blaðið - 15.11.2006, Side 11
blaðið
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 11
Ljósmæðranámskeið íslensku friðargæslunnar í Afganistan:
Mikill barna- og mæðradauði
Vestmannaeyjar:
Helgargisting
hjá lögreglu
Maður var handtekinn í Vest-
mannaeyjum þegar hann fannst
sofandi ölvunarsvefni í heima-
húsi. Verst var að hann átti hrein-
lega ekki heima þar. Maðurinn
gisti fangageymslu lögreglu það
sem eftir lifði af þeirri nótt.
Kvöldið eftir var hann handtek-
inn aftur og þá fyrir óspektir á
almannafæri. Fékk hann þá að
dúsa í steininum annan daginn
í röð og virðist sem honum hafi
líkað hótelið fræga.
Gifsplötur brotnuðu:
Vörubíll
á hliðina
Mbl.is Vörubíll fór á hliðina í
Lágmúla í Reykjavík á tólfta
tímanum í gær. Verið var að hifa
gifsplötur upp á þak í byggingu
við götuna og gaf stoð undir
bílnum sig.
Litlu munaði að kranabóman
lenti á húsinu. Búið er að rétta
vörubílinn við en engin slys
urðu á mönnunum sem unnu
við flutninginn né öðrum, sam-
kvæmt upplýsingum frá lögregl-
unni í Reykjavík. Farmurinn féll
hins vegar á götuna og brotnuðu
gifsplöturnar neðst í bunkanum
við fallið.
Tjónið er þónokkuð, en
slysið varð ekki fjarri verslun
Bræðranna Ormsen við
Lágmúlann.
Eyðing skóga:
Gæti minnkað
í framtíðinni
Mbl.is Alþjóðlegt lið vísinda-
manna segir rannsókn sína
benda til þess að ákveðinn um-
snúningur geti orðið á eyðingu
skóglendis jarðar á næstu árum
og hún jafnvel stöðvast.
„Við sjáum möguleika á því að
eyðingu skóga muni ljúka; við
ætlum ekki að spá því en teljum
það mögulegt,“ segir Pekka
Kauppi, einn rannsakenda.
Kauppi er prófessor við háskól-
ann í Helsinki.
Með hinni nýju aðferð kom
í ljós að skóglendi hefur aukist
undanfarin 15 ár í 22 af þeim 50
löndum heims þar sem skóg-
lendi er mest.
Skóglendi er um 30 prósent
alls landsvæðis jarðar, en um 13
milljónir hektara eyðast á ári
hverju.
Tveggja vikna ljósmæðra- og yf-
irsetukonunámskeiði sem íslenska
friðargæslan stóð fyrir í Ghor-hér-
aði i Afganistan lauk í síðustu viku.
Anna segir að í héraðinu sé mikið af
afskekktum þorpum þar sem engar
lærðar ljósmæður er að finna, heldur
einungis yfirsetukonur í þeim skiln-
ingi sem Islendingar þekktu í gamla
daga. „Þetta gekk mjög vel og var
námskeiðið mun betur sótt en við
áttum von á. Fjörutíu konur sóttu
námskeiðið og dvöldu þær í bænum
Chagcharan i tvær vikur. Við sáum
þeim fyrir fæði og borguðum
ferðir þeirra," segir Anna Jóhanns-
dóttir, forstöðumaður íslensku
friðarargæslunnar.
„Þarna var fyrst og fremst verið
að fræða þær um kyn- og kvensjúk-
dóma,“ segir Anna. „Við fræddum
þær einnig um ungbarnavernd,
Þátttakendur á námskeiðinu Erna
Óladóttir og Eva Laufey Stefánsdótt-
ir ásamt afgönsku konunum.
meðgöngu, næringu þungaðra
kvenna og ýmis vandamál sem
koma upp við fæðingu. Á svæðinu
er mjög mikill barna- og mæðra-
dauði.“ Anna segir Gohr-hérað vera
fátækasta héraðið í Afganistan, en
ágætlega öruggt og lítið um bar-
daga. „Ég reikna með að við notum
reynsluna af þessu námskeiði til að
undirbúa annað. Þegar snjóa leysir
og fer að vora förum við að huga
að því að halda annað svona nám-
skeið ef vilji er fyrir því.“
Samtals eru nú átta friðargæslu-
liðar frá íslandi í eftirlits- og upp-
byggingarsveitinni í Chagcharan,
en konurnar tvær sem sáu um nám-
skeiðið snúa aftur til fslands síðar í
vikunni.
Byssudagar
Veiðihornsins
Nýtt kortatímabil!