blaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 1

blaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 1
227. tölublað 2. árgangur fimmtudagur 9. nóvember 2006 FRJÁLST, KOLLA OG KULTURINN „Ég segi að þetta sé saga um sögu," segir Bubbi & um bók Jóns Atla Jónas- m sonarumhann Isiða32 ■ HEILSA Berglind var með dóttur sína í blóðgjöfum og rannsóknum í um tveggja ára skeið | síða37 Fréttaúttekt um óhefðbundnar og vafasamar aðferðir lögreglunnar: Lögðu stór mál til hliðar ■ Fjörutíu lögreglumenn voru grunaðir ■ Greiningardeild fær að beita óhefðbundnum aðferðum Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Mjög algengt var að skýrslur sem innihéldu upp- lýsingar um alvarleg brot, jafnvel stóran innflutn- ing eða dreifingu fíkniefna, hafi verið lagðar í skjalaskáp án nokkurrar rannsóknar vegna anna við aðrar rannsóknir, fjárskorts eða mann- fæðar.“ Þetta kom meðal annars fram í bréfi sem Arnar Jensson skrifaði vegna rannsóknar á hvort lögreglan hefði brotið lög þegar hún beitti óhefð- bundnum aðferðum við rannsóknir alvarlegra sakamála. Fullyrt er að sakir hafi sannast um brot lögreglumanna í starfi. Enginn var ákærður. Ný greiningardeild, sem hefur heimild til óhefðbundinna lögreglustarfa, tekur til starfa um áramót við embætti ríkisslögreglustjóra. Hún mun meðal annars rannsaka landráð, grun um hryðjuverk og skipulagða glæpastarfsemi. Fyrir tíu árum fór fram ítarleg rannsókn á starf- semi lögreglunnar í Reykjavík þar sem fjörutíu lögreglumenn fengu stöðu grunaðra. Talið var að þeir hefðu gerst sekir um brot í opinberu starfi og brotlegir við refsilög. „Brotin voru framin og vitað hverjir tengdust þeim. Sönnun fyrir þessum tengslum við Frank- lín Steiner var fyrir hendi. í ljós komu tilvik sem gáfu til kynna að svo væri, meðal annars mál er vörðuðu Ííkniefnabrot, en ekkert meira varð úr. Síðan höfðu horfið frumskjöl úr gagnabönkum, sem aldrei hafa fundist þrátt fyrir ítarlega leit,“ segir heimildarmaður Blaðsins. „f mörgum trún- aðarsamtölum við vitni málsins fékkst þetta sam- starf staðfest en þegar á hólminn var komið þorðu menn ekki að koma fram undir nafni. Af þeim sökum þóttu ekki nægar sannanir fyrir hendi.“ Gunnleifur Kjartansson, fyrrverandi rann- sóknarlögreglumaður, segist varla trúa að verið sé að stofna greiningardeild. „Lögreglan hefur áður legið undir grun um að hafa beitt aðferðum á vægast sagt gráu svæði og því spyr maður hver muni fylgjast með starfsemi og aðferðum þess- arar greiningardeildar,“ segir Gunnleifur. „Rann- sóknin sýndi að lögreglan fór út fyrir það sem lög heimiluðu á þeim tíma. Ég er hræddur um að greiningardeildin endi uppi sem eftirlitslaust ríki í ríkinu.“ Sjá einnig síður 20 og 29 ‘MYND/FRIKKI Snjór í borginni Ekki gefst oft tækifæri til að kasta snjóboltum í höfuðborginni. Guðbrandur, Kristinn og Gylfi létu sér það ekki úr greipum ganga og grýttu hver annan í leik í Breiðholt- inu í gær. Kalt var í borginni, einungis 1,3 gráður klukkan f imm síðdegis og slydduél. » síða 30 Brugga meira Agnes Anna Sigurðardóttir, segir að í bruggverk- smiðju komi upp vandamál dag hvern en þau séu leyst jafnóðum. VEÐUR » síða 2 I SÉRBLAO Vindasamt Tíu til tuttugu metrar á sekúndu, hvassast norðvest- antil. Slydda og síðar rigning, en úrkomulítið á Norðaustur- og Austurlandi. Hlýnandi, hiti 2 til 8 stig síðdegis. Sérblaö um vetrarlíf fylgir Blaöinu í dag » siður 21-28 Ódýrt til Noregs í vetur! Reykjavík ->Osio "Kr. 7.420.«.- Reykjavík ->Kristiansand Kr. 12.350 aðra leið Aðrir áfangastaðir í Noregi einnig á frábæru verði! Skattar og flugvallargjöld innifaiiö www.flysas.is Sími fjarsölu: 588 3600 S4S A STAR ALUANCE MEMBER Veldu 5 stjörnu öryggi lífsins vegna! Renault Laguna II Nýskr. 05.2003, 5 dyra, ssk., ekinn 55 þ. Verð kr. 1.730.000 Renault Megane II Nýskr. 08.2003, 5 dyra, bsk., ekinn 30 þ. Verð kr. 1.360.000 Renault Scenic II Nýskr. 07.2005, 5 dyra, ssk., ekinn 17 þ. Verð kr. 2.560.000 Renault SCENIC II Nýskr. 10.2003, 5 dyra, bsk., ekinn 56 þ. Verð kr. 1.660.000 ,575 1230, „ . Kringlunni Smaralind 568 9400 554 7760

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.