blaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 26

blaðið - 15.11.2006, Blaðsíða 26
42 MIÐVIKUDAGUR 15. NÓVEMBER 2006 blaðiö Allt í stíl Einhvern tímann var fólk sannfært um að litir á flíkum þyrftu að vera í stíl. Sumir ganga þó of langt í því að láta allt þassa saman. Einn algengasti misskilningurinn hjá karlmönnum er að beltið og skórnir þurfi að vera í eins lit en svo er alls ekki. Tískufórnarlömb Ekki eltast of mikið við tískuna. Blandið frekar saman fötum sem passa og fara ykkur vel. Þó að ákveönar flíkur eða snið séu í tísku þá fer það alls ekki öllum. Tískan í framhaldsskólunum í dag Helst hefur verið talað um að það sé munur á klæðaburði nemenda ákveðinna framhaldsskóla eins og Mennta- skólans við Hamrahlíö og Verzlunarskólans. Nemendur í Menntaskólanum í Reykjavík hafa líka verið þekktir fyrir lopapeysur í gegnum tíöina en hvað með hina skólana eins og Iðnskólann í Reykjavík og Menntaskólann í Kópa- vogi? Er einhver munur á nemendum þar? Ég man ekkert eftir neinum búðum en ég ferbarai Kringluna og Smáralincl. Mér finnst svolitiðdýrt aðversla á islandi og ef ég ætti pening þá myndi ég fara til útlanda og versla þar en ég er bara fátækur námsmaður þannig að ég aeri bað ckki. Það eru engar ákveðn- ar búðir sem ég fer í, ég versla bara alls staðar og mér er alveg sama hvar. Annars er Diesel kannski það merki sem er i mestu uppáhaldi hjá mér en mér finnst dýrt að versla á islandi og versla frekarerlendis og fer þá i H&M til dæmis. Eg kaupi kannski mest i Smash og Hagkaup en annars á ég ekkert uppáhaldsmerki. Ég hef heldur ekki verslað mikið í útlöndum þó að mér finnist dýrt að versla á íslandi. Mér finnst samt enginn munur vera á fólki rnilli menntaskóla. Mér finnst fólkið hérna í Iðnskólanum bara klæða sig venjulega en það eru auðvitað alls kyns stílar i gangi þó að það sé kannski ekkert greinilegt á milli skóla. Ég versla helst í Gyllta kettinum og Sautján en ég á annars ekki nein uppáhaldsmerki, það er bara misjafnt. Svo finnst mér svo dýrt að versla á íslandi en ef ég versla i útlöndum bá fer ég oftast i Zöru. Ætli ég kaupi ekki mest í Deres og Sparks og svoleiðis búðum en mér finnst rosalega dýrt að versla á íslandi og reyni alltaf að versla i útlöndum. Þá fer ég helst i New Yorkers sem er búð sem er i Danmörku og Þýskalandi. Eg kaupi eiginlega föt bara úti um allt. Kannski kaupi ég mest í Sautján hér heima en mérfinnst samt alltof dýrt að versla á islandi. Ég versla i útlöndum ef ég kemst i það og þá fer ég tíl dæmis i Le- vis-búðir og svoleiðis. Eg versla helst í Kringlunni í Mótor og Gallabuxnabúð- inni en mér finnst dýrt að versla á islandi. Samt versla ég ekki mik- ið i útlöndum og á engar uppáhalds- búðir þar. Ég versla helst i Smáralind i Jack and Jones. Mér finnsf dýrt að versla á íslandi en ég versla heldur ekki mikið i útlöndum. Mér finnst enginn sérstakur munur á klæðaburði eftir skólum. Mér finnst til dæmis fólkið hér i MK bara vel klætt og það er enginn sérstakur still i gangi. Þetta er bara svona eins og i öðrum skól- um, ég tek allavega ekki eftir því að þetta sé eitthvað öðruvisi. Pantið jólagjaftrnar núna! Gjafavörurnar Snyrtivörumar / i Úrval gjafapakkninga Heilsuvörurnar Náttföt á alla fjölskylduna Jólavörumar Allt á einum stað! I gamla daga gerði fólk góðu kaupin erlendis í dag kemur það til okkar. Austurhrauní 3 i Garðabæ (móti IKEA) Símí: 555-2866. www.bmagnusson.is Opið 10-18. Laugardaga 11-14. Þrjátíu og átta úrvalsverk sýna fjölbreytni og sköpunarkraft íslenska tískugeirans. ÍSLENSKTÍSKUHÖNNUN 2006 I ÞJÓÐMENNINGAIHÚSIÐ arhúsinu Þjóðmenningarhúsið Strætisvagnar aka um Hverfisgötu 15, sími: 545 1400 Hverfisgötu. www.thjodmenning.is Bllastæðahús handan Sýningar - leiðsögn - veitingar - verslun götunnar. Opið daglega frá kl. 11 til 17 Pólitíska hornið... vinstri, hægri SNÚ! Undanfarið hefur mest verið rætt um Það vandamál sem sumir eru fullvissir um að stafi af útlendingum hér á landi eða eins og Það er kallað fólk sem er af erlendu bergi brotið. Sumir benda sérstaklega á ákveðna hópa sem þeir telja öðrum verri og sumir telja að best sé að loka landinu þannig að íslendingar geti haldið áfram að ala upp aðra íslendinga óáreittir. Aðrir spennast upp og hrópa kynþáttahatur með kökk í hálsinum. En ég stend á gati. Yfir báðum þessum hópum. Ég skil vel að það sé þörf á að tala um hvaða afleiðingar þetta mikla streymi útlendinga (fólks sem er af erlendu bergi brotið) til landsins getur komið til með að hafa. Og ég skil vel að menn bendi á að í öðrum löndum sé þetta orðið að vandamáli því að það er alveg rétt án þess að sú umræða tengist rasisma á einn eða annan hátt. En eins og svo oft áður þá gleymist að tala saman skynsam- lega og hið raunverulega vanda- mál geldur fyrir það. Helsti vandinn er í því fólginn að landið er opnað en engu er fylgt eftir. Ekki er haldið utan um tungumálakennslu sem gerir að- fluttum erfitt um vik jafnvel þó að þá langi til að tileinka sér tungu- málið og gerir það að verkum að nokkrar kynslóðir teljast til nýbúa jafnvel þó að fólk sé borið og barnfætt hér á landi. Vandamálið hlýtur því fyrst og fremst að vera áhugaleysi stjórn- valda sem hafa lofað opnum landamærum en fylgja þeirri hugmynd svo ekkert eftir. Og nú vilja flestir frekar snúa upp á sig og klaga. Benda á þetta fólk sem vill ekki læra íslensku og leggur sig fram við að grafa undan íslenskum iðnaðarmönnum þar sem einhverjir virðast halda að til- hugsunin um skítléleg laun heilli þá sem hingað koma. Hilda Cortéz rR P U R1 NAl. PRO PIAN LIFE PLAN \ N U T R I T I 0 N PROGRAMME Pro Plan fæðulínan sérsniðin fyrir hundinn þinn o GARÐHEIMAR Söluaðili: Garðheimar í Mjódd • Stekkjarbakka 6 109 Reykjavík • síml 540 3300 • www.grodur.is

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.