blaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 34

blaðið - 06.01.2007, Blaðsíða 34
34 LAUGARDAGUR 6. JANÚAR 2007 blaðiö tiska Sportleg vor Heilsuátök, kjötsvimi og Visareikningurinn eru flestum ofarlega í huga nú þegar nýja árið er gengið í garð. Vorið með bjarta daga og blóm í haga er kannski enn fjarlægt en senn fyllast verslanir af fatnaði sem á heima í vortískunni 2007. Að þessu sinni verður sportlegur fatnaður áberandi, leggings, anórakkar, víðir toppar og tæknileg efni, fatn- aður sem ætti að gera heilsuátakið þolanlegra. 4 • 'i f-i Utsölur Nú eru útsölur í flestum verslunum og hægt að gera ýmis góð kaup þar sem verslanir bjóða upp á allt að 70% afslátt. Það er þó nokkur kúnst að versla á útsölum þar sem margir kannast við að versla á útsölum föt sem síðan liggja ónotuð inni í skáp. Það er skynsamlegt að reyna að varast tískubólur þegar kemur að því að kaupa sér föt á útsölu, þar sem nýjar og ferskari tískubólur eru hinum megin við hornið. Klassískur fatnaður ætti að vera markmiðið og einfaldari vandaðri föt sem endast eru málið. tiska@bladid.net Úlpan mín smarta Parka er nafn þeirra á enskri tungu en létt-úlpa í íslenskri þýðingu. Tí- undi áratugurinn einkenndist af mik- illi úlpunotkun þartil flestirfengu upp í kok og lögðu úlpujökkunum fyrir pelsa og ullarkápur. Nú er hins- vegar tími úlpunnar upprunninn á ný og því þarf enginn að skammast sín að spranga niður Laugaveginn vel dúðaður í eina slíka. Úlpan er ekki lengur einungis ætluð til úti- vistar eða til að skreppa út í sjoppu. Dagsdaglega er flott að klæðast úlpujakkanum við þröngar galla- buxur og bol en einnig er hægt að klæðast honum að kveldi við háa hæla og glitrandi kjól. Bergþóra Guðnadóttir og Jóel Pálsson eru hugmyndasmiðir Farmers Market. Hönnun þeirra hefur hlotið frábærar viðtökur og þau stefna á að fara með hönnun sína á erlendan markað. Náttúruleg hráefni í aðalhlutverki Hjónin Bergþóra Guðna- dóttir fatahönnuður og Jóel Pálsson tónlistar- maður eru hugmynda- smiðirnir á bak við vörumerkið Farmers Market. Fyrir- tækið sérhæfir sig í að hanna fatn- að og fylgihluti úr náttúrulegum hráefnum og íslenska ullin spilar þar stórt hlutverk. Fatalína fyrirtæk- isins samanstendur aðallega af peys- um en einnig er þar að finna húfur og fallega trefla. ÞÚ GETUR ÞAÐ LlKA! Valgeir SkagQörfe leikarí. fyrru m stórre'/kirgarrraður, segirhér frá reynslu sin ni af reyki ngum. Hann dra p i fyri r f ullt oa allt og held ur nú námskeÖ fyrir þá s-em vilja taka þá ákvörðun. Eftir að hafa lesÖ þessa ttókgetur þú hætt lika „betta er stódróðleg og skemmtileg bók. Hún logará milli fingranna og ég er viss um að hún gstur sbkkt fstærri stubbum en mér' Bnai MirGufirr/ijridsKri, rtthEfurrdur líf á nýju ári Minningarkort Minningar- og styrktarsjóðs hjartaskjúklinga HjartaHeill sími 552 5744 Gíró- og kreditkortþjónusta Snúið upp á gömlu lopapeysuna Bergþóra byrjaði að vinna með ís- lensku lopapeysuna í hönnun sinni fyrir sjö árum. „Ég vildi .vinna með ullina á þann hátt að hún hentaði betur í nútímanum og einnig út frá mínum persónulegum þörfum. Við höfum þannig unnið mikið með sniðin og ullina og peysurnar eru þynnri og léttari en hefðbundnar lopapeysur. Ég notast við gamaldags lopapeysumynstrið en spinn í kring- um það og breyti eins og mér finnst henta hverju sinni,” segir Bergþóra um hönnunina og bætir við að hún sjálf klæðist mjög oft lopapeysum og við mismunandi tækifæri. Nafn fyrirtækisins segir Jóel að sé tilkomið vegna þeirrar tenging- ar sem flestir íslendingar hafa til náttúrunnar og að flestir íslending- ar séu í raun ættaðir úr sveit. Allir peysurnar heita líka eftir íslenskum sveitabæjum sem gefur þeim sterk- ari tengingu til landsins. „Fólk er líka farið að kalla eftir ákveðnum séreinkennum og náttúrutenging- um nú á tímum alþjóðavæðingar þegar allt er farið að renna saman í eitt. Og ég held að eftirspurnin verði meiri á komandi árum,” segir Jóel. Stefna á erlendan markað Flíkurnar frá Farmers Market hafa hlotið góðar viðtökur og ís- lendingar sem ferðamenn heillast af fallegri hönnun og mýkt íslensku ullarinnar. Stefnan á þessu ári er tekin á er- lendan markað og það er ansi margt á teikniborðinu hjá þeim hjónum. Fyrsti fylgihluturinn frá Farmers Market kom á markað nú fyrir jól en það er hulstur fyrir iPod Nano sem gerður er úr íslensku laxaroði. „Hlutirnir hafa gerst frekar hratt en fyrirtækið er stofn- að fyrir rúmlega ári síðan. Við vorum búin að ganga með hug- myndina í maganum í nokkurn tíma áður en fyrirtækið var form- lega stofnað. Við vildum samt sem áður fara okkur hægt og leggja mikla vinnu og tíma í alla undir- búningsvinnu og hönnun þannig að við séum fullkomnlega sátt við allt sem við sendum frá okkur. Við hugs- um verkefnið sem langtímaverk- efni og Farmers Market sem heild- stætt vörumerki sem stendur fyrir ákveðna hluti þannig að allt sem frá okkur fer þarf að vera hundrað pró- sent,“ segir Jóel. Jóel og Bergþóra segja að það sé mjög gaman að fá að vinna saman sem hjón og samstarfið þeirra á milli gangi mjög vel. Þau hlakka til að takast á við ný verkefni á nýju ári og líta björtum augum til ársins sem gengið er í garð. Ása Ottesen hefur haft mikinn áhuga á tísku og öllu sem henni tengist allt frá því að hún var ung- lingur. Hún starfar nú sem innkaupa- stjóri Gyllta kattarins auk þess sem hún tekur að sér verkefni stílista í augiýsingum og tískuþáttum. Ása segir að hún klæðist bæði notuðum og nýjum fötum og kaupi helst föt þegar hún fer til útlanda. Ása segir að hennar persónulegi still sé kannski frekar ópraktískur þar sem hún heillist mjög af litríkum fötum og sé glysgjörn að eðlisfari. „Ég fæ útrás fyrir glysgirnina þegar ég ter út á lifið og mér finnst mjög gaman að klæða mig upp á. Dagsdaglega vil ég þó helst vera í gallabuxum og hettupeysu." Ása telur hér upp fimm uppáhalds- hlutina sem henni finnst standa upp úr í tískunni í vetur. Slár. Það er hægt að finna mjög flottar slár núna úr vönd- uðum ullarefnum og leðri eða rúskinni. Þær eru margar með fallegum díteilum eins og flottum tölum og öðru slíku. Slár eru mjög praktískar og hlýjar og það ertil dæmisflott að veraí hettupeysu innan undir þeim. Stígvél sem ná yfir hné. Þau eru pæjuleg og skiptir ekki máli hvort þau eru með hæl eða flatbotna. Stígvélin fara vel við pils og stutta kjóla og eru elegant og smart. Leðurstígvélin eru meira elegant, en rúskinnsstígvélin eru flott hvers- dagstil dæmis við gallapils. Síðar leggings. Leggings sem eru vel síðar og hægt að setja þær yfir skó finnst mér mjög flottar. Það er hægt að finna flottar leggings úr skemmtilegum efnum eins og glansandi gull- og silfurefnum. Mér finnst ullarleggings líka vera mjög flottar núna. Það er algerlega nauðsynlegt að eiga fallega kápu. Kápur I öllum regnbogans litum hafa tekið við af pelsunum sem voru vinsælir í fyrra. Mér finnst fallegar ullar- kápur með loðkraga og jafnvel með loði á ermum vera mjög flottar og það er mikið úrval af f lottum kápum um þessar mundir. grifflur. Grifflur úr þrjónaefni, ar sem þykkar, eru hentugar lár og kápur með stuttum im. Við erum að selja mjög fal- • grifflur hér í búðinni sem eru alls konarfallegum díteilum >g þær eru mjög fallegar og praktískar

x

blaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: blaðið
https://timarit.is/publication/941

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.