blaðið - 15.11.2006, Side 22

blaðið - 15.11.2006, Side 22
38 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 blaðiö Upplýsingar um umferðarlagabrot Tryggingaféiög eiga ekki að fá upplýsingar um umferðarlagabrot einstaklinga að mati Neytendasamtakanna en slíkar hugmyndir hafa heyrst í fjölmiðlum að undanförnu. Benda samtökin á að hér sé um persónuupplýsingar að ræða og telja hæpið að slíkt myndi að óbreyttu standast lög. neytendur neytendur@bladid.net heimilið Grjónapúðinn Grjónapúðinn var hannaður af Piero Gatt, Franco Teodoro og Cesare Paolini 1968. Púðinn var fylltur frauðplastkúlum og lagar sig að hvaða líkamsstöðu sem er. Púðinn sýnir vel þann afslappaða og frjálslynda lífsstíl sem var á 8. áratugnum og varð mjög útbreiddur. Hann þótti hins vegar ekki alveg nógu þægilegur. heimilid@bladid.net Bíómiðinn hækkar í verði Almennt verð á bíómiða hækkaði nýlega úr 8oo krónum í 900 krón- ur. Björn Sigurðsson, framkvæmda- stjóri Senu, segir að með þessum hækkunum sé fyrirtækið að bregð- ast við hækkunum á rekstrarkostn- aði. „Þetta er mjög einfalt. Bíómiðinn hefur ekki hækkað í fimm ár og launahækkanir á sama tímabili fyrir almenna starfsmenn í bíóun- um hafa verið 54 prósent, almenn launavísitala hefur hækkað um 35 prósent og byggingarvísitala hef- ur hækkað um 35 prósent. Miðar i Evrópu hafa hækkað um 40 til 80 prósent á sama tímabili og í Skand- inavíu um 80 til 90 prósent," segir Björn. Ekki tengt Bandaríkjadal Á sama tíma hefur gengi Banda- ríkjadals lækkað en flestar myndir sem sýndar eru í kvikmyndahús- um hér á landi eru fluttar inn frá Bandaríkjunum. Ætla mætti að það myndi vega upp á móti hækk- ununum. Björn segir aftur á móti að þessi hækkun sé ekki tengd daln- um að neinu leyti. „Það hafa breyst svolítið forsend- ur varðandi hvað bíómiðinn er doll- Leiðbeininga-8í kvörtunarþjónustan er opin tvo claga 1 viku fyrir almenning en alla daga fyrir félagsmenn. Ertu félagsmaður? sími: 5451200 netfang: ns@ns.ís vefur: www.ns.is NEYTENDASAMTÖKIN m r-M # 4 /' j m - aratengdur og við getum sagt að ef dollari hefði ekki verið hagstæður undanfarin ár þá hefði hann hækk- að miklu fyrr.“ Björn segir að kvikmyndahúsin hafi einnig hækkað aldurstakmörk fyrir barnamiða sem kostar 550 krónur úr sex ára upp í tíu ára og því ætti hækkunin síst að koma nið- ur á barnafjölskyldum. „Þegar þú tekur þessa týpísku vísitölufjölskyldu sem ferðaskrif- stofurnar leika sér svo oft að þá er þetta í raun og veru engin hækkun fyrir þann hóp,“ segir Björn. HPI SAVAGE X SS 4,6, ÖFLUGASTI & STERKASTI SAVAGE TRUKKURINN TIL ÞESSA! Nethyl 2, sími 5870600, www.tomstundahusid.is Marta María, ritstjóri Veggfóðurs Alltaf að spekúlera Húsasmiðjan - Byko - Fjarðarkaup - Brimnes - Nesbakki - Skipavik - Litabúðin ■ SR bygingavörur - Byggt og búið - Litaver - Rými • Núpur - Áfangar Keflavik - Pottar og prik (Daggir) Akureyri - Takk hreinlæti Heilsöludreifing: Ræstivörur ehf • Stangarhyl 4 - 110 Reykjavik - Simi 567 4142 - www.raestivorur.is Marta María Jónas- dóttir er ritstjóri Veggfóðurs en þessa dagana er hún í fæð- ingarorlofi með ný- fæddum syni sem verður fjögurra vikna á föstudaginn. Marta María segir að hún hafi aðeins getað nýtt tímann í orlofinu til að dúlla við heimilið, enda með mikinn heimilisáhuga. „Ég hefði nú haldið að ég hefði meiri tíma til þess en það er merkilegt hvað dag- arnir liða fljótt við brjóstagjöf og bleiuskipti. En ég er alltaf að spá eitt- hvað og spekúlera.” Þegar Marta er beðin um að gefa einhver ráð um hvernig hægt er að hressa upp á heimilið á auðveldan hátt fyrir jólin er hún fljót til svara. „Það er alltaf mjög hressandi að mála eins og einn vegg, það gerir mikið og kostar ekki mikið og það er um að gera að velja einhvern fal- legan lit á vegginn. Mér finnst að fólk eigi ekki að vera hrætt við að nota liti og þá er sniðugt að kynna til sögunnar með fallegum smáhlutum í hlýjum og fallegum litum. Einnig mæli ég ein- dregið með að fólk veggfóðri einn og einn vegg, það er mikið úrval af fallegu veggfóðri til í dag.” Fylgir oftast hjartanu Marta María segir að hennar per- sónulegi stíll sé módern en um leið hlýlegur. „Ég er svolítið klofin, ég er mjög hrifin af litríkum húsgögnum og keypti mér meðal annars appels- ínugulan sófa um daginn. Ég fylgi oftast hjartanu þegar ég er að velja inn hluti á heimilið og kaupi frekar það sem mér finnst fallegt en það sem er praktískt. Þegar kemur að því að skreyta fyr- ir jólin segir Marta að henni finnist skipta miklu máli að eiga fallegan aðventukrans. „Ég er mjög fastheld- in og hef átt sama aðventukransinn í sjö ár. Ég held mikið upp á fjólubláa litinn, enda litur aðventunnar, og kransinn er einmitt fjólublár.” Annar uppáhaldslitur Mörtu er bleiki liturinn sem hún segir að passi alls staðar og hvenær sem er. „Jóla- tréð í ár verður skreytt með bleiku skrauti og fjólubláum kúlum. Ég er aðeins byrjuð að pródúsera það,“ seg- ir Marta um jólatré þessa árs en fjöl- skyldan er nýlega flutt í nýja íbúð og hefur nú pláss fyrir stórt jólatré. Aðventuljós í gluggann „Gullið er líka að koma sterkt inn í ár og ég mæli með að fólk fjárfesti í gylltu skrauti, það er mjög hátíðlegt. Annars er auðvelt að gera jólalegt hjá sér án þess að það kosti of mik- ið eða sé of flókið. Það er til dæmis fallegt að vera með fjögur kerti á fal- legum bakka og smá skrauti og þá er kominn aðventukrans. Annað sem ég mæli með er að fólk hugsi vel um skrautið sitt og pakki því skipulega þannig að það sé hægt að ganga að því vísu inni í geymslu og það kem- ur líka í veg fyrir að maður sé að kaupa alltaf eitthvað nýtt fyrir hver jól heldur noti það sem maður á.“ Marta býst við að hún kaupi sér aðventuljós í gluggann fyrir þessi jól þar sem hún á ekkert slíkt. Hún segir að aðventuljósin séu alveg nauðsynleg þar sem þau vekja upp ákveðnar minningar frá því að hún var lítil en henni fannst ljósin alltaf spennandi og tákn um að jólin væru á næsta leiti. „Annars finnst mér að það megi alls ekki drekkja jólunum í smart- heitum, það eru hlutir sem eiga sína sögu og minningar sem vekja upp jólastemninguna hjá mér.“ 'M Piparkökustafir Nú liður senn að tíma sem helg- aður er bakstri og smákökugerð. Það eru margir sem baka og skreyta piparkökur og börnunum finnst kökugerð af því tagi sérstak- lega skemmtileg. ( Kokku er að finna skemmtileg piparkökumót í formi stafa og tölustafa auk ann- arra hefðbundnari móta. Það getur verið skemmtilegt að gera pipar- kökustafi og nota þá til að skreyta heimilið fyrir jólin. Það er fallegt að strengja stafina upp á borða og hengja í glugga eða á hurð og skrifatil dæmis gleðileg jól með pip- arkökustöfunum. Marta María er þessa dag- ana heima í fæðingarorlofi Jólatré Mörtu verður skreytt í uppáhaldslitunum hennar, fjólubláum og bleikum. Mynd/Frikki ■má fS

x

blaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.