blaðið - 15.11.2006, Page 8

blaðið - 15.11.2006, Page 8
8 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 blaöiA UTAN ÚR HEIMI SUÐUR-AFRÍKA M Aukin réttindi samkynhneigðra Fastlega er búist við að þing Suður-Afríku samþykki þráðlega lög sem veita samkyn- hneigðum réttindi til þess að ganga í hjóna- band. Ef af verður verður Suður-Afríka fyrsta ríki álfunnar til þess að staðfesta slík lög. ÍSRAEL E Samstaða um málefni írans Ehud Olmert, forsætisráðherra Israels, segir að algjör samstaða sé á milli ísraelskra stjórnvalda og bandarískra um stefnu gegn stjórninni í íran. Olmert fundaði með Bush Bandaríkjaforseta á mánudag og voru sammála um að grípa þurfi til aðgerða láti klerkastjórnin ekki af auðgun úrans. Aðmíráll vill betri boðleiðir til Kínverja Bandaríski sjóherinn hefur staðfest fréttir um að littlu hafi munað að í brýnu slægi á milli flotadeildar sem er staðsett á Kyrrahafinu og kínversks kafbáts seint i októbermánuði. Fallon, aðmíráll og yfirmaður Kyrrahafsflotans, segir nauðsynlegt að efla boðleiðir milli bandaríska og kínverska hersins. Óveður um landið: Flutningaskip lenti í háska Þyrlur Landhelgisgæslunnar voru kallaðar út og sendar til Hafnar í Hornafirði í miklum mótvindi, til móts við erlent flutningaskip sem lenti í hrakningum suðaustur af landinu aðfaranótt gærdagsins. Þyrlurnar voru þar 1 viðbragðsstöðu vegna flutningaskipsins, sem lenti í miklum rúmsjó þegar vél skipsins bilaði. Ölduhæðin var um níu metra há. Undir morguninn tókst átta manna áhöfninni að gera við skipið og sigldi það fyrir eigin vélarafli áleiðis til Reyðarfjarðar. Óveðrið á landinu orsakaði enn og aftur að samgöngur röskuðust talsvert. r - \ Haustráðstefna FLE - ísland og alþjóðleg skattamál Félag löggiltra endur- skoðenda var stofnaö áriö 1935 og eru félags- menn 308 talsins. Tilgangur félagsins er meöal annars aö stuöla að kynningu á starfssviði endurskoðenda og efia faglega þekkingu þeirra. Föstudagur 17. nóvember 2006 - Grand Hótel Reykjavík Ráðstefnustjóri: Guðmundur Snorrason endurskoðandi Ráðstefnan er opin 8:15 Skráning og afhending fundargagna 8:30 Setning ráöstefnu ► Lárus Finnbogason formaður FLE. ► Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Áhrif EES-samningsins á ísienskan skattarétt Fjallað verður um hvernig EES reglur hafa áhrif á landsrétt m.a. á sviði skattamála. Þau sjónarmið sem koma til skoöunar þegar ákvæði skattalaga eru rannsökuð með tilliti til þess hvort þau sam- rýmist EES-samningnum. Fjallaö um valda dóma sem varpa Ijósi á það efni. ► Ingibjörg Þorsteinsdóttir lektor vió lagadeíld Háskólans á Bifröst. Þróun í Evrópumálum Fjallað verður um evrópurétt, þróun í evrópurétti og áhrif Evrópudóm- stólsins á íslenskan skattarétt. Hvað er að gerast hjá Evrópusam- bandinu á sviði skattaréttar? ► Eva Margrét Ævarsdóttir lögmaöur Lex. 10:20 Kaffihlé 10:40 Anti-abuse legislation and lawful use of the singlo market The presentation deals with the right a person has to make use of the single market within the EU/EEÁ. It will concern lawful use of the freedoms protected by the EC Treaty and the limitations that EC law imposes on the structure of domestic anti-abuse legislations. ► Stefan Magnusson, Senior Associate, skattasvið KPMG á íslandi Tvísköttunarsamningur viö Bandaríkin Fjallað veröur um nýjan tvísköttunarsamning á milli íslarids og Bandaríkjanna, holstu breytingar og möguleg áhrif á Islenskt skatta- umhverfi fyrir erlenda fjárfesta. ► Vala Valtýsdóttir lógmaóur Taxis. 12:00 Hádegisverður - Setriö og Hvammur 13:00 island starfsstöó fyrir alþjóðleg félög Fjallað verður um starf og tillögur nefndar sem nýlega var skipuð meö það hlutverk aö koma meö tillögur að því aö gera ísland að aðlaðandi starfsstöö fyrir alþjóöleg félög. ► Bolli Þór Bollason ráðuneytisstjóri í forsætisráöuneyti. Félag löggiltra endurskoöenda Suöurlandsbraut 6 108 Reykjavfk Alþjóðleg kynning á Islandi fyrir fjármálatongda starfsomi Fjallað verður um samkeppnishaefni íslands með skírskotun til skattalegrar samkeppnishæfni. Greint veróur frá alþjóðlegri kynn- ingarherferö Fjárfestingarstofu og nokkurra íslenskra fyrirtækja á samkeppnishæfni islands í skattalegu tilliti fyrir alþjóöleg fyrirtæki og eignarhaldsfélög. ► Þóröur H. Hilmarsson framkvæmdastjóri Fjárfestingastofu. simi 568 8118 fax 568 8139 fle@fle.is www.fle.is Skattar og lífskjör almcnnings á islandi Fjailaö veröur um þróun á skattbyrði almennings og áhrif skatta- stefnunnar sl. áratug á kaupmáttarþróun og tekjuskiptingu á íslandi, meðal annars meö samanburði við ónnur vestræn ríki. ► Stefán Ólafsson prófessor vió Háskóla íslands. 14:30 Ráöstefnuslit Ráöstefnugjald 15.500 kr. Þátttökutitkynning berist Félagi löggiltra endurskoöenda fyrir 15. nóvember. Rannsókn í gangi Lögreglan erkomin á spor- ið íþvíaö rekja hinar hættulegu e-töflur sem leiddu til dauða ungrar stúlku nýverið. Enginn hefur verið handtekin en myndin er úr safni. L0GREGLAN Voveiflegur dauðdagi vegna e-pillu: Lögreglan er komin á sporið ■ Beðið eftir krufningu ■ Erfitt að rekja efnin ■ Lögreglan varar sérstaklega við e-töflum Eftir Trausta Hafsteinsson trausti@bladid.net „Það er nokkuð ljóst að dánarorsökin er eitrun. Við bíðum eftir niður- stöðu réttarkrufningar til að sjá ná- kvæmlega hvaða efni leiddi til dauða stúlkunnar,“ segir Stefán Örn Guð- jónsson rannsóknarlögreglumaður. Aðfaranótt laugardagsins fjórða nóv- ember vaknaði ungur maður upp á hótelherbergi í miðbænum og fann þar kærustu sína látna við hlið sér. Hún lést af völdum eitrunar eftir að hafa tekið e-pillu, en honum varð ekki meint af samskonar pillu. Nið- urstöður krufningarinnar eru nauð- synlegar fyrir framvindu málsins, því þá kemur í ljós hvort einhverjir samverkandi þættir hafi haft áhrif á að hún lést. Rannsókn málsins skiptist í tvo hluta, annars vegar hvaða banvænu efni er um að ræða og hins vegar að rekja þau til seljenda. Fíkniefna- deildin er komin á sporið. „Hvað hana varðar er um slys að ræða og ekki grunur um annað. Hins vegar þarf að finna þá sem eru að selja svona efni,“ segir Stefán Örn. „Við vitum ekki enn hvort önnur mál þessa sömu helgi tengist sömu að- ilum en það er til rannsóknar.“ Vinna úr vísbendingum Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkni- efnadeildarinnar, segir málið að mestu rannsakað hjá ofbeldisbrota- deild lögreglunnar. Fíkniefnda- deildin fylgist þó grannt með fram- gangi mála. „Við lögðum hald á skammt af e-töflum skömmu eftir þennan atburð og erum að skoða þetta í samhengi. Við erum að vinna úr vísbendingum og of snemmt að fullyrða nokkuð," segir Ásgeir. „Það getur verið mjög erfitt að rekja þessi efni á fíkniefnamarkaðnum. Við útilokum að sjálfsögðu ekki neitt og gefumst aldrei upp.“ Rannsóknin erifullum gangi HöröurJóhannesson, yfirlögregluþjónn Við litum þetta mjög alvarlegum augum Ásgeir Karlsson, yfirmaður fíkniefnadeildarinnar Unnustinn veiktist ekki Hörður Jóhannesson, yfirlögreglu- þjónn hjá lögreglunni í Reykjavík, segir það verða skoðað hvort önnur tilvik þessa helgi tengist sama sölu- aðila og sömu efnum, en tveir ung- lingspiltar voru fluttir á sjúkrahús. Hann segir rannsókn málsins í fullum gangi en getur ekki staðfest hvernig henni hafi miðað. „í fyrstu liggur fyrir að komast að því hvað leiddi til dauða viðkomandi með þessum voveiflega hætti,“ segir Hörður. „Unnusti hennar virðist ekki hafa veikst af töflunum sem hann tók en þær geta líka hafa komið frá öðrum stað.“ Engin trygging Aðspurður ítrekar Ásgeir hætt- una sem af e-pillunum stafar. Hann segir fólk ekki mega gleyma því að það eru glæpamenn úti í heimi sem búa þær til. „Þegar keyptar eru e- töflur er nákvæmlega engin trygg- ing fyrir því hvaða efni eru í þeim. Blandan getur verið ákaflega mis- jöfn og því er þetta stórhættulegt efni,“ segir Ásgeir. „Við lítum þetta mjög alvarlegum augum og biðjum fóík að huga vel að því sem það er að kaupa.“

x

blaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.