blaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 28

blaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 28
36 FIMMTUDAGUR 9. NÓVEMBER 2006 blaðiö •- -1 Marlene Dietrich varð goðsögn í kvikmyndaheim- inum. Hún um- vafði sig dulúð, hafði ómótstæði- lega söngrödd og var einkar fögur kona. Hún fæddist í Berlín árið 1901 og lék í fyrstu kvikmynd sinni árið 1923. Einkalíf hennar á yngri árum er nokkur ráðgáta. Einn ævisagna- höfundur Marlene Dietrich heldur því fram að á þessum tíma hafi leik- konan gifst skáldi, Otto Katz, komm- únista sem var síðan tekinn af lífi í Tékkóslóvakíu, sakaður um and- byltingarstarfsemi. Um það leyti sem Marlene varð barnshafandi hvarf Otto úr lífi hennar og Dietrich kynntist aðstoðarleikstjóranum Rud- olf Sieber sem tók að sér að gangast við barni hennar, Maríu. Dietrich og Sieber giftust og voru gift í hálfa öld eða allt þar til hann lést. Þau bjuggu þó ekki saman nema í örfá ár. Fjölskrúðugt ástarlíf Árið 1930 fór Dietrich til Holly- wood og varð brátt dáð leikkona og eftirlæti fatahönnuða. í dag þykja merkustu kvikmyndir hennar þær sem hún lék i undir stjórn vinar síns og elskhuga, Josef von Sternberg. I þessum myndum var allt lagt upp úr því að sýna Dietrich í glæstu ljósi. Di- etrich sagði sjálf að það hefði aldrei orðið neitt úr henni án Sternbergs og hann sagðist hafa skapað hana. Sternberg sagði að hún væri greind- asta kona sem hann hefði kynnst og sú umhyggjusamasta. Hún sagði að hann væri maðurinn sem hún vildi helst þóknast. Auk Sternbergs átti Dietrich fjölda elskhuga þar á meðal Gary Cooper, Maurice Chevalier, John Gilbert, John Wayne, Douglas Fairbanks jr., Jean Gabin, Yul Brynner og John F. Kennedy. Fairbanks sagði um hana: ,Hún var afskaplega indæl og góð stúlka, mjög hæfileikarík og göfug- lynd, mjög greind og glamúrstúlka eingöngu vegna þess að Sternberg sagði henni að þannig ætti hún að vera.“ Ástarsamband Dietrich og Fair- banks stóð í fjögur ár en hann sleit því þegar hann komst að því að hún hélt framhjá honum með konu. Ást- arlíf Dietrich var alla tíð flókið og umsvifamikið og stjörnuspekingur hennar ráðlagði henni að skipta vikudögunum á milli elskhuga og ástkvenna. Sterk sannfæring Dietrich hafði sterka pólitíska sannfæringu og var eindreginn andstæðingur nasismans. Á árum seinni heimssty rjaldar skemmti hún hermönnum víða um heim. Enginn skemmtikraftur eyddi meiri tíma á vígstöðvunum en hún. Hún ávann sér virðingu allra sem fylgdust með störfum hennar sem einkenndust af fórnfýsi og dugnaði. Sjálf sagði hún að störf sín í stríðinu væru „það eina sem ég hef gert í lífinu sem skiptir máli“. Samband Dietrich og einkadóttur hennar Maríu var erfitt. María sagði um móður sína: „Móðir mín var svo falleg að mér fannst ég vera Ijót og einskis virði. Mér fannst að hún hlyti að skammast sín fyrir mig. Ég er þakklát móður minni fyrir að hafa kennt mér hvað það er sem ég vil ekki vera. Móðir mín var eins og tuttugu og fjórar manneskjur í einum líkama. Það sem nefnt er sérviska í fari Hollywoodstjarna væri kallað andlegt ójafnvægi hjá öðrum.“ Ótti við að eldast Með árunum fór kvikmyndahlut- verkunum fækkandi en Dietrich ferðaðist víða um heim og söng við gríðarlegar vinsældir. Röddin gaf sig ekki en aldurinn var versti óvinur Marlene Dietrich. Um fertugt byrj- aði hún að teygja og líma húðina aftur í tímabundinni andlitslyft- ingu og faldi límið bak við hárkollu. Þrettán árum síðar hafði hún farið í tvær andlitslyftingar sem gerðu að verkum að andlit hennar varð óper- sónulegt eins og hún bæri grímu. Loks stóð hún uppi ein. Leik- stjórinn Fritz Lang sagði: „Eftir fjöldamörg ástarævintýri er hún ein. Kannski vegna þess að hún var aldrei ánægð með það sem hún átti. Þegar hún elskaði karlmann gaf hún sig alla en var samt í leit að öðrum. Það er harmleikurinn í lífi hennar. Kannski finnst henni að hún verði alltaf að sanna fyrir sjálfri sér að vegna þess að einn karlmaður elski hana þá verði ætíð einhver annar að gera það líka.“ Hún var einmana og þunglynd og Símasamband við þjóðarleiðtoga Hún bjó í París en fór ekki út fyrir hússins dyr af ótta við að vera ljós- mynduð. Hún vildi láta muna eftir sér eins og hún var þegar hún var falleg. Hún eyddi tíma sínum í rúm- inu, horfði á sjónvarp og drakk viskí. Þegar vinir hennar hringdu svaraði rödd sem hljómaði grunsamlega lík hennar: „Ég er þjónustustúlkan. Di- etrich er ekki við.“ Hún neitaði að hitta alla nema dóttur sína og fjöl- skyldu hennar. Hún átti hins vegar í símasambandi við ýmsa þjóðarleið- toga, þar á meðal Ronald Reagan og Mikhail Gorbachev. Dietrich lést í svefni árið 1992 og hafði hætt að nærast nokkrum dögum áður. Hún var jörðuð í Berlín. Marlene Dietrich Hún var sérstæður persónuleiki, falleg, dulúðug, hæfileikarík og hafði sterka pólitiska sannfæringu. HinA erfið í umgengni. Hún dró sig loks í hlé rúmlega sjötug.

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.