blaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 8

blaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 8
8 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 blaöið UTAN ÚR HEIMI NOREGUR Metár í kortasvindli Talið er að norskir bankar hafi tapað um það bil tveimur milljörðum íslenskra króna á síðasta ári vegna kortasvindls. Það er 25 prósentum meira en árið áður og metárfrá upphafi. Þetta gerðist þrátt fyrir síaukið eftirlit bankanna með slíku svindli. Dauðadómum fækkar 'Aldrei hafa verið kvaddir upþ færri dauðadómar en árið 2006 síðan dauðarefsingar voru teknar upp að nýju fyrir 30'árum. Þá hafa aftökur ekki verið færri í áratug. Miklar deilur hafa verið í Bandaríkjunum und- anfarið um siðferðislegt réttmæti dauðarefsinga. PÓLLAND Fyrrum njósnari erkibiskup (Ijós hefur komið að hinn nýskipaði rómversk-kaþólski erkibiskup í Varsjá, Stanislaw Wielgus, starfaði sem njósnari pólsku leynilögreglunnar á tímum kommúnismans. Wielgus játar að hafa starfað með leynilögreglunni en neitar að hafa njósnað um kaþólska presta. Teikningar Kjarvals: Eins og dagbækur í myndaformi ■ Vinnur nær daglega meö verkin ■ Ótrúlega gefandi ■ Fjölbreytt bókasafn Orkuiðnaður: Geysir fer í fjármálin Stofnað hefur verið nýtt fjárfestingarfélag, Geysir Green Energy, sem hefur þann til- gang að fjárfesta í verkefnum tengdum sjálfbærri orkufram- leiðslu víðs vegar um heim. Að félaginu standa Glitnir, verkfræðistofan VGK-Hönn- un og FL Group sem einnig er leiðandi hluthafi. Nú þegar hafa fjárfestar lagt fram um sjö milljarða króna í peningum en miðað er við að félagið geti ráðist fljódega f fjárfestingar sem nema meira en 70 mifijörðum króna. Eftir Ingibjörgu B. Sveinsdóttur ingibjorg@bladid.net „Það hefur verið ótrúlega gefandi og áhugavert að fara í gegnum þetta safn á verkum Kjarvals,“ segir Þor- björg Gunnarsdóttir, deildarstjóri safnadeildar Listasafns Reykja- víkur, sem unnið hefur næstum daglega með verkin sem ættingjar Kjarvals og Reykjavíkurborg hafa tekist á um. Þótt Þorbjörg hafi starfað í fjölda ára við að setja upp sýningar á verkum Jóhannesar Kjarvals er hún ekki viss um að hún hafi kynnst honum sem persónu. „Ég myndi nú ekki segja það þar sem hann var afskaplega margbrotinn persónuleiki. En ég þekki hann betur sem listamann. Hann var afskaplega flinkur teiknari og um það eru allir sammála. Maður sér hvað hann hafði teikninguna of- boðslega mikið á valdi sínu.“ Verkin sem um ræðir eru smáar og stórar teikningar, margar á smjörpappír og bylgjupappír, um- slögum og þess háttar. „Kjarval gerði ekki beint skissur að mál- verkum sínum, heldur eru litlu teikningarnar næstum eins og dagbækur í myndaformi. Hann var bara síteiknandi og þetta virð- ist hafa verið athöfn sem tilheyrði lífi hans. Af teikningunum er hægt að sjá hvernig hann veltir fyrir sér sömum mótívunum fram og aftur þótt ekki sé um rannsóknir á end- anlegri útfærslu á einhverju verki að ræða.“ Að sögn Þorbjargar hafa mörg þessara verka verið sýnd í gegnum tíðina. „Það er yfirleitt Kjarvalssýn- ing á hverju ári og þá er margt af þessu tekið fram.“ leiKnmgar a smjörpappír Þorbjörg Gunnarsdóttir deildarstjóri með nokkur verka Kjarvals. Eldhúsvog stafræn með skál og nákvæmni 1 gramm. Hámark 2 kg. SjáHvirktörun (núllstilling) Verð áður kr. 2.990 VERÐHRUN! Opið virka daga 9-18 Laugardag 10-18 Sunnudag 13-17 Suðurlandsbraut 16 108 Reykjavík Sími 5880500 www.rafha.is Ub DÆMI: Brauðristar.......990 Kaflfivélar.......1490 Hraðsuðukönnur... 990 Vöfflujám........2.990 Dósaopnarar.......1.990 Saflapressur.....5.990 Handþeytarar......1490 Samlokugrill.....1.490 Eldhúsvogir........ 990 Hitablásarar......1.490 Gufustraujám........990 Þvottavélar.........44.900 Örbylgjuofnar..... 6.990 Nuddtæki.............1.490 Baðvogir............990 Þurrkarar......... 29.900 Heilsugrill.....4.990 Rafrn.tannburst....l490 Hárblásarar..............590 Uppþvottavélar...44.900 Mínútugrill........3.990 Blandarar............2.990 Olíuf. rafm.ofhar..3.990 Kæliskápar.........19.900 FRadettegrill.....2.990 Töfiasprotar...........990 Naglasnyrtitæki.....790 Frystiskápar........24.900 Djúpst.pottar......3.990 Hrísgrjónapottar.. 1.990 Krullujám.........1.990 Ofriar.............17.900 Fonduepottar......2.990 Brauðvélar........7.990 Sléttujám...........990 Keram. hellub......,34.900 Grillofnar.........3.990 Matvinnslutæki.... 1.990 Hárklippisett.......990 Eldavélar..........29.900

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.