blaðið - 15.11.2006, Side 4

blaðið - 15.11.2006, Side 4
4 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 blaðið íslensk kvikmyndagerð efld Menntamálaráðherra og fjármálaráðherra skrifuðu ásamt fulltrúum Samtaka kvikmynda- gerðarmanna undir samkomulag tll næstu fjögurra ára um eflingu íslenskrar kvikmynda- gerðar. Áhersla verður lögð á fjölskyldumyndir. NEYTENDASAMTÖKIN Engar upplýsingar um ökuþóra „Óskað er eftir persónuupplýsingum en það er ekki hlutverk tryggingafélaga að refsa fólki," segir Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna. Samtökin lýstu í gær and- stöðu sinni við þær hugmyndir að tryggingafélög fái aðgang að uþþlýsingum hjá lögreglunni um umferðarlagabrot. STROKUFANGI Slapp úr héraðsdómi Fanginn ívar Smári Guðmundsson strauk úr haldi lögregl- unnar í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Hann var klæddur í svartan stuttermabol og græna hettupeysu. ívar er að afplána 20 mánaða dóm á Litla-Hrauni vegna fikniefnabrota. Lögreglan leitar hans og er í síma 444-1000. Prófkjör Samfylkingarinnar í Reykjavík var um liðna helgi. Frambjóðendur háðu harða baráttu, en hverju kostuðu þeir til? ÁGÚST ÓLAFUR ÁGÚSTSSON ALÞINGISMAÐUR 4. SÆTI Hver var kostnaður þinn við prófkjörsbaráttuna? Ég er ekki ennþá búinn að taka það saman. í fyrstu sýnist mér það vera þrjár milljónir. Hverjir voru heistu styrktaraðilar þfnir í baráttunni? Það voru vinir og vandamenn. Ég þáði enga styrki frá fyrirtækjum. Hefur verið gerð grein fyrir launum starfsmanna á þínum vegum? Ég var ekki með neina starfsmenn á mínum vegum. HELGI HJÖRVAR ALÞINGiSMAÐUR 5. SÆTI Hver var kostnaður þinn við prófkjörsbaráttuna? Kostnaðaráætlun gerði ráö fyrir fjórum og hálfri milljón. Ég vænti þess að lokaniðurstaða verði í námunda við það. Hverjir voru helstu styrktaraðllar þfnlr í baráttunnl? I gegnum þersónulega vini kom helmingur og annað eins frá ýmsum fyrirtækjum, einkum í fjármálastarfsemi. Hefur verið gerð grein fyrir iaunum starfsmanna á þinum vegum? Við stofnuðum stuðningsmannafélag sem sér um það. Það mun skila Samfylkingunni reikningum og auðvitað gefa upp laun. ÁSTA RAGNHEIÐUR JÓHANNESDÓTTIR ALÞINGISMAÐUR 6. SÆTI Hver var kostnaður þinn við prófkjörsbaráttuna? Það er ekki komið í Ijós en það er á milli 1,5 og tvær milljónir. Hverjlr voru helstu styrktaraðilar þínir f baráttunni? Ég borga þetta sjálf og síðan lögðu stuðningsmenn, vinir og vandamenn í baukinn. Hefur verið gerð grein fyrir launum starfsmanna á þínum vegum? Ég hef ekki borga ðnein laun en fengið ómetanlega hjálp. MÖRÐUR ÁRNASON ALÞINGISMADUR 7. SÆTI Hver var kostnaður þlnn við prófkjörsbaráttuna? Hann er um tvær milljónir. Hverjir voru helstu styrktaraðilar þinir í baráttunni? Að langmestu leyti eigið fé með stuðningi fjölskyldu og vina. Hefur verið gerð grein fyrir launum starfsmanna á þfnum vegum? Nei, enda ekki um neina starfsmenn að ræða. Kosningastjórinn vann sitt starf í sjálfboðavinnu enda eiginkona mín. Varaborgarfulltrúi verktaki við skipulagsmál: Segi ekki af mér Gengur þvert gegn verkaskiptingu Eiga að sinna eftirliti Slippurinn víkur Óskar Bergsson framsóknarmaður leiöir uppbyggingu á hafnarsvæðinu næstu tólf mánuðina Starfið var ekki augiýst. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Þetta gengur þvert gegn allri hugsun um verkaskiptingu stjórnmála- manna og embættismanna,” segir Dagur B. Eggertsson, borgarfulltrúi Samfylkingarinnar, um ráðningu Óskars Bergssonar, varaborgarfull- trúa Framsóknarflokksins, sem verkefnastjóra við uppbyggingu Mýrargötusvæðisins. „Þetta er tímabundin verkefna- stjórn sem ég tek að mér fyrir Fram- sóknarflokkinn. Ég tel að þetta hafi ekki áhrif á störf mín sem varaborg- arfulltrúi hjá Reykjavíkurborg,” segir Óskar aðspurður hvort hann hyggist segja af sér. Gísli Gíslason hafnarstjóri segir Óskar hafa verið ráðinn eins og hvern annan ráðgjafa til hafnarinnar. „Það var gengið frá þessu í lok september. Vinnan við Mýrargötuskipulagið er mjög flókið verkefni og mitt mat var að Óskar hefði mikla kosti til að vinna með okkur í þessu. Það var Hefurekki áhrifá störfmín Óskar Bergsson, varaborgarfulltrúi ákveðið í hafnarstjórn að setja aukið vægi í þessa vinnu. Maður reynir að finna í þessi verkefni þá sem maður telur að nái árangri.” Að sögn hafnarstjóra er Óskar ráðinn sem verktaki til tólf mánaða til að byrja með. „Hann mun skila ákveðnum tímum i tengslum við það.” Óskar segir að hann hafi verið beðinn í haust að taka að sér það verkefni að klára málið. „Ég hef bæði þekkingu og reynslu af skipu- lags- og byggingarmálum. Ég er húsasmíðameistari og rekstrarfræð- ingur. Það er ekki fulllaunað starf að vera varaborgarfulltrúi,” leggur Óskar áherslu á. Dagur B. Eggertsson telur málið vera á mjög gráu svæði. „Okkur stjórnmálamönnum er ætlað að hafa eftirlit með stjórnsýslunni og framkvæmd þeirra verkefna sem við erum að fjalla um. í því skyni sitjum við í ýmsum nefndum og starfshópum og stýrum málum án þess að fá greitt fyrir það aukalega. Þegar Helgi Pétursson var borgarfull- trúi var hann ráðinn til Orkuveitu Reykjavíkur. Hann hætti sem borgar- fulltrúi vegna þessara sjónarmiða.” Dagur hefur beðið um að samning- urinn sem gerður var við Óskar verði lagður fram á næsta fundi hafnar- stjórnar. „Ég á ekki von á öðru en að það verði gert.” Angela Merkel kanslari Þýskalands: Segist vera lélegur bílstjóri Angela Merkel, kanslari Þýska- lands, hefur viðurkennt að hún sé sérstaklega lélegur ökumaður og að hún hafi þurft þrisvar sinnum fleiri ökutíma en meðalmaður áður en kennarinn hleypti henni í prófið. Þetta kemur fram í viðtali við blaðið Bild am Sonntag um helgina. Hinsvegar þurfti hún að bíða lengi eftir að umsókn hennar um ökuleyfi færi gegnum embættis- mannakerfi alþýðulýðveldisins eftir að hún loks stóðst prófið. Það var ekki fyrr en hún mútaði emb- ættismanni að hún fékk skírteinið í sínar hendur og gat hafist handa við að sýna hversu lélegur öku- maður hún er. Merkel segir ennfremur í viðtal- inu að hún, rétt eins og aðrar konur, eigi í miklum erfiðleikum með að leggja ökutækjum í stæði og að hún kjósi helst að aka um á smábílum sökum þessa. Hreint ehf. var stofnað áriö 1983 og er eitt elsta óg stærsta ræstingarfyrirtæki landsins. Er HREINT hjá þínu fyrirtæki Hreint býður upp á ókeypis ráðgjöf Auðbrekku 8, 200 Kópavogi, simi 554 6088, hreint@hreint.is, www.hreint.is

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.