blaðið - 15.11.2006, Síða 6

blaðið - 15.11.2006, Síða 6
6 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 blaðið INNLENT HAFNARFJÖRÐUR Mótor og hnökkum stolið Utanborðsmótor var stolið í Hafnarfirði um helgina. Mótorinn vartekinn ófrjálsri hendi frá listamiðstöðinni í Straumi. Þá var hnökkum stolið úr hesthúsi við Kaldársels- veg. Málin eru í rannsókn. UMFERÐ Lækjargata lokuð í tíu daga Vegna framkvæmda verður Lækjargata lokuð til norðurs við Hverfisgötu næstu tíu daga. Umferð austur Lækjargötu verður beint upp Hverfisgötu og umferð niður Hverfisgötu verður beint suður Lækjargötu. Einnig verður lokað tima- bundið fyrir umferð frá Kalkofnsvegi inn Lækjargötu. STJÓRNMÁL Guðmundur upplýsir um prófkjörskostnað Guðmundur Steingrímsson, frambjóðandi í prófkjöri Samfylkingarinnar í Kraganum, eyddi 751.448 krónum í prófkjörsbaráttu sína. Guðmundur greinir frá kostnaðinum á bloggsíðu sinni og segir að stærstu kostnaðarliðir hafi verið prentun á póstkortum og dreifiriti. 1 /1 í Rússland: Enn eitt leigumorðið Framkvæmdastjóri ráðgjafa- fyrirtækis, sem einbeitir sér að því að starfa með litlum og meðalstórum olíufyrirtækjum, fannst látinn í Moskvu í gær. Maðurinn, Zelimkhan Mago- medov, hafði verið skotinn tvisv- ar í höfuðið. Yfirvöld telja fuhvíst að um leigumorð hafi verið að ræða. I síðasta mánuði var þekkt blaðakona myrt af leigumorð- ingja og í september háttsettur maður innan seðlabankans. Morðaldan núna þykir minna á röð morða sem voru framin af leigumorð- ingjum í Moskvuborg seint á tíunda áratug síðustu aldar. Tsjad: Neyðarástandi lýst yfir Stjórnvöld í Afríkuríkinu Tsjad hafa lýst yfir neyðar- ástandi í austurhluta Íandsins sökum bardaga á milh arabískra vígamanna og blökkumanna. Talið er að um 300 hafi fallið í átökum undanfarnar tvær vikur. Neyðarástandið nær yfir þau héruð í Tsjad sem eiga íandamæri að Darfúr-héraði í Súdan. Stjórnvöld í Tsjad hafa sakað Súdana um að flytja átök- in í Darfúr yfir landamærin. Mannekla í leikskólum Reykjavíkur: Börnunum vísað frá og deildum lokað ■ Erfitt að fá fólk í vinnu ■ Slæmur aðbúnaður ■ Kennarar mega varla veikjast Eftir Höskuld Kára Schram hoskuldur@bladid.net Verulega hefur þurft að takmarka þjónustu í sjö leikskólum í höfuð- borginni vegna skorts á starfsfólki. Þar sem ástandið er verst hefur starfsfólk þurft að loka deildum tímabundið og foreldrar neyðst til að sækja börnin sín mun fyrr en vistunarsamningur gerir ráð fyrir. Formaður leikskólaráðs segir mjög erfitt að ráða fólk til að vinna á leikskólum. Formaður Félags leik- skólakennara segir laun og aðbúnað á leikskólum ekki hvetja fólk til að sækja um vinnu. Þenslutengt „Flækka þarf laun enn frekar. Svo er aðbúnaður á vinnustað víða slæmur. Heilmikið má taka til í leikskólanum og lagfæra,“ segir Björg Bjarnadóttir, formaður Félags leikskólakennara. Samkvæmt upplýsingum frá menntasviði Reykjavíkurborgar vantar mannskap í tæplega 68 stöðugildi í leikskólum Reykjavíkur- borgar og þar af tæplega 51 leikskóla- kennara. Staðan er mjög svipuð og ríkti á sama tíma í fyrra. Ástandið hefur þó lagast eilítið frá því í byrjun síðasta mánaðar en þá vantaði fólk í 83 stöðugildi. Alls er tæplega helmingur allra leikskóla borgarinnar fullmannaður en sjö skólar af 77 glíma við alvarlegan skort á starfsfólki. Samkvæmt heimildum Blaðs- Sjö skólar glíma við alvarlega manneklu Vantar 51 leikskólakenn ara í höfuðborginni ins hefur komið til greina af hálfu borgarinnar að búa til svokallað við- bragðsteymi kennara sem hefði það hlutverk að aðstoða tímabundið þá skóla þar sem ástandið er verst hverju sinni. Björg segir vandann einnig vera þenslutengdan þar sem mikil eftir- spurn eftir vinnuafli valdi því að margir sérmenntaðir leikskólakenn- arar kjósi að fara annað. „Þegar ekki fást kennarar þá hafa hingað til verið ráðnir leiðbeinendur. Nú fást þeir ekki heldur og þá blasir þessi staða við.“ Stofna starfshóp Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir, borg- arfulltrúi og formaður leikskólaráðs, segir skort á starfsfólki og ástandið mjög viðkvæmt. „Þetta er svo tæpt sums staðar að ef einn starfsmaður veikist verður að skerða þjónustuna. Við megum einfaldlega ekki við því að missa einn einasta mann í veikindi.“ Þorbjörg segir leikskólana hafa brugðist við vandanum með mis- munandi hætti. „Sjö skólar hafa þurft að skerða þjónustu. I þeim tveimur skólum þar sem ástandið er hvað alvarlegast hefur annar skól- inn þurft að skipta deginum upp og hinn að loka einni deild einu sinni í viku.“ Að sögn Þorbjargar hefur leik- skólaráð nú lagt til að stofnaður verði starfshópur með það mark- Megum ekki missa neinn i veikindi Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, borgarfulltrúi og formaður leikskólaráðs mið að skoða vandamálið og koma með langtímalausnir. Búið er að samþykkja tillöguna í leik- skólaráði og er gert ráð fyrir að borgarráð afgreiði tillöguna í dag. .Nefndin á að koma með langtíma- áætlanir varðandi starfsmanna- mál og reyna að leysa þennan vanda. Síðan er það líka mark- miðið að koma með tillögur til að fá fleiri fagmenn í starfið.“ 4 Stafrænar myndavélar Stutt og hagnýtt námskeið fyrir þá sem eru að taka fyrstu skrefin með myndavélina. Farið yfir öll helstu grundvallaratriði og meðferð myndanna I tölvunni. Þátttakendur glöggva sig á stærð og upplausn mynda, skipulag myndanna í heimilistölvunni og grundvallarlagfæringar á myndunum. Þá verður farið yfir heimaprentun og framköllun myndanna, að senda þær í tölvupósti eða vista á geisladiska til varðveislu. Vinsælt, ókeypis myndvinnsluforrit á Netinu tekið fyrir. Flest stéttar- og fagfélög styrkja félagsmenn sina myndarlega til náms hjá okkur. Kynntu þér rétt þinn hjá þínu félagi. Lengd 14 std. (3 kvöld) Hefst 22. nóvember. Verð kr: 15.000.- Kennslubók innifalin. Tölvuskólinn þinn TÖLVUSKÓLINN ÞEKKING FAXAFEN 10 108 REYKJAVÍK GLERARGATA 36 I WWW.TSK.IS I SÍMI: 644 2210 600 AKUREYRI « SKOLI©TSK.IS * Banaslysið á Reykjanesbraut: ■p* •• • g • Fjolmorg vitm gefið sig fram Nokkur vitni hafa gefið sig fram við lögregluna í Hafnarfirði vegna banaslyssins sem varð á Reykjanes- braut síðastliðið laugardagskvöld. Pólskur maður lét lífið í slysinu en tveir aðrir sem voru í bílnum voru fluttir í fangaklefa að lokinni aðhlynningu á slysadeild. Eru þeir grunaðir um að hafa með ofsaakstri og ölvun valdið slysinu. Þá hefur rannsókn lögreglu einnig beinst að aðstæðum á slysstað. Að sögn lögreglunnar í Hafnar- firði er málið enn í rannsókn og ekkert komið fram sem breytir eðli rannsóknarinnar. Sjö undur veraldar: Kosningu lýkur á næsta ári Mikil þátttaka er í alþjóðlegri samkeppni þar sem almenningi gefst kostur á að velja hin sjö undur veraldar. Að sögn aðstand- enda kosningarinnar kusu tutt- ugu milljón manns á milli tvö hundruð minnisvarða sem koma til greina sem eitt af sjö undrum veraldar. Hægt verður að kjósa á milli þeirra undra sem röðuðu sér í 2i. efstu sætin fram til júlí á næsta ári. Meðal þess sem kemur til greina er styttan af Kristi sem gnæfir yfir Ríó de Janeiro, Frelsisstyttan, NEU- SCHWANSTEIN-kastalinn í Þýskalandi og óperuhúsið í Sydney. Einnig koma eldri undur eins og pýramidarnir í Giza og Kínamúrinn til greina.

x

blaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.