blaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 2

blaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 blaöi6 ÁMORGUN VÍÐAUMHEIM ] VEÐRIÐ I DAG Sunnanátt Hvöss sunnanátt, 10 til 20 metrar á sekúndu, hvassast norövestantil. Slydda og síðar rigning en úrkomulítiö norðaustan- og austantil. Hiti 2 til 8 stig. Vindasamt Búast má við umhleypingaveðri næstu daga og ansi vindasömu. Hiti víðast aðeins yfir frostmarki. Algarve Amsterdam Barcelona Berlín Chicago Dublin Frankfurt 20 9 19 9 14 8 11 Glasgow Hamborg Helsinki Kaupmannahöfn London Madrid Montreal 9 9 0 9 10 15 n New York Orlando Osló Palma París Stokkhólmur Þórshöfn 16 18 0 21 12 2 7 Enn er hart barist á Srí Lanka: Nær fimmtíu féllu Tamílsku tígrarnir saka stjórn- arherinn á Srí Lanka um að hafa myrt 45 óbreytta borgara og sært 125 í árásum á flóttamannabúðir í Batticaloa-héraði í austurhluta landsins. Talsmenn hersins segja að tígrarnir hafi gert árásir á bæki- stöðvar hans í héraðinu og þeim hafi verið svarað með stórskota- liðsárásum. Þeir segjast ekki vita til þess að mannfall hafi orðið meðal óbreyttra borgara. Ríkis- stjórn Srí Lanka hefur hvatt fólk til þess að flýja þau svæði sem eru undir yfirráðum uppreisn- armanna tígranna en uppreisn- armennirnir eru sakaðir um að skýla sér fyrir árásum með því að leynast á meðal óbreyttra borgara. Dæmdur fyrir umferðarlagabrot: Sá ekki lögguna Karlmaður á þrítugsaldri var í gær dæmdur í Héraðsdómi Suð- urlands til að greiða 70 þúsund krónur í sekt vegna hraðaksturs og fyrir að sinna ekki stöðvunar- merkjum lögreglu. Það var í lok siðastliðins júlí- mánaðar að lögreglan veitti bif- reið mannsins eftirför eftir að hann hafði ekið henni of hratt og óvarlega á hringtorgi á Selfossi. Við eftirför lögreglu ók maðurinn á tvö boðskilti á umferðareyju, yfir göngustíg og endaði loks í garði við heimili sitt. Maðurinn játaði að hafa keyrt á skiltin en neitaði að hafa ekki sinnt stöðvunarmerki lög- reglu eða ekið of hratt. Sagðist hann ekki hafa séð lögreglu í baksýnisspeglinum. PRÓFKJÖR 2006: Aðeins tveir af tíu efstu frambjóðendum sjálfstæðismanna í Reykjavík hafa gefið upp hversu mikið prófkjörsbarátta þeirra kostaði. Það eru þau Pétur Blöndal og Sigríður Andersen. Einn háði enga formlega kosningabaráttu og var því ekki spurður um kostnað. Það er Geir H. Haarde, forsætisráðherra og for- maður Sjálfstæðisflokksins, sem var óumdeildur í fyrsta sætið. GUÐFINNA BJARNADÓTTIR REKT0R 4. SÆTI Hver var kostnaður þinn við próf kjörsbaráttuna? Hann er ekki orðinn Ijós ennþá. Hverjir voru helstu styrktaraðilar þinir i baráttunni? Þeir voru margir, bæði fyrirtæki og einstaklingar. Ég veit sjálf ekki hverjir þeir eru. Hefur verið gerð grein fyrir launum starf smanna á þínum vegum? Nei, það er ekki búið. Það er ennþá í vinnslu. Útlendingar í íslensku- námi Samfélaginu til hags- bóta að útlendingar læri islensku Myml/Eyþár Skipa tugi nefnda en gera ekkert ■ Aðgerðaleysi stjórnvalda ■ Á annan tug nefnda ■ Algjör farsi Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net Jnnflytjendaráð, sem á að sjá um stefnumótun í málefnum innflytj- enda, var stofnað fyrir rétt tæpu ári og fékk enga fjárveitingu þá fyrir þetta ár. Á fjárlögunum sem eru fyrir þingi núna er ekki gert ráð fyrir neinum fjármunum í ráðið.” Þetta segir Gerður Gestsdóttir, verkefnastjóri hjá fræðsludeild Al- þjóðahússins, sem dregur í efa vilja stjórnvalda til framkvæmda í mála- flokknum. Árum saman hafi verið skipaðar nefndir sem skili álitum sem ekki sé svo farið eftir. Málið snúist um allt frá komu útlendinga til landsins til aðlögunar þeirra að ís- lensku samfélagi en stjórnvöld hafi ekkert gert. „Við komuna til landsins treysta flestir útlendinganna á að atvinnu- veitandinn veiti þeim upplýsingar. Ef um er að ræða fólk utan Evrópska efnahagssvæðisins ber atvinnurek- anda skylda til að veita því upplýs- ingar. Ef um er ræða fólk frá Evr- ópska efnahagssvæðinu ber engum skylda til að upplýsa það,” bendir Gerður á. Stjórnvöld hafa ekkert gert Gerður Gestsdóttir, verkefnastjóri fræðslu- deildar Alþjóðahússins „Þegar útlendingar eru komnir með vinnu verður einhver stofnun að sækja um kennitölu fyrir þá. Það er þá atvinnurekandinn eða í ein- hverjum tilfellum Alþjóðahús. Til að fá dvalarleyfi verður viðkomandi að fá samning sem getur reynst tor- sótt því sumir vinnuveitendur kæra sig ekki um skrifa upp á samning.” Gerður segir að þegar dvalarleyfi sé fengið verði útlendingar að skrá lögheimili hjá Þjóðskrá. „Til að það sé hægt verða þeir að búa í löglegu húsnæði. Sumir búa jafnvel í upp- gerðu atvinnuhúsnæði eða gámum og þá stoppar kerfið því að til að kom- ast inn í sjúkratryggingakerfið þurfa menn að vera með skráð lögheimili.” Það er mat Gerðar að það sé hlut- verk ríkisins að veita útlendingum upplýsingar um hvað þeir eigi að gera til að þeir geti uppfyllt skyldur sínar og öðlast fullgild réttindi hér á landi. í öðru lagi eigi íslenskukennsla að vera ókeypis. „Það er öllu samfélaginu til hags- bóta að innflytjendur læri sem fyrst íslensku svo að þeir hafi einhvern aðgang að því. Þetta er ekki gert. Ríkið leggur einhvern smápening í íslenskukennslu. Sú upphæð hefur hækkað eitthvað undanfarin ár en hún er ekki í neinu samhengi við fjölgun innflytjenda.” Ingibjörg Hafstað, kennslustjóri í Alþjóðahúsinu, segir markvissar að- gerðir alltaf hafa vantað. Ekkert hafi breyst frá því að fyrsta nefndin hafi verið sett á laggirnar í byrjun tíunda áratugar síðustu aldar. Ingibjörg sat sjálf í þeirri nefnd. „Þá vorum við aðallega að hugsa um hvað þyrfti að gera í grunnskólunum. Það var út- tekt á því sem gert hafði verið á Norð- urlöndunum, hvað hefði heppnast og hvað ekki.” Að sögn Ingibjargar hafa á annan tug nefnda starfað síðan þá. Hún hefur setið í nokkrum nefndanna eða verið kölluð til sem sérfræðingur. „Ályktanir allra hafa verið af sama meiði en hlutirnir hafa ekkert breyst. Við höfum enga stefnu. Þetta er í raun algjör farsi.” Kostnaður vegna endurskoðunar stjórnarskrárinnar: 19 milljónir í nefndastörf Heildarkostnaður vegna starfa stjórnarskrárnefndarinnar og sérfræðinganefndar hennar, sem skipaðar voru í ársbyrjun 2005, er orðinn rúmar 19 milljónir króna. Samkvæmt upplýsingum frá for- sætisráðuneytinu fá nefndarmenn 28.280 krónur í fasta þóknun 28.820 krónur nema formaður sem fær 43.230 krónur. Nefndarmenn í sérfræðinga- nefnd hafa þar að auki fengið greitt sérstaklega fyrir ítarlegri skriflegar greinargerðir sem þeir hafa samið. Að því er kemur fram í upplýs- ingum forsætisráðuneytisins eru stærstu liðir heildarkostnaðarins laun og launatengd gjöld, kostn- aður við fundi og ráðstefnuhald. I aukafjárlögum 2005 var gert ráð Miðar lítið áfram Útlit er fyrirað stjórnarskrárnefnd nái ekki saman um tillögur. fyrir 22 milljóna króna í kostnað vegna nefndanna beggja en í fjár- lögum 2006 aðeins lægri upphæð eða 20 milljónum og 900 þúsund krónum. Munurinn á kostnaðaráætlun og raunkostnaði er meðal annars sagður helgast af því að gert var ráð fyrir samningu frumvarps til nýrra stjórnskipunarlaga á þessu ári en af því hefur ekki orðið. Stjórnarskrárnefndinni, sem í sitja níu manns, var falið að end- urskoða stjórnarskrána í heild. Nefndin telur sig ekki geta afhent forsætisráðherra tillögur um breyt- ingar á stjórnskipunarlögum fyrir árslok eins og kveðið var á um. Nefndarmenn í sérfræðinganefnd- inni eru fjórir.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.