðan í dag er miklu betri,“ segir
Berglind og bætir við að Arna hafi
ekki þurft á blóðgjöf að halda í um eitt
ár en sé undir reglulegu eftirliti.
Félagsleg einangrun barnanna
Foreldrum sem eiga langveik börn
þykir oft mikill stuðningur í því að
hitta aðra foreldra sem standa í sömu
sporum en þar sem ekki var ljóst
hvað gengi að Örnu vissu Berglind og
eiginmaður hennar ekki hvert væri
best að leita. Þau ákváðu fljótlega að
leita til Einstakra barna, stuðnings-
félags barna með sjaldgæfa og alvar-
lega sjúkdóma, og segir Berglind að
það hafi verið mikið gæfuspor.
„Það hefur svo mikið gildi að hitta
foreldra sem standa í sömu sporum,
eru kannski með ógreind börn eða
börn sem eru haldin sjaldgæfum
sjúkdómum því að maður getur sam-
samað sig við þá. Þetta er fólk sem er
að ganga i gegnum reynslu sem eng-
inn gerir ráð fyrir að þurfa að ganga
í gegnum. Ég held að það séu oft svip-
uð vandamál sem foreldrar þurfa að
takast á við þó að sjúkdómarnir séu
ólíkir,“ segir Berglind ogbætirvið að
oft upplifi til dæmis langveik börn
vissa félagslega einangrun vegna
veikinda sinna. Sú hefur verið raun-
in með Örnu sem er nú á leikskóla-
aldri.
„Hún er lítil og úthaldslaus og eng-
an veginn með sama kraft og önnur
börn. Það kemur svolítið niður á