blaðið - 09.11.2006, Blaðsíða 30
38
FIMMTUDi
[BER 2006
blaðiA
Konur í fjölmiðlum
Til stendur að stofna Félag fréttakvenna, sem verður félag kvenna í
blaða- og fréttamennsku, og stendur undirbúningur yfir. Um tuttugu konur
hafa skráð sig í félagið og verða stofnfélagar og eru fleiri hvattar til að
skrá sig. Björg Eva Erlendsdóttir er ein þeirra sem eru í undirbúnings-
hópnum, en hún hefur verið formaður Félags fréttamanna á RÚV.
Konurnar ekki alltaf fleiri
Konur í Reykjavík eru 1.060 fleiri en karlar. Konur í
Kópavogi eru einungis 85 fleiri en karlar. Þær eru
færri í Grindavík en karlarnir, þeir er 56 fleiri. Þær
eru einnig færri í Reykjanesbæ, þar munar 319, sam-
kvæmt tölum Flagstofunnar frá 1. október 2006.
konur@bladid.net
GEFA/MGGJA
5103737 smáauglýsingar blaöið
SMAAUGLVS(NGARt»BLAOID.NET
ESTEE LAUDER
n ý 11
Double Wear
esteelauder.com
Höfundurinn
Héléne Magnússon
Gömul mynstur - öðuvísi en íslenska lopapeysan
• Aðferðin kennd vlð hið séríslenska prjón
• Uppskriftir af glæsilegum tfskufatnaði
Bók fyrir alla sem hafa áhuga á
hannyrðum, tfsku og hönnun.
Stay-in-Place Makeup SPF 10
Hið fullkomna útlit sem þú vandar þig við að ná að morgni
helst daglangt. Þessi þægilegi fljótandi farði auðveldar
þér sannarlega lífið- áferðin er fersk og eðlileg fram
á kvöld, jafnvel í hita og raka, öllu amstri dags-
ins. Farðinn breytir ekki lit, rennur ekki til og
smitar ekki í fötin.
Nýjung. Stay-in Place Powder Makeup
SPF 10 fæst nú líka sem púðurfarði sem
endist ekki síður vel. Gefur fullkomið útlit
- þarf ekki að betrumbæta yfir daginn.
Salka Armúla 20 -108 Reykjavík - Sími: 552 1122
www.salkaforlag.is
,Að hafa þétt tenglsanet á bak
við sig styrkir konur persónu-
lega og eflir þær í því sem
þær eru að gera i sínum eigin
rekstri," segir Margrét Krist-
mannsdóttir, formaður FKA.
Konur í atvinnurekstri
Kynntu sér
útrásina
Margrét Kristmanns-
dóttir er formaður
FKA, Félags kvenna
í atvinnurekstri. „f fé-
laginu eru 500 konur og félagið
er opið öllum konum sem eiga fyr-
irtæki eða stýra fyrirtækjum. f
félaginu eru allt frá einyrkjum til
kvenna sem stjórna stærstu fyrir-
tækjum landsins. Þetta eru konur
í verslunarrekstri, sjávarútvegi og
framleiðslu svo eitthvað sé nefnt,“
segir Margrét.
„Eitt af markmiðum félagsins er
að skapa grundvöll fyrir konur í
atvinnurekstri til að koma sér upp
öflugu tengslaneti en tengslanet er
ómissandi þáttur í viðskiptalífinu í
dag.
„Við viljum að sá kraftur og sú
auðlind sem býr í íslenskum konum
sé nýtt í íslensku viðskiptalífi. Það
eru ekki nógu margar konur í efstu
stöðum innan fyrirtækja og of fáar
konur sitja i stjórnum. Konur eru í
stjórn 15% fyrirtækja í dag og eftir
því sem fyrirtækin verða stærri þá
fækkar konum í stjórn og í stjórn-
um 100 stærstu fyrirtækja landsins
er hlutur kvenna 5%.”
Félagið stendur fyrir fjölbreytt-
um námskeiðum og fyrirlestrum
um ýmislegt tengt atvinnurekstri.
,Við erum núna með námskeið sem
fjallar um skyldur stjórnarmanna í
fyrirtækjum og hvað það þýðir fyrir
fólk að sitja í stjórn fyrirtækis. Við
höfum haldið námskeið um ýmsa
hluti tengda rekstri fyrirtækja og
nú í haust stóðum við fyrir funda-
röð um konur og útrás. í framhaldi
af henni fóru 50 konur í ferð til
Kaupmannahafnar til að kynna sér
af eigin raun útrás íslendinga í Dan-
mörku.”
Félagið hefur sem fyrr segir verið
vettvangur fyrir konur til að byggja
upp tengslanet sín á milli sem
Margrét segir að sé mjög mikilvægt
fyrir konur í atvinnurekstri.
„Konur í atvinnurekstri skortir
það tengslanet sem karlmenn hafa
en það er gríðarlega mikilvægt í við-
skiptalífinu að vera vel tengdur og
án slíks nets er auðvelt að verða ein-
angraður. Það skiptir máli að geta
ráðfært sig við aðra þegar kemur að
rekstri og borið saman bækur sínar.
Að hafa þétt tengslanet á bak við sig
styrkir konur persónulega og eflir
þær í því sem þær eru að gera í sín-
um eigin rekstri,“ segir Margrét og
bætir því við að markmiðið sé auð-
vitað að tengslanet kvenna og karla
skarist og kynin starfi saman, þann-
ig náist besti árangurinn.
Dúnúlpur
Rúskinnsúlpur
Leðurjakkar
Vattkápur
Hattar - Húfur
Leðurhanskar
Ullarsjöl
Góð gjöf
Útsöluhorn
50 % afsl.
Góðar vörur
\i
Mörkinni 6, Sími 588-5518
Opið virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga frá kl 10-16