blaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 17
blaðið
MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 33
mm
Hefur svo margt að segja
blaoi
Málefni innflytjenda
- Samstarfsverkefni okkar allra
bi
Mikil fjölgun útlendinga hér á
landi var tilefni umræðna utan
dagskrár á Alþingi í dag. Málshefj-
andi var Magnús Þór Hafsteinsson,
þingmaður Frjálslynda flokksins,
og lagði hann út af afgreiðslu frum-
varps um frjálsa för fólks frá nýju
ESB-löndunum, sem afgreitt var
sem lög frá Alþingi sl. vor. Var
helst að skilja á máli Magnúsar, sér-
staklega lokaorðunum, að sökudólg-
arnir væru hinir stjórnarandstöðu-
flokkarnir, Samfylking og VG. Kom
þessi áhersla Magnúsar nokkuð á
óvart, þar sem ekki skortir tilefnin
til að gagnrýna stjórnvöld fyrir
litlar efndir fyrirheitanna, sem
gefin voru í tengslum við afgreiðslu
málsins sl. vor. Málefni innflytj-
enda verður að skoða í tengslum
við atvinnustefnu stjórnvalda. Risa-
vaxin stóriðjuverkefni, sem ekki
sér fyrir endann á, eru uppistaðan
í handstýrðri atvinnustefnu. Verk-
efni sem allir vita að verða ekki
unnin nema með umtalsverðum
innflutningi á erlendu vinnuafli.
Og til verkanna eru fengin erlend
stórfyrirtæki, sem hafa margt mis-
jafnt á samviskunni, bæði með til-
liti til umgengni við náttúru og um-
hverfi, en ekki síður með tilliti til
umgengni við verkafólk. Hver man
Við þurfum
að aðlagast
breyttum
tímum
fHteiy
Kolbrún Halldórsdóttir
ekki baráttu Samiðnar í upphafi
Kárahnjúka-framkvæmdanna? Þar
sem baráttan varðaði frekleg mann-
réttindabrot verktakans. Þessi at-
vinnustefna var ekki keyrð áfram
af stjórnvöldum nema af því að við
hana var umtalsverður stuðningur.
Samtök atvinnulífsins sóttu fast
að farið væri inn á þessa braut og
Alþýðusamband Islands lagðist á
sveif með stjórnvöldum. En samfé-
lagið, -viðlagakerfi samfélagsins,
var ekki í stakk búið til að bregðast
við því sem fylgdi i kjölfarið.
í þessari umræðu um innflytj-
endur verða menn að varast hleypi-
dóma og einfaldanir. Málefni
innflytjenda eru flókin og marg-
slungin, vegna þess að innflytj-
endur eru ekki einsleitur hópur,
heldur margbrotinn og sundur-
leitur. Einnig er nauðsynlegt að líta
yfir sviðið og átta sig á því af hverju
tugþúsundir einstaklinga taka sig
upp frá heimkynnum sínum og
halda á fjarlægar slóðir í atvinnu-
leit. Hvað rekur fólk af stað í slíka
för til framandi menningarsvæða?
Þar eiga stórfyrirtækin og heims-
kapítalisminn höfuðsök. Við erum
að súpa seyðið af ójafnvæginu og
óréttlætinu sem hnattvæðing á for-
sendum fjármagnsins hefur komið
af stað. Fjármagnið tekur völdin og
stórfyrirtækin sækjast eftir vinnu-
framlagi fólks, sem er ekki í stakk
búið til að gera kröfur. Þar upp-
hefst ljótur leikur sem menn kenna
við félagsleg undirboð. Við höfum
ekki farið varhluta af þeim hér á
íslandi á síðustu misserum. Félags-
leg undirboð heyra til ósiðum, sem
við Islendingar eigum að vekja at-
hygli á og afíijúpa.
Við þurfum að ræða um þennan
veruleika af yfirvegun og skyn-
semi. Okkar bíður það mikilvæga
verkefni að takast á við afleiðingar
þeirrar stefnu sem ríkisstjórnin
hefur rekið í atvinnumálum. Við
vinstri-græn höfum lagt fram, ár
eftir ár, hugmyndir um annars
konar atvinnuuppbyggingu, sem
henti samfélagsgerð okkar og smæð
samfélagsins betur en stóriðju-
stefnan. Og við vinstri-græn höfum
lagt fram stefnu í málefnum innfly tj-
enda, sem gengur út á það að við
mætum öðrum manneskjum sem
jafningjum og af fullri virðingu.
Við þurfum að aðlagast brey ttum
timum og við þurfum að gera
innflytjendum kleift að aðlagast
samfélagi okkar: Þeir aðilar sem
hafa verið að vinna að slíkri að-
lögun á báða bóga eru til dæmis
Alþjóðahúsið á Hverfisgötu, sem
um þessar mundir berst hart fyrir
tilveru sinni vegna þess að yfirvöld
í Reykjavík hafa séð ástæðu til að
skera niður fjárveitingu til starf-
seminnar. Fjölmenningarsetrið á
Vestfjörðum er annað dæmi þar
sem skapaður er vettvangur til að-
lögunar á báðabóga. Það er jákvæð
nálgun sem er eina færa leiðin til
að við getum náð þeim árangri sem
allir íbúar þessa lands eiga rétt á,
hvar sem rætur þeirra liggja.
Höfundur er þingmaður Vinstri hreyfing-
arinnar - græns framboðs í Reykjavik.
Við fyrsta hanagal
Blaðinu er nú dreift eldsnemma á morgnana
í 100 þús eintökum um land allt
Umrœðan